Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 95
SUMARDAGURINN FYRSTI 99 konar svör eru frá áþekkum slóðum, þ. e. sunnanverðum Skagafirði og Eyjafirði, en mikill meirihluti frá þeim svæðum reiknar þó með áhlaupi. Sama er að segja um Hnappadal. Loks er ekki gert ráð fyrir hreti þá fremur en ella í Suðursveit. Af þeim 73mur, sem gera ráð fyrir sumarmálahreti, býst yfir- gnæfandi meirihluti við batnandi tíð á eftir. Aðeins fimm telja enga frekari von um bata eftir hretin, og liggur næst að álíta það böl- sýnismenn innan um hina. Þó er athugandi, að þrír af þessum fimm eru frá líku svæði, nefnilega Skjálfandaflóa og Axarfirði, og aðeins einn bjartsýnismaður við Axarfjörð myndar þar minni- hluta. Hinir tveir eru úr Reykhólasveit og af Skeiðum. Nokkrum sinnum bregður því fyrir, að megn ótrú sé á sumar- páskum, enda falli þá sumarmálahretið saman við páskahretið og tví- eflist. Þessi skoðun kemur fram í Austur-Barðastrandarsýslu, Húna- vatnssýslum báðum, svo og Mýrdal og Hreppum austur. Þá er þess fimm sinnum getið sem ills vita, ef hrafninn étur undan sér, og er það í Helgafellssveit, á Rauðasandi, Vatnsnesi, úr Hegranesi og Hreppum. Þóttust menn sjá þess merki, ef krummi var mikið á flökti skömmu fyrir sumar, að hann hefði étið undan sér, en öllum ber saman um, að hann eigi að vera alorpinn níu nóttum fyrir sum- ar. Hrafnahretið eða hrafnagusan átti að vera ráðstöfun guðs við hrafninn fyrir ótryggð hans við Nóa: skyldu egg hans frjósa og verða honum að mat, er annað þraut, segir heimildarmaðurinn frá Rauðasandi. Aðeins á einum stað, Öræfum, var talið, að hrafna- gusan kæmi eftir sumarkomu, þ. e. þegar ungar kæmu úr eggjum krumma. Nöfnin á vorhretum þessum eru margvísleg og skulu hér talin upp, þótt flest þeirra eigi ekki við sumarmálin sjálf, heldur ýmsar viðmiðanir fyrir og eftir sumarkomu. Alls komu fram í svörum þessum 39 nöfn, en í mörgum þeirra er fyrri liðurinn, einkunnin, hinn sami og dregur allt nafn af merkidögum eða tímamótum utan í fjórum tilvikum, þar sem heitin eru tengd dýraríkinu, þ. e. hrafni, kríu, grásleppu og vinnuhjúum. Seinni liðurinn er ýmist hret, hríð, hvellur, kast, áfelli, kæla, rumba, él, flan, hryðja, írennsli, lirina, garður, garri, drif, skuna, skvumpa eða gusa. Lítill greinarmunur virðist gerður á styrkleika þessara áhlaupa. Þó reiknast garður einna verstur og langæjastur, einkum við sjóinn. Einn heimildarmaður af Austurlandi segir, að hret standi stutt, en áfelli minnst 2—3 daga með hrakviðri eða snjókomu. Annar segir, að við Isafjarðardjúp væri hretið nefnt rumba, væri veðurhæð mikil og snjókoma. Rétt þykir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.