Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 113
SUMARDAGURINN FYRSTI
117
mannaleikur o. s. frv. Stundum tóku fullorðnir þátt í leikjum þessum,
en það virðist fremur bundið við skaphöfn einstaklinga en héraðs-
hefð. Tvær heimildir úr Austur-Barðastrandarsýslu neita því, að
um nokkra leiki hafi verið að ræða, og í svörum úr Vestur-Barða-
strandarsýslu er þeirra ekki getið. Er það raunar í samræmi við
það, að á þessum slóðum kvað hafa verið unnið sem aðra daga.
Samkomur fyrir heilar sveitir hafa verið fátíðar á þessum degi,
þar til kom fram yfir aldamót. Á stöku stað, einkum Norðaustur-
landi, hefur að vísu komið fyrir, að piltar eða stúlkur stæðu fyrir
dansleik og byðu hvort öðru, en verulega fer ekki að kveða að sam-
komuhaldi þennan dag, fyrr en ungmennafélagshreyfingin tekur að
starfa upp úr aldamótum. En eftir það verður sumardagurinn fyrsti
samkomudagur fyrir ungmennafélögin í mörgum sveitum, t. d. í
Borgarfirði, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Vestur-Barðastrand-
arsýslu, Skagafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafells-
sýslu. Á samkomum þessum voru fluttar ræður og kvæði, sungin vor-
og ættjarðarljóð, stundum jafnvel sýndur sjónleikur og glímt, einkum
á Norðurlandi. Bændaglímur á sumardaginn fyrsta eru reyndar
nefndar í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II 142). Auk þess var vita-
skuld dansað eftir því sem kostur var. Ein heimild getur þess, að
búfjársýningar hafi stundum verið haldnar á þessum degi, t. d. í
Fnjóskadal árið 1880, og það fylgir með, að í Höfðahverfi í Suður-
Þingeyjarsýslu hafi verið algengt að halda brúðkaupsveizlur á sum-
ardaginn fyrsta. Á einu svæði er þó samkomuhaldi afneitað með
öllu, en það er í Vestur-Skaftafellssýslu. Er það auðvitað í samræmi
við hitt, að þar var lagt kapp á að vinna tiltekið vorverk á þessum
degi, eins og áður sagði. Hinsvegar hafa börn komið þar saman til
leika og þeim þá líklega ekki verið skylt að taka þátt í erfiði hinna
fullorðnu. Gagnstætt þessu halda ungmennafélögin samkomu í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu, þar sem þó virðist hafa verið unnið sem aðra
daga, en vitaskuld getur slíkt farið saman.
Víða hefur það tíðkazt, að menn legðu á gæðinga sína þennan frí-
dag, heimsæktu kunningja sína og fengju sér brjóstbirtu um leið,
en allt virðist það einstaklingsbundið og fara einfaldlega eftir því,
hvort menn áttu reiðhesta á járnum og hvort veður var hagstætt til
útreiða. En engar heimildir hafa borizt um hópreiðar manna á
sumardaginn fyrsta. Heimsóknir til nágranna virðast annars nokk-
uð hafa viðgengizt á þessu degi, einkum í góðu veðri, ef samkomur
voru ekki haldnar, svo og meðal húsmæðra og eldra fólks, sem síður