Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 7
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLL] M 11 brugðið í gegnum hring, yfir og undir sitt á hvað. Þessi lýsing gildir fyrir alla vangana fjóra, þó að útfærsla sé lítið eitt mismunandi eins og þegar er sagt. Að lokum er þess að geta, að dýrin eru með hnakka- topp aftarlega, beint aftur af auga, en fljótt á litið ber ekki mikið á toppnum vegna þess að hann er notaður til að tengja hnakka dýrs- ins við falinn. Engu að síður er greinilegt, að þetta haft er hnakka- toppur, og tilburðir listamannsins til að láta það sjást koma eink- um skýrt fram öðrum megin á húninum. 3 Verkið á þessum hlut er ekki framúrskarandi gott. Steypingin er góð og áferð krókanna slétt og falleg. En skrautverkið, að með- töldum dýrshausunum, er með helzt til sljóum dráttum, svo að svip- urinn verður dauflegur, en hins vegar er því vel fyrir komið, það er allt í lífrænu samhengi, hvorki of né van frá því sem með réttu lagi á að vera. Það er leyfilegt að orða þetta svo, af því að verkið er allt mjög augljóslega í áður vel þekktum stíl með sínum hefðbundnu efnisatriðum. Þetta eru Úrnesdýr. Hið stóra, kúpta frammjóa auga, sem fyllir næstum því allt höfuðið, ber vitni um Úrnesdýr í fullum blóma, og mætti vitna til fjölmargra verka í Úrnesstíl þessu til stað- festingar. Trýnið, sem brugðið er í lykkju og liggur síðan niður yfir neðri skolt og endar í litlum uppundningi undir kverkinni, þetta er einnig vel þekkt einkenni Úrnesdýra, jafnvel á Úrnesútskurðinum sjálfum, en bezt til samanburðar við Þingvallahúninn eru ef til vill dýrin á Ardre-steini III frá Gotlandi (4. mynd). Samsvörunin er þar mjög mikil, nema hvað á steininum vantar hringinn, sem skoltunum er brugðið í, þar sem þeir skerast. En einnig það atriði er vel þekkt í Úrnesstíl, þótt það sé ef til vill enn dæmigerðara fyrir Hringaríkisstíl, eins og vel sést t. d. á miðjum Vang-steininum frá Valdres, sem er eitt af helztu minnismerkjum Hringaríkisstíls. En það er svo augljóst mál, að dýrshausarnir eru Úrnes-hausar, að naumast tekur því að vitna til fleiri einstakra dæma til samanburð- ar, heldur skal hér látið nægja að vísa almennt til nýjustu heildar- sögu víkingaaldarlistar, Viking Art eftir David M. Wilson og' Ole Klindt-Jensen (London 1966, einnig til í danskri útgáfu) og þeirra mörgu og góðu mynda, sem þar eru.5 En þótt sýnt sé, að dýrin eru Úrnesdýr, eru þó á húninum atriði, sem benda aftur til Hringaríkisstíls. Nefndur var hringurinn þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.