Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 95
FÖNG TIL BÚMARKAFRÆÐI
99
Sýnishorn af búmörkum. 1 efri röð eru fimm búmörk sem klöppuö eru í bergvegg
Seljalandshellis undir Eyjafjöllum. f neðri röö eru þrjú þau fremstu frá Stóru-
borg, hið fremsta á kútbotni, hin tvö á snælduhölum, öll i eðlilegri stærð; fjórða
búmarkið er í lielli í Ystheiði á Ytri-Sólheimum, 11,5 sm á hæð.
og krossmark. Ekki vissi Sigurjón Jóhannsson bóndi í Koti, hvaðan
þessar hagldir höfðu borist í bú föður hans.
Viðarmark á Kvískerjafjöru í Öræfum er kló, en Björn Pálsson
bóndi á Kvískerjum merkti einnig með henni ýmsa búshluti sína.
Um þetta segir Sigurður á Kvískerjum sonur hans í bréfi 11. sept.
1975: „Klóin var notuð sem merki á amboð, kvíslar, rekur og
hagldir . . . Faðir minn hafði kló sem merki í markaskrá, að vísu ekki
rétt prentað, en var aldrei öðruvísi en kló. Það var þó aldrei notað
sem brennimark, heldur bara skorið á horn kinda sem faðir minn
keypti og því lítið notað, enda voru kindurnar brennimerktar með
B. P. s„ þegar tími vannst til.“ Ég hef fyrir framan mig Markaskrá
Austur-Skaftafellssýslu 1939, þar sem umrætt mark er að finna.
Prentsmiðjan hefur orðið að steypa markið sérstaklega og gert það
þannig að leggur er upp úr klónni. Þetta er því sú gerð af marki sem
ég hef vanist að nefnt væri fuglsfit.
Heimildin frá Kvískerjum leiðir til þeirrai’ spurningar hvort
búmörk miðalda kunni almennt að hafa verið rist eða brennd
á sauðarhorn. Heldur er það ólíklegt þótt fleira bendi að sönnu
aðeins til þeirrar áttar. Kross í Landeyjum átti krossmark
fyrir viðarmark. 1 markaskrá Rangárvallasýslu 1899 tilfærir Einar
Nikulásson bóndi á Krossi krossmark sem brennimark, auk fanga-