Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 64
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skilið og lesið hverja bók, sem á því máli var rituð, enda voru
þeir fáu frítímar, sem liann gaf sér, notaðir til þess að nota slíkar
bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. I öllum handtökum sínum
var hann hinn mesti snillingur og bjó sjálfur til, án nokkurrar til-
sagnar, af eigin hugviti og handlagi öll þau verkfæri, er til bókbands
heyrðu.“
Jón Borgfirðingur gisti hjá Guðmundi á Minna-Hofi í bóksölu-
ferð 1861 og getur um gistinguna í dagbók sinni: ,,Var um nóttina
hjá Guðmundi bókbindara. Það er fallegt heimili og efnað. Hann er
góður bókbindari og snillingur til handanna, vel að sér og hagmælt-
ur, hneigður til öls.“r’
4
1 athugun gamalla bóka, sem gerð hefur verið við undirbúning
þessarar greinar, hafa margar bækur innbundnar af Guðmundi á
Minna-Hofi komið í heimtur. Sumum þeirra hefur frá upphafi fylgt
sú sögn, að Guðmundur hefði bundið þær inn. Vafalaust eru þær
þó miklu fleiri, sem leynast í opinberum söfnum, svo sem Lands-
bókasafni, og söfnum einstakra manna.
Heildarsvipur bókbands á þeim bókum, sem athugun mín hefur
náð til, er hinn sami. Bókband Guðmundar er af allra vönduðustu
gerð, miðað við nútíma bókband. Bundið er í alskinn og skinnið
fagurlega sútað bókbandsleður, innflutt. Á kili og hornum eru
gylltar eða blindþrykktar skrautfléttur, bókarheiti á kili. Á sumum
bókanna eru ártöl og fangamörk á spjöldum. 1 heild bera bæk-
urnar vitni meistara, sem ræður yfir efni, tækjum og tækni til að
vinna fullkomið verk á sínu sviði. Hér skal gerð nánari grein fyrir
bókum þessum:
1. í eigu Önnu Vigfúsdóttur frá Brúnum undir Eyjafjöllum eru
Passíusálmar (útg. Rvk. 1866), er áður voru í eigu móður henn-
ar, Valgerðar Sigurðardóttur húsfreyju á Brúnum. Bundið er
inn í dökkt alskinn, og framan og aftan á spjöldum eru fer-
hyrndir skrautreitir, blindþrykktir (ógyllt), byggðir á endur-
tekinni notkun sömu eða svipaðra skrautvafninga (jurta-
skreyti), er allir til samans mynda aðdáanlega heild. Skraut-
bekkur er með spjaldbrúnum báðum megin og skrautgeirar
í hornum. Útgáfuár bókarinnar gefur aldur bandsins til kynna,
og sjálft ber það með sér list manns, sem náð hefur fullkomnun
sinni.