Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 73
RÚST í HEGRANESI
77
bændur reistu tjald í tóftinni, tjölduðu búð sína? Óneitanlega væri
fróðlegt að athuga aðrar rústir á Hegranesþingstað til samanburðar
við þessa og myndi það eflaust auka líkurnar á að segja mætti með
vissu um hvort Hegranesrústin er tóft þingbúðar eða einhvers annars
mannvirkis.
VIÐAUKI
Skýrsla um skoðun á beinum úr uppgrefti í Hegranesi 20—24/6 1975.
011 eru beinin úr sauðkindum (nema nr. 1). Flest eru bein úr fullorðnum
kindum og eru það eingöngu ganglimir, sem kroppað hefur verið af og beinin
brotin til mergjar að því er virðist. A. m. k. 7 kindur — (nr. 5—18). Meðal
kindabeinanna eru bein sem virðast vera frá öðrum tíma og eru úr ungri kind,
líklega einni. Þau eru verr farin, þ. e. hafa ekki varðveist eins vel og gang-
limabeinin úr eldri kindunum. Ef til vill hefur kindin drepist á þessum stað.
Ekki verður neitt sagt um það eftir útliti þessara beina, en e. t. v. hefur verið
hægt að ráða í það af legu beinanna í jörðinni. — Þessi voru beinin:
1) Brot úr leggjarbeinum stórgrips (líkl. nautgr.). Hluti af mjaðmarspaða
nautgrips og tábein úr fullorðnum nautgrip.
2) Brot, flögur og mylsna úr mörgum rifbeinum, sem gætu verið úr einni
sauðkind öll, líkl. veturgamalli (ungri, en eldri en lambi).
3) 19 hryggjarliðir úr ungri kind (líkl. einni). Hér finnast öftustu hálsliðir,
brjóst-, mjóhryggjar- og spjaldhryggjarliður fremsti.
4) ' Hluti af mjaðmargrind úr sauðkind (líkl. ungri). Illa farið af rotnun.
2, 3, 4 og hluti af 18 gæti allt verið úr einni kind.
5) Herðablöð úr a. m. k. 5 kindum fullorðnum (10 herðablöð). Sum þeirra
herðablaða eru illa farin og lítið sést heillegt nema liðskálin.
6) Efri hluti 12 bógleggja (liðhöfuð með efsta hluta leggja). Allir virðast
þeir hafa verið brotnir (höggnir) til mergjar(?).
7) Neðri hluti bógleggja, 11 stk. (sbr. 5).
8) Efri hluti sperrileggja, 3 stk.
9) Neðri hluti sperrileggja, 2 stk.
10) Efri endi lærleggja, 13 stk.
11) Neðri endi lærleggja, 7 stk.
12) Efri endi langleggja, 8 stk.
13) Neðri endi langleggja, 7 stk.
14) Sperruhöfuð (alnbogabein), 2 stk.
15) Hælbein (,,konungsnef“), 10 stk.
16) Fimm völur (4 úr hægra fæti, 1 úr vinstra fæti).
17) Tvö tábein og fimm hnéskeljar úr fullorðnum kindum.
18) Brot úr leggjarbeinum, sem ekki verða greind frekar en það að þau eru
úr sauðkindum.
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, 17. júlí 1975.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir.