Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 107
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
111
vestanverðu Svarfaðardalsár. Ekki vita menn til að bær hafi staðið
nálægt þessu örnefni, þó að í sögunni kalli „að Kambi“.
3. Hraun eður Hruni:3 Það bæjarnafn er ekki til í Svarfaðardal
og ekkert örnefni kennt við það, það ég veit, í þeirri sveit.
4. Skeggjastaðir: Líklega það bæjarnafn sem nú er almennt kallað
Skeggsstaðir. Sá bær er í Vallasókn.4
11. Icapítuli.
5. Steindyr: Bærinn hefur sama nafn enn og hefur verið í land-
námi Þorsteins skammt fyrir sunnan Grund, bústað Þorsteins svörf-
uðs. Það er sögn, að bærinn hafi staðið kippkorn utar og neðar, suður
og upp frá bænum Bakka. Eru þar girðingar vallgrónar og tóftir
margar og túnstæði gott. Eru tóftir þessar kallaðar Bakkakot.5 Og ef
þessi sögn er rétt, hefur bærinn Bakki verið byggður síðar úr Stein-
dyralandi. Steindyr standa nú suður og upp við Þverána að utan.
Er þar klettagil stórt og er líklegt að bærinn hafi fengið nafn sitt af
því, því líkt er og í dyr að sjá.
6. Vatnsdalshólmar og Víðirhólmar: Þessi nöfn eru nú ekki orðrétt
til,° en Vatnsdalshólar fram við Vatnsdalsá og Víóirvallalágar á
3 Nafnmyndina Hruni hefur Þ. Þ. eftir íslendinga sögum 1830 (þannig er hér
vitnað til Svarfdæla sögu, íslendinga sögur II, Kaupmannahöfn 1830),
bls. 138, þar sem hún er tekin upp sem lesháttarafbrigði, en það er að engu
hafandi, sbr. Svarfdælasögu 1966 (svo vitnað hér til Svarfdælasögu, Jónas
Kristjánsson bjó til prentunar. Rit Handritastofnunar Islands II. Reykja-
vik 1966).
4 Hér hefur Þ. Þ. upphaflega skrifað: þar var bústaður Höskuldar lögmanns,
en síðan strikað það út. Virðist hann hafa verið að gæla við þá hugmynd að
hinir dularfullu Höskuldsstaðir hafi verið þar sem Skeggsstaðir eru nú.
B I handriti Þ. Þ. stendur Bakkabakkakot, en það er vafalaust ritvilla, sem
skipting orðsins milli lína hefur valdið. í örnefnalýsingu Margeirs Jóns-
sonar í Örnefnastofnun Þjóðminjasafns eru þessar rústir aðeins kallaðar
Kot og um þær er þetta sagt: „Þar hefur líklega verið býli löngu fyrir manna
minni og annað nafn á því er nú gleymt. Þar eru allmiklar tóftir sem virðast
vera leifar af bæjarhúsum“. — Ekki má rugla þessu Bakkakoti saman við
rústir af húsmannsbýli sem byggt var á seinni hluta 19. aldar niðri á Bakka-
bökkum og kallað Bakkakot, en liélst við aðeins skamma hríð.
0 Þessi nöfn eru afbökun eða misritun í handritum sögunnar fyrir Vatnsdals-
liólar og Víðihólar, hið fyrra alþekkt enn, en hið síðara glatað. Þ. Þ. skrifar
Vatndalshólar og Vatndalsá (fellir niður s)., en þetta er sérviska sem hann
hefur bitið í sig og sést í fleiri nöfnum, t. d. Holtdalur fyrir Holtsdalur og
Dalbær fyrir Dalsbær. 1 þessari útgáfu ritgerðarinnar er s alls staðar bætt
inn í slík nöfn (sjá þó athgr. 36), því þetta er ekkert annað en uppátæki Þ. Þ.