Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 51
VÖKUSTAUR
55
Guðrún Eiríksdóttir úr Gullbringusýslu, f. 1894:
Vökustaur heyrði ég talað um, er ég var bam, á heimilum, sem
vinnuharka var mikil. Var sagt, ef húsbóndinn sá fólkið fara að
dotta við vinnuna, hefði hann sett smáspýtur í augnlokin, svo fólkið
gæti ekki látið augun aftur. (ÞÞ 3651)
Þorsteinn Jónsson, Úlfsstöðum, Hálsasveit, f. 1896:
Vökustaurar. Hefi heyrt talað um þá sem hið sama og augn-
teprur, en að sjálfsögðu ekkert til þeirra þekkt. (ÞÞ 3708)
Kristján Jónsson, Snorrastöðum, Kolbeinsstaðahreppi, f. 1897:
Ekki man ég eftir að hafa heyrt neitt kallað vökustaura, nema
þessar spýtur, sem augnalokin voru spennt upp með, og líka voru
kallaðar teprur. Gömul kona, sem dvaldi hér og komst á tíræðis-
aldur — tengdamóðir bróður míns — mundi eftir vökustaurum
og sá þá notaða, þegar hún var í bernsku. Hún talaði líka um
aukabita, þegar fólkið vakti, og það hefi ég líka heyrt annars-
staðar frá, en hún setti hann aldrei í samband við orðið vöku-
staurar. (ÞÞ 1750)
Jón J. Jósepsson úr Snæfellsnes- og Dalasýslu, f. 1897:
Vökustaur eða augnateprur. Þetta hef ég heyrt talað um, að hafi
verið sett í augu á fólki til að halda því vakandi við vinnu á vetr-
inum, sennilega ullarvinnu. (ÞÞ 3662)
Guðjón Gíslason, Breiðafjarðareyjar, f. 1915:
Það sagði amma mín mér, að vökustaur var notaður á Breiðafirði
þar sem hún ólst upp. Staurinn var stutt spýta, sem sett var við
augnalokin, svo þau lokuðu ekki sjóninni, er þau voru orðin það
þreytt, að þau gátu ekki haldizt opin, en reynslan sannaði það, að
þetta borgaði sig ekki og var fljótlega hætt. (ÞÞ 3675)
Emilía Biering, Barðaströnd, f. 1908:
Vökustaura heyrði ég ömmu mína tala um — þó ekki þekkti hún
þá af eigin raun. Þeir voru illræmd staðreynd. Amma var fædd
1852, og hafði haft spurn af slíkum pyntingartækjum hjá vinnu-
hörðum húsmæðrum, sem halda vildu hjúum sínum að verki lengur
en þrek þess entist til að vaka, og færu augnalok þess að síga
yfir augun, var gripið til þess ráðs að sperra þau upp með þar
til gerðum hæfilega löngum smáspýtum. En ill þótti vistin hjá
slíkum húsbændum. Orðið augnteprur heyrði ég ekki. (ÞÞ 3676)