Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fremstu göngum séu úr brunanum komnir, þ. e. a. s. hafi verið annaðhvort í eldhúsi eða búri áður en þeir komu í göngin, nema að eldurinn hafi náð alla leið til fremstu ganga. Hafi þeir staðið annað- hvort í búri eða eldhúsi, þá er nokkurn veginn víst að þaðan eru þeir komnir úr enn öðru húsi. Sú ályktun er dregin af þeirri staðreynd að viðirnir eru strikaðir. Tæpast er að vænta strikaðra viða í slíkum húsum. Hafi hinsvegar eldsloginn náð alla leið fram í fremri göng, þá eru allir viðir í miðgöngum settir eftir brunann. Hvort heldur er, má spyrja sem svo: Úr hvaða húsi eru þessir viðir komnir í upphafi? Við skulum athuga þá nánar. Það er augljóst að viðirnir í stofunni, þ. e. a. s. bitar og sperruleggir, bera engin merki þess að eldur hafi nálægt þeim komið. Þeir gætu því lengi hafa verið þar, a. m. k. eru þeir ekki samtímis gangaviðunum í eldhúsi eða búri þegar þar brennur. Fyrst er þá að reyna að gera sér grein fyrir hvaða hlutverki hvert tré hefur gegnt í upphafi. Ef litið er á stað strikanna má skipa viðum þessum í tvo hópa: Þá sem hafa tvö strik á hliðum og þá sem hafa eitt strik (teikning VII). Samkvæmt því sem ég hef séð annarsstaðar eru bitar yfir- leitt tvístrikaðir en sperrur einstrikaðar. Sé litið á stöðu viðanna í stofunni nú kemur þetta heim og saman. Augljóst er og að bitarnir þar hljóta ávallt að hafa verið þvertré í húsi. Þeir eru of langir til að hafa verið sperrur og tæpast syllur, sem eru bæði breiðari og mjórri og ekki strikaðar nema á einni hlið. Sperruleggir eru þrír. Tveir gróplausir en einn með grópi að ofan og neðan og auk þess óskafinn á einni hlið. Tveir þeir fyrstu hljóta að hafa verið sperru- leggir frá upphafi. Sá síðasttaldi hinsvegar ekki, ef grópin eru upp- runaleg. Hægt væri að fallast á að hér væri sperruleggur kominn, ef grópið væri bara öðru megin. Annað atriði styður og þá tilgátu að þetta tré sé ekki sperruleggur heldur biti. Það stendur að breidd og þykkt nær bitunum en sperruleggjunum og er auk þess tvístrikað, er þá að öllum líkindum endabiti, þar sem hann er óskafinn á annarri hlið. Sé þetta rétt er augljóst að sperruleggur þessi er aðskotadýr 1 stofunni. Sé litið fram í göng er þegar sagt frá því að syllan syðri í fremstu göngum ber merki þess að ofan að hún hafi í eina tíð verið notuð sem sperra. I henni eru stallar fyrir skarsúð og spor, að því er virðist fyrir langband. Þetta gæti bent til þess að sperru- leggur þessi hafi verið tvínotaður, því hæpið er að langband sé notað undir skarsúð. I öllu falli er syllan sperruleggur áður en hún kemur í göngin. Annað atriði styður þetta. Strikið á henni grynnist í annan endann, þann nyrðri, og gengur út í ekki neitt, sem bendir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.