Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og síðan bænahús. Þar hefur verið þingstaður Svarfdælinga frá alda
öðli til 1728 (þar til nú, segir þar). Má hér sjá forn merki til, sem
er lögrétta og offursteinn, heitir því hreppurinn Grundarhreppur."
Þessi offursteinn sést nú ekki, sem líklega hefur átt að vera blót-
steinn, en getur verið að hann sé í jörð sokkinn. Nú eru landamerki
milli Grundar og Ytra-Garðshorns í Blakksgerðisgarð hinn syðra.
Fyrrmeir var Ytra-Garðshorn kallað Grundar-Garðshom, og er lík-
legt að hvör tveggju Garðshornin hafi verið fyrrmeir byggð úr
Grundarlandi til forna. Þessar þrjár jarðir eru einar af Eyjafjarðar-
sýslu lénsjörðum.
10. Eikibrekka: Nú ókunnugt nafn, en auðráðið eftir sögunni að
eru brekkurnar suður og upp af Blakksgerði.
11. Eikisíki: Af sumum kallað svo enn vestasta kvísl í Svarfaðar-
dalsá, sem rennur undir melunum suður og neðan Grund, og hefur
tréð átt að vera dregið fram ána í Tunguna, þar sem skipið var
byggt.10
12. Skorðumýri, er nú oftast nefnd Skriðumýri, eins og líka stend-
ur í einu handriti af Svarfdælu, og hefur síðar fengið það nafn, því
Hofsáin hefur rifið annan farveg en hún hefur haft til forna, út
og ofan mýrina og borið á hana grjót. Þessi mýri er suður og ofan
frá Hofi og í Hofslandi gegnt Grund og ber það vel saman við
söguna.* 11 Þar var skorðað skipið Islendingur eftir það að það var
af útdrættinum, iB 841 8vo, líklega þó ekki gerð eftir frumbókinni, því að
í henni finnast ekki rök fyrir viðbót Þ. Þ. við ártalið 1728, þar til nú segir þar.
Olavius hefur fengið þær upplýsingar seint á 18. öld að Blakksgerði hafi
verið byggt ból áður og telur það því með eyðibæjum í Tjarnarsókn: „Blængs-
eller Klængsgerde, i Tunet hos Gaarden Grund; meenes i forrige Tider at
have tient til Trælleboelig". Telur hann staðinn byggilegan, en þó ekki
meira en svo (merkir hann með tveimur stjörnum). O. Olavius: Oeconomisk
Reise, II. Kbh. 1780, bls. 328. Blakksgerði byggðist loks 1898. Bærinn brann
þar 1934 og var þá byggt steinhús á öðrum stað, en í eyði fór jörðin um 1958.
Hún var talin hluti úr Grund og því nefnd Syðrigrund frá því um 1928.
10 Trúlegt virðist að örnefnið Eikisíki sé nýlega upp tekið eftir sögunni, sbr.
Eyfirðinga sögur 1956, bls. 156 nm. (Svo er hér vitnað til Svarfdæla sögu
í íslenzkum fornritum IX, útg. Jónas Kristjánsson, Reykjavík 1956). Nafns-
ins er ekki getið í ömefnaskrá.
11 Líklega er nafnið Skorðumýri tiltölulega nýlega upp tekið eftir sögunni.
Eins og Þ. Þ. segir kemur myndin Skriðumýri fyrir í uppskriftum sögunnar,
sjá Svarfdælasögu 1966, bls. xxv og xxix, og bendir það til staðþekkingar.
t örnefnaskrá frá 1958 tíundar Gísli Jónsson á Hofi aðeins myndina Skorðu-
mýri og virðist ekki þekkja afbrigðið Skriðumýri, þótt Þ. Þ. segi að svo sé
oftast nefnt.