Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 118
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stað. Svo stendur í sögunni: „Klaufi bað Karl fara upp í dalinn
(Svarfaðardalinn) til réttanna, en Karl kvaðst verða að fara út á
Strönd (Upsaströnd) til rétta. Klaufi ríður út eftir dal (á að vera
upp eftir dal, því Klaufi hefur komið frá Grund og farið fram
Svarfaðardal heim til sín) en Karl út á Strönd." Eftir sögunni
hefur Klaufi ekki viljað láta reka féð austur yfir ána, hverki það
sem hann átti sjálfur eður frændur hans, því þeirra byggð var
vestan ár, og svo hefur honum þótt Ljótólfur reka féð óskilsamlega,
þegar það var komið undir hans hendur. En lögréttin var á Hær-
ingsstöðum og því hafa fjallmennirnir viljað reka féð yfrum.
Hólmi er í ánni undan Hæringsstöðum eður suður og ofan frá Krók-
melnum [svo, líklega ritvilla?], sem Tröllhólmi heitir,31 og er það
sagt að þeir hafi barist þar, en ekkert vað er þar nú á ánni.
32. Hæringsstaðir: Þessi bær ber sama nafn enn og er að austan
í Svarfaðardal, skammt fyrir sunnan Búrfell. Þar bjó Hæringur.
18. kapítuli.
33. Klaufahlíð: Hlíðin fyrir ofan bæinn Klaufabrekku, nú oftast
kölluð Klaufabrekknahlíö. Þangað sóttu þeir litgrösin Ásgeirssynir,
Þorleifur og Ólafur, sem Svarfdæla gjörðist af. Vegur liggur upp
hlíðina og upp á Klaufabrekknadal, og er þar skarð í fjallið, sem
Klaufabrekknaskarö heitir. Þar er almannafjallvegur norður í Fljót
úr Svarfaðardal.
19. kapítuli.
34. Bakkavað: Vað er enn á ánni út og ofan undan bænum Bakka,
sem svo er kallað enn, og var það beinasta leið fyrir Ljótólf að
fara yfir ána þegar hann atlaði til Steindyra, sem skammt standa
suður og upp frá Bakkabæ.
varðveist að órofinni hefð. Kálund segir að nafnið „næppe er bevaret“
(II. bls. 94). En mér var sagt árið 1940 að svo hétu enn melar nokkrir niður
við á, milli Hæringsstaða og Búrfells, og kemur það heim við ummæli Þ. Þ.
Jónas Kristjánsson er á annarri skoðun í Eyfirðinga sögum 1956, bls. 171,
þar sem hann telur frásögn sögunnar sýna að Krókamelar hafi verið vestan
ár. Frásögnin er þó varla nógu skýr til þess að úr þessu verði skorið með
vissu.
31 Svo segir í örnefnaskrá Klaufabrekkna: „Tröllhólmi hét í Svarfaðardalsá
niður undan Klaufabrekkum. Hann var grasi vaxinn. En um 1887 braut áin
það síðasta af hólmanum og sjást hans nú engar menjar". — Um vatna-
vextina miklu 1887, sjá Ólafur Jónsson, Skriðuföll og snjóflóð, Akureyri
1957, I, bls. 441 og áfr.