Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 90
94 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Viðarmörkunum gömlu hef ég til mestra muna safnað á svæðinu frá Djúpavogi vestur til Þjórsár, en þó stendur sú skráning til bóta, m. a. með stoð í varðveittum viðarmörkum á gömlum húsaviðum. Frá eldri tíma er ýmsan fróðleik að finna um þetta efni, m. a. í Al- þingisbókum 17. og 18. aldar. Engin aðgengileg rannsókn er fyi’ir hendi um rekafjörur og rekaeignir, en hún hlýtur að verða tengd rannsókn á íslenskum almenningum og afréttum. Ætla má að þau mál hafi verið til meðferðar í samþykktum og lögum mjög snemma í íslenskri sögu og þá að einhverju leyti tengd hinum fornu landnám- um og réttindum þeirra. Trúartákn heiðins og kristins siðar eru nokkuð áberandi í viðarmörkum. Nefni ég þar til fuglskló, fuglsfit, kross, lykil og alþekkta skammstöfun IHS. Rúnastafir hafa verið notaðir sem viðarmörk, einir sér eða í bandrúnum. Skal þá horfið að því sem vera átti inntak þáttarins, búmörkum öðrum en fjármörkum. Búmark á sér langa og merka sögu hjá norrænum þjóðum. Það er til orðið af samfélagslegri nauðsyn sem helgun eignar. Hlutir bóndans gátu borist með mörgu móti út af heimili, í samskiptum heimila, í verkum, ferðum og flutningum og síðast en ekki síst í lánum, „Það er best að hver hafi sitt og þá hefur fjandinn ekkert,“ sagði gamla fólkið. Það lætur að líkum að bændur innan sama hrepps máttu ekki fremur eiga sammerkt í búmörkum en eyrnamörkum búfjár. Ný búmörk hefur því þurft að kynna og vottfesta til staðfestingar á gildi þeirra. Ekkert þarf að mæla gegn því að bændur byggðarlags eða kirkjusóknar hafi rist búmörk sín þar sem þau gátu verið fyrir allra augum og þá væntanlega eftir vissri reglu. Til iþess dugði laus eða föst fjöl í einhverju ákveðnu húsi. Ekki er fráleitt að gera því skóna að til hafi verið búmarkaskrár letraðar á skinn. Gera verður ákveðinn greinarmun á búmarki og eignarmarki — og þó er búmark eignarmark. Vinnukona, sem átti sér þráðarlegg, lét e. t. v. skora á hann upphafsstaf sinn, sem þá var eignarmark hennar. Sama máli gat gegnt um upphafsstaf á kinn vasahnífs í fór- um vinnupilts. Smiðir merktu sér áhöld sín með fangamarki sínu eða öðru eignarmarki. Eru um það fjölmörg dæmi, jafnvel frá nútíma. Líklegt er að hvert býli fyrri alda hafi átt sér búmark og siðurinn er vafalaust kominn austan um haf. Búmarkatíska íslenskra bænda á miðöldum er af sama toga og búmörk bænda á Norðurlöndum og bænda í miðaldabyggðum Grænlands, en þar hafa búmörk komið í leitirnar við fornleifarannsóknir. Til er stórt safn íslenskra búmarka frá fyrri öldum, svo sem fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.