Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 104
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS það hafi verið ritgerð Árna Thorlacius, Skýringar yfir örnefni l Landnámu og Eyrbyggju, að svo miklu leyti, sem við kemur Þórsnes þíngi hinu forna, sem birtist 1861 í 2. bindi af Safni til sögu Islands. Þorsteinn hefur áreiðanlega lesið þessa grein og á einum stað í sinni ritgerð vitnar hann í Safn til sögu íslands, svo að haft liefur hann það rit eða átt aðgang að því. Trúlegt er að ritgerð Árna Thorlacius hafi vakið Þorstein til vitundar um að hann gæti sjálfur gert nokkuð svipað, nefnilega skrifað um örnefni Svarfdælu og heima- sveitar sinnar, og jafnframt orðið honum fyrirmynd um vinnubrögð og tilhögun. Vera má að hann hafi jafnvel hugsað sér ritgerðina til birtingar í Safni þótt ekki yrði úr. Þegar Árbók fornleifafélagsins fór að koma út upp úr 1880 tóku brátt að birtast í henni ritgerðir um staðfræði sagnanna. Ef til vill hefur Þorsteinn haft veður af þessu, þótt ekki verði séð að hann hafi verið félagi í Foi-nleifa- félaginu. Víst er að nú loksins tekur hann sig til og sendir Sigurði Vigfússyni hina gömlu ritsmíð sína. Hann á þá heima í Glæsibæ og þaðan skrifar hann Sigurði bréf með ritgerðinni, dagsett 11. júlí 1887. 1 bréfinu segir Þorsteinn þetta um ritgerð sína: „Hér með sendi ég yður sem formanni forngripa og fornleifafélagsins .... skýringar yfir örnefni í Svarfdælu, sem eru eftir mig eins og ég veit þau réttust en eru nú ekki samt svo vel úr garði gjörð sem ég vildi, einkum hvað stafsetning viðvíkur, þar ég var orðinn sjónlítill þegar ég ritaði þær, eða réttara sagt yfirfór það aftur nú. Líka getur það verið fáein atriði sem ég veit nú betur, sem ég hef drepið að sönnu á í skýringunum en ekki fullyrt, sem ég álít nú engum efa bundið, t. d. þar sem sagt er að Ljótur hljóp í gilið undan Guðmundi ríka, þá hefur það sjálfsagt verið Hofsgil, því önnur gil geta það ekki verið, þar þau eru þar hvergi vond til“. Þorsteinn víkur að fleira í bréfinu, meðal annars því að hann hafi áður verið forngripasafninu innan handar en nú megi búast við að þetta verði það síðasta, þar eð hann sé orðinn næstum blindur. Hann átti þó enn langt líf fyrir höndum, en sannspár var hann um það að þetta væru síðustu skipti sín við forn- gripavörðinn. Sigurður Vigfússon skrifaði Þorsteini vingjai-nlegt svarbréf hinn 27. sept. 1887, þar sem hann þakkar fyrir „skýrslur yðar um Svarfdælu; þær geta komið til gagns síðar, ef sú saga væri rannsökuð, en hún er mjög afbökuð orðin“ (bréfið í ÍB 843 8vo). 1 samræmi við þetta hefur Sigurður svo lagt kverið til hliðar, og síðan hefur það legið ónotað með gögnum Fornleifafélagsins í Þjóð- minjasafni Islands. En áður en handritið var sent suður hafði það látið eftir sig nokkur merki, þótt hingað til hafi því ekki verið gaumur gefinn, og skal nú frá því greint. Kr. Kálund nefnir í sögustaðalýsingu sinni, Bidrag til en historisk-topo- grafisk Beskrivelse af Island II, Kbli. 1879, bls. 93 nm., handskrifaða syrpu um staðfræði Svarfaðardals í eigu séra Páls Jónssonar á Völlum, „nogle hánd- skrevne samlinger til Svarvadardalens topografi (i pastor Povl Jonssöns be- siddelse) “. Ekki gerir hann neina frekari grein fyrir þessu riti en vitnar óspart í það á næstu blaðsíðum í bók sinni. Þessa getur Jónas Kristjánsson í útgáfu sinni af Svarfdælu í fslenzkum fornritum IX, 1956, bls. 156. Fúslega vildi maður vita meiri deili á þessu óþekkta riti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.