Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 81
ELSA E. GUÐJÓNSSON OG BERNT C. LANGE
„TEIGSKIRKJU TILEINKUГ
íslensk kirkjuklukka, norsk matmáláklukka
Tilviljanir geta leitt sitt hvað furðulegt í ljós. Vorið 1974 lét
eigandinn að búgarðinum Kongshov í Grue, Solor í Noregi, taka ofan
matmálaklukku bæjarins í öryggisskyni. Gafst þá tækifæri til þess
að rannsaka klukkuna nánar. Kom niðurstaða rannsóknarinnar mjög
á óvart. Klukkan er af venjulegri stærð af matmálaklukku að vera:
31 cm að þvermáli og 24 cm á hæð, að viðbættri 8 cm hárri krónu, þ. e.
alls 32 cm, en á klukkunni er áletrun sem segir nokkra sögu. Á
klukkuna er letrað:
KLVCKAN . AF. S. R. HIALLTA. IONE . PAALE . OG . GUNLA .
VGE . IONS . SONVM . TEIGS . KIRKIV . TIL . EINKVD .
ANNO 1705.
þ. e. klukkan af séra Hjalta, Jóni, Páli og Gunnlaugi Jónssonum
Teigskirkju tileinkuö anno 1705. Hér er reyndar komin íslensk
kirkjuklukka sem borist hefur til Noregs. Ekki er Ijóst með hvaða
hætti þetta hefur gerst. Við könnun á íslenskum heimildum hafa
hins vegar eftirfarandi atriði komið fram.
Einungis einn kirkjustaður á landinu ber nafnið Teigur, en það
er Teigur í Fljótshlíð. Þar bjuggu undir miðja 17. öld Hjalti bóndi
Pálsson og seinni kona hans, Elín Eiríksdóttir, lögréttumanns á Bú-
landi Sigvaldasonar. Þeirra sonur var Jón, fæddur 1643. Jón missti
föður sinn ungur, en móðir hans giftist aftur séra Gunnlaugi Sig-
urðssyni í Saurbæ í Eyjafirði, og fluttist Jón með henni norður.
Hann lærði í Hólaskóla, nam guðfræði í þrjá vetur við háskólann í
Kaupmannahöfn, og var eftir heimkomu sína þaðan 1668 í fyrstu
heyrari á Hólum. Ái*ið 1673 vígðist hann aðstoðarprestur stjúpföður
síns að Saurbæ, tók við prestsskap þar eftir hann 1685 og hélt til
æviloka 1705. Um lát séra Jóns er getið í ýmsum heimildum. Er