Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 145
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1974
149
á Akranesi var kútterinn keyptur, en hann er nær því sá eini gömlu
íslensku kútteranna sem enn er til, og er áfonnað að gera hann
vandlega upp sem safngrip og láta hann standa á landi hið næsta
safninu. Fékk safnið sérstaka fjárveitingu úr ríkissjóði svo að hefja
mætti viðgerðina eins og fyrr getur.
Ekki var þó búið að setja upp neitt sem heitið gæti af safngripum
í húsunum, en til stendur að tæma gamla safnhúsið og færa það
síðan í það horf sem það var upphaflega í.
Umtalsverður áfangi náðist í viðgerð Norska hússins í Stykkis-
hólmi er lokið var viðgerð þess að utanverðu. Aðeins er eftir að
smíða útihurð, en húsið lítur nú mjög vel út og er mikill munur á
því nú og hvernig það var komið fyrir viðgerðina.
Ákveðið er nú að reisa viðbyggingu við Kirkjuhvol, liús Minja-
safnsins á Akureyri, og voru framkvæmdir hafnar við grunninn um
haustið. Teiknistofan Höfði, Reykjavík, hefur teiknað viðbygginguna,
sem er kjallari og hæð, en reynt var að gera viðbygginguna sem minnst
áberandi þar sem svæði þetta er fyrirhugað að varðveita óbreytt
eða lítt breytt frá því sem nú er.
1 Skógum var komið upp geymsluhúsi skammt frá safninu til að
hýsa þar stóra hluti sem ekki voru tök á að koma í safnhúsið sjálft.
Var þar settur inn bátur með brimsandalagi, svo og bátur með fær-
eysku lagi, báðir úr Landeyjum, ásamt öðrum hlutum.
Munir Byggðasafns Vestmannaeyja voru fluttir úr Þjóðminja-
safninu og út í Eyjar um sumarið, nema hvað málverk safnsins ei'u
enn hér í geymslu.
Um sumarið var lokið viðgerð húss Bjarna Sívertsens í Hafnar-
firði, utan hvað eftir er að byggja smáskúr aftan við húsið. Var
unnið af kappi við húsið allan seinni hluta vetrarins og þar til við-
gerð lauk og sá Bjarni Ólafsson um smíðaverkið og unnu það einkum
Gunnar Bjarnason og Leifur Hjörleifsson. Er húsið nú hið glæsi-
legasta og hefur viðgerðin yfirleitt tekist prýðilega. — Jens Chr.
Varming arkitekt, sem vinnur á teiknistofu Karsten Ronnows í
Kaupmannahöfn, kom seinni hluta veti-ar og sagði fyrir um loka-
áfanga viðgerðarinnar.
Húsið var formlega opnað laugardaginn 20. júlí að viðstöddum
forsetahjónunum og mörgum gestum öðrum svo og heimafólki. Hafði
verið komið fyrir í húsinu ýmsum munum úr eigu Bjarna Sívertsens
eða tengdum honum og voru sumir fengnir að láni. Þjóðminjasafnið
lánaði til frambúðar stóla og skatthol úr eigu Bjarna og nokkra silfur-
muni úr hans eigu til skemmri tíma. Þá lánaði frú Áslaug Sívertsen