Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 145

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 145
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1974 149 á Akranesi var kútterinn keyptur, en hann er nær því sá eini gömlu íslensku kútteranna sem enn er til, og er áfonnað að gera hann vandlega upp sem safngrip og láta hann standa á landi hið næsta safninu. Fékk safnið sérstaka fjárveitingu úr ríkissjóði svo að hefja mætti viðgerðina eins og fyrr getur. Ekki var þó búið að setja upp neitt sem heitið gæti af safngripum í húsunum, en til stendur að tæma gamla safnhúsið og færa það síðan í það horf sem það var upphaflega í. Umtalsverður áfangi náðist í viðgerð Norska hússins í Stykkis- hólmi er lokið var viðgerð þess að utanverðu. Aðeins er eftir að smíða útihurð, en húsið lítur nú mjög vel út og er mikill munur á því nú og hvernig það var komið fyrir viðgerðina. Ákveðið er nú að reisa viðbyggingu við Kirkjuhvol, liús Minja- safnsins á Akureyri, og voru framkvæmdir hafnar við grunninn um haustið. Teiknistofan Höfði, Reykjavík, hefur teiknað viðbygginguna, sem er kjallari og hæð, en reynt var að gera viðbygginguna sem minnst áberandi þar sem svæði þetta er fyrirhugað að varðveita óbreytt eða lítt breytt frá því sem nú er. 1 Skógum var komið upp geymsluhúsi skammt frá safninu til að hýsa þar stóra hluti sem ekki voru tök á að koma í safnhúsið sjálft. Var þar settur inn bátur með brimsandalagi, svo og bátur með fær- eysku lagi, báðir úr Landeyjum, ásamt öðrum hlutum. Munir Byggðasafns Vestmannaeyja voru fluttir úr Þjóðminja- safninu og út í Eyjar um sumarið, nema hvað málverk safnsins ei'u enn hér í geymslu. Um sumarið var lokið viðgerð húss Bjarna Sívertsens í Hafnar- firði, utan hvað eftir er að byggja smáskúr aftan við húsið. Var unnið af kappi við húsið allan seinni hluta vetrarins og þar til við- gerð lauk og sá Bjarni Ólafsson um smíðaverkið og unnu það einkum Gunnar Bjarnason og Leifur Hjörleifsson. Er húsið nú hið glæsi- legasta og hefur viðgerðin yfirleitt tekist prýðilega. — Jens Chr. Varming arkitekt, sem vinnur á teiknistofu Karsten Ronnows í Kaupmannahöfn, kom seinni hluta veti-ar og sagði fyrir um loka- áfanga viðgerðarinnar. Húsið var formlega opnað laugardaginn 20. júlí að viðstöddum forsetahjónunum og mörgum gestum öðrum svo og heimafólki. Hafði verið komið fyrir í húsinu ýmsum munum úr eigu Bjarna Sívertsens eða tengdum honum og voru sumir fengnir að láni. Þjóðminjasafnið lánaði til frambúðar stóla og skatthol úr eigu Bjarna og nokkra silfur- muni úr hans eigu til skemmri tíma. Þá lánaði frú Áslaug Sívertsen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.