Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 38
42 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS í byggingu þessa bæjar að hafa sætt tíðindum. Annars var ekki af Skúla fógeta að vænta. Hann er framúrstefnumaður í bæjarbyggingu eins og í hverju því er hann tók sér fyrir hendur. Ekki er auðvelt að skyggnast inn í hug þessa mikla manns, reyna að gera sér grein fyrir hvers vegna hann valdi þessa leið, en ekki einhverja aðra. Þó býður mér í grun að í bæjarskipun hans gæti að einhverju skaft- fellskra áhrifa. Skúli hafði verið sýslumaður suður þar um þriggja ára skeið áður en hann fór norður. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur slíkur raðabær þegar verið til orðinn í Skaftafellssýslu um miðja 18. öld, a. m. k. segir í Ferðabók Eggerts og Bjarna að húsum sé „fagurlega skipað á bæjum og sérstaklega þó í Skafta- fellssýslu, þar sem margir bæir eru reistir saman á einni jörð. Bæirnir eru áfastir og standa húsin öll í einni röð“.10 Meðan flestir létu sér nægja að byggja upp eitt og eitt hús í senn eða endurbæta, hafði Skúli Magnússon bæði þau efni og þann stórhug að byggja alveg frá grunni. Ekki er að sjá að bæjarskipan Skúla hafi haft nein áhrif á húsa- gerðarþróun hvorki í héraði né fjórðungnum, hvað þá á landinu öllu; til þess var hann of langt á undan sinni samtíð. Grunnmynd Stóru-Akra frá tíð Skúla líkist heldur ekkert þeirri frægu skipan er séra Guðlaugur Sveinsson prófastur í Vatnsfirði kom á flot síðar og varð svo vinsæl eða tímabær að hún náði verulegri útbreiðslu í öllum fjórðungum landsins utan þeim nyrsta. Eitt hús í bæjarþorp- inu á Ökrum hefur þó vakið verulega athygli á sínum tíma og valdið á vissan hátt byltingu í húsaskipan norðanlands, en það er stofan. Fyrsta skref í átt til burstabæjargerðar var einmitt stigið á 18. öld og var í því fólgið að stofunni var snúið fram á hlað og í hana settur timburstafn. Elsta heimild mér kunn um þessa breytingu er að vísu úr öðru landshorni. Rétt fyrir 1755 er byggð slík stofa í Gaulverjabæ í Flóa.11 Næst í röðinni er þá stofan á Mælifelli í Skagafirði, reist árið 1762.12 Síðan hver af annarri um land allt og yrði of langt upp að telja. Ég er ekki að halda því fram að Skúli Magnússon sé höfundur þessarar breytingar. Bæði er það að stofa Skúla er í öðru samhengi en allar hinar, þ. e. a. s. það er aðeins stofan sem tekur verulegum breytingum á þeim prestssetrum sem ég hefi heimildir um, en á Stóru-Ökrum öll frambæjarhús. Breytingin hlýtur að eiga sér dýpri rætur en svo að einn maður ráði. Hinsvegar er það einhver einn sem fyrst skynjar það sem í aðsigi er, verður sá steinn sem kemur skrið- unni af stað. Eins og sakir standa verður því þó ekki mótmælt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.