Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Side 36
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS árunum 1436—1456. Næsta Kötlugos og hlaup, sem getið er í rituðum heimildum, varð árið 1580.19 Vart er líklcgt, að Kúabót hafi vcrið í byggð svo lengi. Jarðfræðilegar athuganir sýna, að gos hefur orðið í Kötlu um 1490.211 Engar heimildir geta um þetta gos en af gjóskulaginu, sem það myndaði, má ráða að það hefur verið í meðallagi miðað við önnur Kötlugos á sögulegum tíma.21 Hugsanlegt er að jökulhlaupið, sem lagði Kúabót í eyði, tengist þessu gosi,22 en einnig hefur verið stungið upp á því, að Dynskógar, sem getið er í Oddamáldaga um 1480 og ekki eftir það, hafi eyðst af völdum eldgoss seint á 15. öld.21 Fundnir rnunir, sem að svo stöddu er hægt að nota til tímaákvörðun- ar, scgja aðeins til um hámarksaldur þeirra. Þannig er leirkersbrot nr. 5047 ckki framlcitt fyrr en á 15. öld svo ckki hefur bærinn farið í eyði fyrir þann tíma. Sömuleiðis virðist litla madonnan nr. 5023 líklega vera framleidd á 15. öld. Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess, að bærinn í Kúa- bót hafi eyðst í lok 15. aldar í hlaupi af völdum Kötlugoss. Gjóskulaga- fræðin samhliða þögn ritaðra heimilda um bæinn í Kúabót hafa ráðið mestu um þá niðurstöðu. Niðurstöður Að lokum verða hér dregin saman helstu atriði rannsóknarinnar. Bærinn í Kúabót hefur vcrið stór og veggir hans hlaðnir úr hraun- grýti, nema veggir baðstofu, sem voru úr torfi. Hann skiptist í sjö tóttir, auk ganga, kirkjutóttar á hlaði og útihústóttar norðvestan við bæjarhúsin. Framhhð húsanna var um 40 m löng. Húsaskipan var sú, að austast var eldhús með stafni fram á hlað. Þar næst stofa með stoðum með veggjum, bekkjum með langhliðum og palli við austurenda. Frá stofu var innangengt til skála sem var vestan við hana. Fjórföld röð stoða var í skála, mcð veggjum og við frambrún seta. Vestast í skálatótt voru merki um þiljaða forstofu, sem hefur verið gengið inn í af hlaði. Vestan við forstofu var búrtótt. Þar í gólfi voru merki um eldstæði. Vestast í bæjarröðinni var skcmmutótt mcð gafli fram á hlað. Göng lágu norður úr forstofu og úr þeim hefur verið gengið til vinstri inn á salerni og til hægri um göng til baðstofu. Lokræsi var undir gangagólfi 19. Sigurður Þórarinsson: Katla og annáll Kötlugosa, Árbók fcrðafclagsins 1975, bls. 140-142. 20. Sama hcimild. 21. Sigurður Þórarinsson: Grcinargcrð um gjóskurannsóknir í Kúabót II, óprcntuð skýrsla. 22. Sama heimild. 23. Einar Ólafur Svcinsson: Byggð á Mýrdalssandi, Skírnir 1947, bls. 206-207. J

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.