Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 19
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLL]M
23
5
Þegar ljóst er orðið, að tá-bagallinn frá Þingvöllum er fullgilt
tignartákn biskups eða ábóta frá þriðja fjórðungi 11. aldar, kemst
maður ekki hjá að hugleiða hver muni átt hafa og borið bagalinn.
Leit að mönnum í sambandi við fornleifar skyldu menn gjalda var-
hug við og umfram allt ekki láta hana skyggja á menningarsögulegt
gildi góðra hluta. En í þessu tilviki kemur svo fátt til greina, að
fljótt er upp talið. Um ábóta þarf ekki að ræða, klaustramenn voru
engir á Islandi á tímabilinu 1050—1075. En sá tími fellur furðu-
lega nákvæmt saman við biskupstíð fyrsta íslenzka biskupsins,
Isleifs Gissurarsonar í Skálholti, sem vígður var 1056 og sat í
embætti til 1080, er hann andaðist. Langt var þá enn þar til Hólastóll
væri stofnaður, og er því ísleifur eini íslenzki biskupinn, sem hér
er í landinu, þegar bagallinn frá Þingvöllum var og hét. ísleifur
biskup kemur því til greina sem fyrsti handhafi þessa merkilega
hlutar. Segja mætti, þótt það sé raunar út í bláinn, að búast mætti
við því að svo mikill höfðingi sem Isleifur hefði borið tilkomumeira
tignartákn en þetta. Minnast má þess, að bagall Páls biskups, sem
þó var alveg sérstakur auðmaður og tilhaldsmaður um íburð kirkju
og kirkjugripa, er ekki miklu stærri eða tilkomumeiri en þessi. Einn-
ig má finna sér það til, að með ólíkindum væri, að bagall úr Skál-
holtskirkju hefði týnzt á sjálfum Þingvöllum, en hér er vant um að
segja, hvað að baki liggur.
En fleira kemur til greina. Biskupar voru hér á landi á undan
ísleifi og að nokkru samtímis honum, og eru um þá góðar heimildir
í Islendingabók Ara og Hungurvöku, þótt fáorðar séu.24 Ari hlýtur
að hafa haft miklar spurnir af mönnum þessum, sem eru samtíma-
menn foreldra hans. Biskupar þessir voru trúboðsbiskupar og höfðu
að sjálfsögðu ekki verið vígðir til stóls. Sumir þeirra voru hér á
landi á fyrri hluta 11. aldar og koma ekki til greina sem eigendur
Þingvallabagalsins af þeim sökum. Þannig er til dæmis um Hróðólf
biskup í Bæ, sem hér var í 19 ár (1030-1049), en er kominn til
Englands 1050 og deyr 1052 sem ábóti í Abingdon. Um Jón biskup
írska er ekki ljóst, hve lengi hann hefur verið hér á landi, en hann
deyr píslarvættisdauða á Vindlandi 1066, ef hann er sá sem Adam
af Brimum kallar Johannes Scotus, eins og menn ætla. Hann kemur
þó til greina sem eigandi Þingvallabagals. Sama er að segja um
Bjarnharð saxlenzka, sem var hér í 19 ár (1048—1067), en fór þá
til Noregs og varð biskup í Selju. Enn kemur til greina Heinrekur