Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Tæplega. I svo veglegu húsi sem þetta tré hefur verið, sem sést á
strikuninni, hlýtur að hafa verið þil. Nú sést að þilgrópið er aðeins
öðrumegin og á parti, svo að sem stafur bendir þetta tré ekki til
þiljunar. En á bita gæti grópið hinsvegar verið eftir skilrúmsþil
og efra sporið eftir dyrustaf eða sængurstaf í skála. Nærtækast er
að sjálfsögðu að hugsa bitann hafa fylgt sama húsi og þiljumar
góðu fram í bæjardyrum.
1 stofunni á Stóru-ökrum er mest um vert að gera sér grein fyrir
hvernig hún hefur verið uppbyggð. Af þeim leifum sem enn sér fyrir
í stofu og annars staðar, í göngum og bæjardyralofti, er ekki annað að
sjá en að upprunalegir viðir stofunnar séu a. m. k. þessir: tveir stafir,
merktir F og G á grunnteikningu, heil miðsylla og tveir bútar, auk
þess tveir bútar úr neðri syllu, tveir bútar heilir og partar annað-
hvort úr sperrum eða bitum fram í göngum (10. mynd, teikning VIII
og IX). Á tappanum á stöfunum sést að þeir hafa staðið á aurstokk.
Eftirtektarvert er að engin strik eru á stöfunum frá neðri brún að
neðrisylluspori. Ég lít svo á að á þessu bili hafi bekkur verið. Hæðin,
36 sm, hæfir vel seti. Eins og áður er að vikið er tekinn grunnur
flái úr brúnum stafsins í strikbreidd báðum megin við miðsylluspor
og öðru megin neðrisylluspors. Samskonar flái er einmitt á syllunum
og úrtakið þar hæfir nákvæmlega við stafasporin. Þessi úrtök eru
á 1,25 m bili á syllunum, sem segir þá til um upprunalega stafgólfa-
lengd stofunnar. Þegar nú stafir og syllur eru sett saman, kemur í
ljós spjaldsúðarþil, eða póstaþil eins og það var líka kallað, þar sem
hvert spjald er 1,05X0,90 m, þ. e. a. s. þau sem í stofunni niðri voru.
Greinilegt er að loft hefur verið í henni, það sýnir bitasporið fyrir
ofan miðsyllusporið. Á loftinu, portloftinu hefur því líka verið
spjaldsúðarþil. Þar hafa þó spjöldin verið lægri eða u. þ. b. 55 sm.
Á hliðum stafs og syllu eru gróp sem spjaldþiljur hafa fallið í. Rétt
er að geta þess ennfremur að á baki syllna er úrtak á sama bili og
fláaúrtakið, þannig að stafir og sylla falla saman hálft í hálft. Það
sem meira er, hakastallur er á neðri brún spora og samsvarandi flái
á neðribrún syllu-úrtaksins, sem gerir þessa samsetningu enn traust-
ari og sýnir um leið að smiðurinn, sem þetta verk vann, hefur verið
vel skólaður. Mjög erfitt er við núverandi aðstæður að sjá frágang
á efri brún stafs, en það sem sést gæti bent til þess að blað hafi
gengið áður uppúr honum. Það hefur að öllum líkindum verið jafn-
hátt og sú sylla er þar hefur setið. Ekki er ólíklegt að hún hafi verið
sömu breiddar og hinar, þ. e. a. s. um 20 sm. Sé áætlað að aurstokk-
urinn hafi verið 15 sm á þykkt er hæð stofunnar undir bita 1,85 m