Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 66
70 ÁHBÓK FOHNLEIFAFBLAGSINS 2. Svipað verk er á skrautbekkjum spjalda á spurningakveri Guð- rúnar Hermannsdóttur prófastsfrúar á Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, nema hvað gylling er þar að nokkru í stað blindþrykking- ar og gyllingin svo vel varðveitt, að líkt er og hún sé nýgerð. Skrautfletir eru engir á miðju spjalda, en í þeirra stað fanga- mark eiganda, G. H., og ártal, 1875. Á kili eru gylltar skraut- fléttur ofan og neðan við bókarheiti. Kverið er nú í eigu frú Ingunnar Thorarensen. Guðmundur á Minna-Hofi gaf börnum Hermanns Johnssons sýslumanns á Velli spurningakver þeirra bundin með þessum hætti og lét þess getið, að börn löðuðust fremur til þess að læra vel og sýna bókum sínum sóma ef þær væru fallega innbundnar. 3. Mun eldra band er að líkindum á Vídalínspostillu (útg. 1776) í eigu Þjóðminjasafnsins, sem ber þar safnnúmer 7543. Mikil gylling er á kili, bókarheiti, fangamörk, rósabekkir og skraut- rós, sem þrykkt er í þrjá reiti. Fangamörkin, L.G.S. og M.E.D., benda til þess, að bókin hafi verið í eigu hjóna, er hún var bundin inn, sem ætla má, að hafi verið um 1850. Síðar hefur hún væntanlega komizt í eigu Helgu Jónsdóttur á Hnausum í Meðallandi, og ber því vitni áletrun, sem límd er á saurblað: Helga á Hnausum, Meðalandi, borgað lrd. 32 s. L.G.S., M.E.D. Samanburður skreytingar á bókbandi við handrit Guðmundar bóksala frá 1902 leiðir í ljós, að þetta er verk Guðmundar á Minna-Hofi.c 4. Svipað verk og þó meira í borið er á Mynsters hugleiðingum (útg. 1839, Khöfn) í eigu Sigurðar Tómassonar á Barkarstöð- um í Fljótshlíð. 5. I eigu Hjörleifs Jónssonar frá Giljum í Mýrdal er Biblíukjarni sr. Kjartans Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum (útg. 1853) í skrautbandi forkunnargóðu. Framan á bókina er gyllt nafn eiganda, en aftan á hana er gyllt ártalið 1862. Hefur sr. Kjart- an verið 6 ára, er honum var gefin bókin, væntanlega af afa hans og fóstra, sr. Kjartani Jónssyni í Ytri-Skógum. Hiklaust má telja bandið verk Guðmundar á Minna-Hofi. 6. I eigu Þorbjargar Halldórsdóttur frá Strandarhjáleigu í Land- eyjum er Nýja Testamenti (útg. 1851, Rvk.) úr eigu föður hennar, Halldórs Guðmundssonar, óvenju vandað eintak og fagurt, bundið af Guðmundi á Minna-Hofi, og hefur nafn hans fylgt því frá byrjun. í gyllingu á kili er bókarheitið með gotn- esku letri og glæsilegar gylltar skrautfléttur ofan og neðan við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.