Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 55
BÓKBAND GUÐMUNDAR Á MINNA-HOFI 59 sál. liggur sem bónda og iðnaðarmann: Þegar hann um vorið 1836 tók við jörðinni eftir föður sinn, var þar hvorki neinn jarðeplagarð- ur né túngarður, túnið lítið, í óhirðingu, bæjarhús og útihús hrör- leg. En þótt hann væri fátækur og einyrki, var svo langt frá því, að hönum yxi í augum að byrja á endurreisn þessa óðals langfeðga sinna, að hann þá þegar tók til með frábærri atorku og hagsýni að byggja það upp og reisa úr rústum. Er það skjótt yfir sögu að fara, að í þau 30 ár, sem hann bjó á Minna-Hofi, umgirti hann túnið með snilldarlega hlöðnum og þráðbeinum sniddugarði, 600 faðma löng- um, og var með í ráðum og verki eftir að hann brá búi að framhalda hönum fyrir engjarnar á þann bóginn, sem búsmali sækir helzt á þær, og hefur það mjög bætt engjarnar. Bæinn reisti hann allsnotran, ásamt öllum húsum. Hann byggði fimm stóra jarðeplagarða og hafði þá til skiptis ár hvert fyrir róf- ur og jarðepli. Hann leitaði eftir mótaki og fann það gott og mikið við Rangá, skammt frá bæ sínum. Túnið sléttaði hann víða. Eftir hans dag var það að miklu leyti slétt og fullum þriðjungi stærra en þegar hann tók við jörðinni og í beztu rækt. Vorið 1853 lét hann taka brunn, 18 álna djúpan, þar af 11 álna berg, vegna þess, að vatns- sókning var óhæg, einkum á vetrum, þar eð brött brekka var á leið. Jörðin var undirorpin forardýjum, er fénaður drap sig í á vorin, þegar grænka tók. Ekki hætti Guðmundur fyrr en búið var að ráða bót á þessu, sumsstaðar með því að gera dýin að tjörn, aftur á móti, þar sem svo hagaði til, að ræsa þau fram og þurrka. Á yngri árum sínum hafði hann byssu sína með sér og var hinn vissasti skot- maður. Þegar sláttur var úti ár hvert, tók Guðmundur jafnan til iðju sinn- ar við bókbandið. Hafði hann venjulega nóg að starfa allan veturinn með útigegningum. En ef sú vinna þraut, fann hann ætíð uppá að búa til ýmsa gripi, svo hann eigi væri aðgjörðalaus, t. d. bréfaveski, öskjur, stokka o. s. frv.4 Einnig smíðaði hann í tómstundum sínum flestöll þau verkfæri, sem til bókbands þurfa. Þar á meðal gróf hann hátt á annað hundrað bókbandsstimpla og rullur, að mestu leyti af eigin hugviti, og þykir það öllum, er séð hafa, vera hið mesta snilldarverk og ekki standa á baki útlendu smíði. Líka gróf hann grafletur á 7 líkkistuskildi, og þótti það einnig ágætlega gjört. Hann var vel hagur á tré og smíðaði að miklu leyti sjálfur bæ sinn að innan og búshluti þá, er úr tré voru. Sömuleiðis gat hann brugðið fyrir sig járnsmíði, þegar á þurfti að halda. Á vetrum flutti hann bækurnar að sér og frá, alltaf gangandi, enda var hönum mjög
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.