Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 35
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM 39 12. Skálinn hafði Jón heyrt, að hefði verið með lofti og gólfi og alþiljaður eins og stofan. Gangur hafði verið í hann úr bæjardyrum. 13. Þilstafnar voru fram á hlaðið á öllum framhúsunum. Fjós var á Ökrum þegar Jón var þar, sem talið var frá tíð Skúla og byggt af honum. Fjósið tók 10—12 nautgripi og var viðað að sama skapi og bæjar- húsin. Þó hélt Jón að ásarnir í fjósinu tækju öðrum viðum fram. Fylgdu þeim þau munnmæli, að Skúli hefði ekið þeim fram vötnin og í bakkann niðrundan Ökrum. Um vorið hefði svo Skúli látið setja tré þessi upp á gráa meri, 19 vetra, er hann átti, hverju hrossi vænni og gamla reiðmeri. Dróst sú gráa með trén upp undir túnið og hné þar dauð niður. Rétt er nú að líta ögn nánar á húsalýsingu Jóns blinda og grunn- myndarriss Péturs á Gautlöndum (teilming XIX). Vart þarf að taka það fram hvílíkur fengur er að vitnisburði Jóns. Trúverðugur blær er yfir honum og í meginatriðum hlýtur lýsing og mynd að vera rétt. Þó er ýmislegt sem ekki kemur heim og saman við athugun á húsunum nú og þarf engan að undra. Mál á stofu og bæjardyrum standast ekki alveg. Bæjardyrnar telur Jón vera 12X6 ál. Að öllu jöfnu ætti að gera ráð fyrir því að hann noti danska en ekki íslenska alin. Rétt er þó að athuga báða möguleika. Jón segir bæjardyra- og stofutóftirnar jafnstórar, 12X6 álnir. Af grunnmyndinni að dæma virðist miðað við innanmál torfveggja og stafnþilja. I umreikningi eru 12X6 álnir danskar 7,52X3,76 m, en íslenskar 6,84X3,42 m. Bæjardyratóftin innan torfveggja og framstafns er nú 5,75 m að lengd að þilstafninum innanverðum en 3,40—3,45 m á breidd. Hér virðist breiddin koma heim og saman, séu notaðar íslenskar álnir, en lengdin ekki. Stofutóftin er nú 3,70—3,90X6,25 m. Hér er hvorki lengd né breidd eins og hjá Jóni. Bersýnilegt er að hann misminnir um lengd húsanna. Jón blindi telur þau jafnlöng, en bæjardymar eru styttri og þykir mér trúlegt að svo hafi alltaf verið. Annað tortryggilegt í frásögn Jóns blinda er sú fullyrðing hans að skarsúð hafi verið bæði í lofti bæjardyra og stofu, ekki síst að súðin hafi náð niður á veggi að innanverðu. Vel má vera að stofan á Stóru-ökrum hafi einhverntíma verið með skarsúðarklæðningu. Hitt er augljóst, sé sú ályktun rétt sem hér að framan var dregin um upp- haflega innréttingu stofunnar, að þá hlýtur stólpaþil og reisifjöl að hafa verið á henni í upphafi, og nú er reisifjöl bæði á stofu og bæjar- dyrum. Smíð sú, sem Jón blindi segir hafa verið á stofu Skúla, er ákaflega gróf og á sér enga samsvörun við þá smíð sem mér er kunnugt um af fomum úttektum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.