Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Síða 3
KÚAI3ÓT f ÁLFTAVERI VII
65
trénaglagöt og nærri öðrum endanum,
þeim sem stallaður er á kúptu hliðinni, er
cinnig högginn stallur þvert yfir sléttu
hliðina nokkuð skakkt við flötinn og
stefnu trcsins. Stallur þessi eða gróp er
rúmlega 7 cm breiður og 0 cm til 2 cm
djúpur.
Slétta hliðin er sótlaus nema helst í og
við stallinn, en allar aðrar hliðar trésins eru
kolsvartar af sóti. Nær stallaða endanum er
talsverður fúi sjáanlegur að ofan, neðan og
á annarri hlið, en að öðru leyti er tréð
sæmilega varðveitt. Var 1,80 til 2,70 m
austur frá dyrum.
2069. Höggvinn birkibútur. Var í rofum
í stofu.
2070. Fjöl. L. 33,8 cm, br. 18,2 cm, þ.
2,9 cnr. Fjölin cr að lögun eins og rétt-
hyrndur þríhyrningur, eru tvær hliðarnar
fram komnar vegna fúa, en sótlaus rönd
samhliða skcnrmstu hlið fjalarinnar bendir
til að þar kunni hún að hafa endað. Nagla-
gat er rétt fyrir ofan rönd þessa og á hlið
við það er hluti af naglagati í brotfleti lang-
hliðarinnar, annað naglagat er í sama
brotfleti rétt efst. Fjölin cr ákaflega fúin og
meyr, ysti oddi hennar hefur brotnað af
nýlega. Onnur hliðin er sótug mjög, en
hin sótlaus. Var um 3,90 m austur frá
dyrum.
2071. Fjöl. L. hæð 76-76,7 cm, br. mest
24,2 cm, þ. 2,3-2,7 cm. Þegar fjölin fannst
var hún nær jafnbreið öll, en ekki náðist
hún upp án þess að mikið brotnaði af
henni og er hún nú í annan enda aðeins 12
cm („upphaflega" var hún um 25 x 77
cm). Fjölin er mjög fúin og vatnsósa,
bakhlið ljós og hefur verið lítið sótug, en
raunar er nú aðeins lítið eftir af yfirborði
þessarar hliðar, en franrhliðin, sem má
heita vel varðveitt er kolsvört af sóti, nema
við breiðari endann, þar er sótlaus rönd
þvert yfir fjölina, en svo tæpt að hún sést
varla öðrum megin þar eð fjölin hefur
brotnað þannig og raunar um naglagat.
Fannst 2,25 m austur frá dyrum.
2072. Flatt tré svipað hluta af aktygja-
klafa séð frá hlið. L. 68,60 cm (mesta haf
69,2 cm), br. við skáflöt 9,45 cm og við
stýfða endann 9,81 cm, þ. 3,97 cm. Á
öðrum hliðarfletinum cr grunnt ólögulega
gert strik nærri íhvolfu brúninni. í gegnum
totu trésins við skáflötinn er gat og brotinn
trénagli í og stefnir lóðrétt á skáflötinn.
Nokkuð er af götum eftir trjámaðk ein-
hvern í trénu, einkum í jöðrum óstrikaða
flatarins og í íhvolfa flctinum og eru götin
flest minna en 2 mm í þvm. Lítið eitt er
flaskað úr trénu og auk þess hcfir verið
höggið úr einni brún þess.
Viðurinn er furðu h'tið fúinn og ljós á
litinn og þó sést á honunr lítið eitt af sóti.
Fundið 2,80 til 2,60 m austur frá dyrum.
2073. Fjöl klofin í tvennt. L. 56,5 cm,
br. 9,8 cm, þ. 2,2 cm. Fjölin er sótsvört á
annarri hlið, en hin hliðin er að mestu fúin
burt, en það sem af henni sést er lítið
sótugt. Á annan endann, sem ég kalla
neðri, er telgd egg, sem vafalítið hcfur
fallið í nót, en á hinunr cndanum er brött
sneiðing, sem myndar um 70° horn við
stefnu eggjarinnar. Er þetta allt mjög
svipað nr. 2097. Fundin í stofu, en óvíst
hvar.
2074. Raftur. L. 55,9 cm, br. 9,2 cm, þ.
um miðju 4,5 cm, í endana 2,2-2,7 cm.
Þetta er fúaraftur, en lítið mun vanta á
endana. Hann hcfur verið þynntur f báða
enda og sjást axarförin greinilega. Ekki
sjást önnur ótvíræð mannaverk svo sem
naglagöt né þvílíkt á honum. Þó rafturinn
sé fúinn og víðast meyr, er þó finnanlegur
harðari kjarni í honum á blettum. Fannst
1,20 m austur frá norðurkampi.
2075. Fimm brot úr rafti cða einhverju
íláti. Tvö þeirra virðast eiga saman, annað
þeirra er 24 cm langt og 7,4 cm breitt.
Nokkur sveigur er á því sem gæti bent til
að þetta væri stafur úr íláti. Hinar spýt-
urnar eru með minni ummerkjum. Var
undir jaðri á 2076.
2076. Fjöl L. (í upphaflega stefnu fjalar-
innar) 26,7 cnr, br. 29,5 cm, þ. 3,0-3,2
cm. Eitthvað virðist vanta utan á aðra hlið
fjalarinnar, þ.e. hún hefur verið enn breið-
ari áður. Brotið er af báðum endum