Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 13
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
17
6. mynd. Stafur í göngum merktur C á
grunnteikningu; a vesturhlið, b norður-
hlið, c austurhlið.
a b c
er gróp sem endar í öðru spori ofarlega á stafnum. Stafhöfuð er með
samskonar frágangi og stafur C. Enn er stafur í göngum, merktur D,
með grópi á nyrðri hlið og striki á frambrún þeim megin, 14X7 sm
í þvermál. Hak eða spor er ofarlega á syðri brún hans. 1 þessum
staf situr gerðarleg sylla, 33,5X5,5 sm í þvermál, á stalli aftan og fest
í stafinn með trénagla (8. mynd og teikning VII, 8 og XVII).
Sunnan við þennan staf er enn annar gildari, 15,5X15 sm, með
þilgrópi á tveim hliðum, merktur E á grunnteikningu. Efst á honum
eru klofar fyrir syllu og bita (9. mynd og teikning XV). Bitinn
sem gengur ofan í þennan staf er með grópum að ofan og neðan og
settur strikum á öllum brúnum, ess-laga í sniði, strikgerð sem við
eigum eftir að kynnast betur í stofu. Tekið er ofan af syllunni fyrir
bitaendann, sem er minnkaður og gengur eins og tappi yfir sylluna
og í gegnum stafklofann. Á syllunni sést víða í naglagöt. Hún er
breiðust nyrst en mjókkar eftir því sem sunnar dregur.
Auk þeirra viða er nú eru nefndir í göngum og sýna gömul smíða-
ummerki er að nefna sperrulegg við norðurenda norður-suður ganga.
Hann ber sömu ummerki og bitinn sem nú var síðast nefndur.
Göngum nú til stofu. Tóftin er 3,70—3,90X6,20—6,80 m, innan
stafa 3,40—3,55X6,00 m, hæð í mæni 4,10 og stafahæð 2,30—2,35 m.
2