Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fremstu göngum séu úr brunanum komnir, þ. e. a. s. hafi verið
annaðhvort í eldhúsi eða búri áður en þeir komu í göngin, nema að
eldurinn hafi náð alla leið til fremstu ganga. Hafi þeir staðið annað-
hvort í búri eða eldhúsi, þá er nokkurn veginn víst að þaðan eru þeir
komnir úr enn öðru húsi. Sú ályktun er dregin af þeirri staðreynd
að viðirnir eru strikaðir. Tæpast er að vænta strikaðra viða í slíkum
húsum. Hafi hinsvegar eldsloginn náð alla leið fram í fremri göng,
þá eru allir viðir í miðgöngum settir eftir brunann. Hvort heldur
er, má spyrja sem svo: Úr hvaða húsi eru þessir viðir komnir í
upphafi? Við skulum athuga þá nánar. Það er augljóst að viðirnir
í stofunni, þ. e. a. s. bitar og sperruleggir, bera engin merki þess að
eldur hafi nálægt þeim komið. Þeir gætu því lengi hafa verið þar,
a. m. k. eru þeir ekki samtímis gangaviðunum í eldhúsi eða búri
þegar þar brennur. Fyrst er þá að reyna að gera sér grein fyrir
hvaða hlutverki hvert tré hefur gegnt í upphafi.
Ef litið er á stað strikanna má skipa viðum þessum í tvo hópa:
Þá sem hafa tvö strik á hliðum og þá sem hafa eitt strik (teikning
VII). Samkvæmt því sem ég hef séð annarsstaðar eru bitar yfir-
leitt tvístrikaðir en sperrur einstrikaðar. Sé litið á stöðu viðanna
í stofunni nú kemur þetta heim og saman. Augljóst er og að bitarnir
þar hljóta ávallt að hafa verið þvertré í húsi. Þeir eru of langir til
að hafa verið sperrur og tæpast syllur, sem eru bæði breiðari og
mjórri og ekki strikaðar nema á einni hlið. Sperruleggir eru þrír.
Tveir gróplausir en einn með grópi að ofan og neðan og auk þess
óskafinn á einni hlið. Tveir þeir fyrstu hljóta að hafa verið sperru-
leggir frá upphafi. Sá síðasttaldi hinsvegar ekki, ef grópin eru upp-
runaleg. Hægt væri að fallast á að hér væri sperruleggur kominn,
ef grópið væri bara öðru megin. Annað atriði styður og þá tilgátu
að þetta tré sé ekki sperruleggur heldur biti. Það stendur að breidd
og þykkt nær bitunum en sperruleggjunum og er auk þess tvístrikað,
er þá að öllum líkindum endabiti, þar sem hann er óskafinn á annarri
hlið. Sé þetta rétt er augljóst að sperruleggur þessi er aðskotadýr 1
stofunni. Sé litið fram í göng er þegar sagt frá því að syllan syðri
í fremstu göngum ber merki þess að ofan að hún hafi í eina tíð
verið notuð sem sperra. I henni eru stallar fyrir skarsúð og spor,
að því er virðist fyrir langband. Þetta gæti bent til þess að sperru-
leggur þessi hafi verið tvínotaður, því hæpið er að langband sé notað
undir skarsúð. I öllu falli er syllan sperruleggur áður en hún
kemur í göngin. Annað atriði styður þetta. Strikið á henni grynnist
í annan endann, þann nyrðri, og gengur út í ekki neitt, sem bendir