Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 18
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS III Væri ég spurður hvaðan þilið á 3. mynd væri og liti snöggt til, segði ég það vera úr norskri stafkirkju, þó að því tilskildu að hin grófa smíð stigans sæist ekki. Það eru áreiðanlega engar öfgar að telja þiljur þessar til fágætis í íslenskri trésmíð. Mér vitanlega er aðeins á einum stað öðrum til sambærilegt smíðavirki, en það er á Keldum á Rangárvöllum. Það er einkenni norska stafverksins að þilin ganga í heilu lagi frá syllu eða bita til aurstokks, eru einföld, felld inn í húslaupinn, sem er sýnilegur jafnt utan frá sem innan. Samsetning og gerð norskra stafverksþilja er einkum með tvennum hætti. Aðalgerðin er sú að hvert borð er með grópi og kambi (teikning XIII, neðri mynd). Önnur gerð er þar og þekkt, en ekki eins útbreidd og e. t. v. eldri. Þar er greyping á báðum hliðum á öðru hverju borði, en hitt er einskonar fleygur í þilborðslíki er gengur í grópin (teikning XIII, efri mynd). Við sjáum undireins að þiljurnar frá Stóru-Ökrum eru af þessari ætt. Nú er hinsvegar sá munur á að þilborðin á teikning- unni norsku landa öðrumegin og þá innanvert, eins og t. d. á Keldum (teikning XI, 7). Á Stóru-Ökrum gegnir öðru máli: Grópborðin mynda stalla í þilið beggja vegna (teikning VI og XI, 5). Til þess að finna samanburðardæmi við þiljurnar á Stóru-Ökrum þarf að fara austar og reyndar einnig vestur, alla leið til byggða Grænlendinga hinna fornu. Á sínum tíma gerði svíinn Emil Ekhoff athugun á viðarþiljum horfinna sænskra stafkirkna. I bók hans Svenska stavkyrkor má finna fjölda þilleifa sem hafa verið settar saman líkt og á Stóru-Ökrum, með þykkri grópþilju og þynnri fleyg- þilju á víxl. Þiljurnar frá Vánga eru að vísu efnismeiri og fleyg- borðið er ekki flatt að innanverðu né grópborðið að utan. Engin strik eru heldur á þessum borðum (teikning XI, 4). Frá Is- lendingabyggðum á Grænlandi eru a. m. k. komnar þrjár grópþiljur af þessari gerð, frá Sandnesi í Vestribyggð, Austmannadal nr. 51 í sömu byggð og eitt sem sýnt var hér á Grænlandssýningu fyrir nokkrum árum og mér er ókunnugt um hvaðan er (teikning XII, a). Grænlensku þilborðin standa nær þeim íslensku gerðþróunar- lega heldur en þeim sænsku, eru efnisminni og sett strikum. Þilið í bæjardyraportinu á Stóru-Ökrum sker sig þó að einu leyti alveg úr; grópþiljurnar eru strikaðar beggja vegna. Þær hljóta því að hafa verið úr skilrúmsþili. Tæpast mun vera nema um tvo staði að ræða í hinu íslenska torfbæjarþorpi, þar sem þilborð af þessari gerð hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.