Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 59
VÖKUSTAUR
63
en er hitt orðið tamara. Notkun augntepra var henni sýnd, en ekki
sá hún þær í almennri notkun. (ÞÞ 1524)
Hjalti Jónsson, Hornafirði, f. 1884:
Það tíðkaðist fyrr á árum að vinnufólki á heimilum var gerður
dagamunur með því að hafa kjöthátíð eða tilsvarandi matarbreyt-
ingu eitthvert kvöld að áliðnum vetri. Skyldi það vera þakklætis-
vottur húsráðenda fyrir vel unnin störf vinnufólksins á kvöldvök-
unum í skammdeginu .... Vökustaurinn var niðurlagður þegar
ég man fyrst. Heyrði gamalt fólk tala um hann. (Úr bréfi til Orða-
bókar Háskóla Islands 4. febr. 1965).
Ingunn Jónsdóttir, Suðursveit, f. 1882:
Tengdamóðir mín lét alltaf slátra geldri á og setti hana í kæfu,
sauð hana alla og mörinn með. Svo var kjötið brytjað í smábita.
Þegar búið var að færa það upp, var mörnum og bitunum hrært
saman og látið í trog eða kirnu og flotið brætt yfir, magáll og
bringukollur látið í heilu lagi í miðja kæfuna. Þetta kallaðist
stykkjakæfa. Tengdamóðir mín tók svo á kæfunni fyrsta dag
góu og gaf þá öllum vænt kæfustykki, sem hún lét fylgja hrís-
grjónagrautnum ofan í askinum. Sumir kölluðu kæfuna smálka,
en máltíðina vökustaur og daginn líka. (ÞÞ 2662)
Guðleif Jónsdóttir, Fljótshverfi, f. 1882:
Vökustaur var gefinn kl. 11 síðasta föstudag fyrir jól. Hann var
venjulega grjúpán og brauð með smjöri. Til er vísa um þetta og
er fyrri hluti hennar týndur:
Sumum á spýtu og sumum á stöng
svo sem baðstofan er löng.
Fengu þeir á spýtu, sem voru illa vakandi, en hinir á stöng.
Einnig var siður að rétta þeim, sem illa voru vakandi aftur fyrir
rass, svokölluð rassgjöf. Svona var þessi siður, þegar þær voru
ungar. (ÞÞ 1529)
Jón Sigurðsson, Fljótshverfi, f. 1892:
Vökustaur. Hans var minnzt með ríflegri matarskammti en aðra
daga, þó einungis væri um þann dag, einungis um sögusagnir að
ræða. (ÞÞ 3701)