Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 66
128
ÁRBÚK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þá helst úr tölunni IX, sem virðist út í liött. I öðru lagi væri það harla
undarlegt, ef sami mislestur kæmi Qórum sinnum fyrir í skjölum frá
mismunandi stöðum í Noregi á hundrað ára bili.
Hitt er eftir sem áður jafnóljóst, hvcrnig beri að skilja orðið eldsdag-
ur. Tvennt virðist þó einkum koma til álita. Annars vegar að hér sé um
að ræða leifar af heiðinni cldsdýrkun eða varnargaldri, hins vegar að
orðið sé þýðingartilraun á einu nafni þrettándans, sem á grísku gat verið
ta hagia fota (hin heilögu ljós), á htínufestum luminarium (ljósahátíð) og
á fornháþýsku giperahta naht (hin bjarta, lýsandi nótt). En jafnvel þótt
síðari tilgátan hefði við rök að styðjast, skýrir hún ekki viðbótina
-björg, -borg í orðunum eldbjörg og eldborg. Rétt er að geta þess, að
Rómverjar áttu sér eldshátíð, sem hét volcanalia. Þar voru eldinum
færðar fórnir til þess að liann ylli ekki tjóni. En sú hátíð var á bilinu
21,—25. ágúst.4"
Litlar sagnir fara af cldbjargarmessu á íslandi, eftir að Jón Halldórsson
skýrir Árna Magnússyni frá vitneskju sinni árið 1728. Finnur Magnús-
son kemur henni inn í íslenska almanakið 1837 cins og áður sagði, Jón
Sigurðsson hélt henni þar áfram, og enn er hún í Almanaki Þjóðvina-
félagsins. Ólafur S. Þorgeirsson hefur hana í almanaki sínu fyrsta árið
1895, en síðan ekki söguna meir. Jón Sigurðsson segir svo frá henni í
ritgcrð sinni Almanak, árstíðir og merkidagar í Almanaki Þjóðvinafé-
lagsins 1878:
7. janúar var kölluð Eldbjargarnicssa, því þá skyidi slökkva jólacldinn og jólagcst-
irnir ríða af garði; þá voru jólin úr garði gcngin.41
Síðan rekur hann lýsinguna úr Þelamörk í Noregi, sem birt er hér að
framan (bls. 124). Jón Ólafsson ritstjóri og Hallgrímur Sveinsson dóm-
kirkjuprestur nota orðið sem dagsetningu í deilugreinum árið 1882, en
það er allt og sumt.42 Hún virðist engan sess eiga í hugum manna, ncma
þá sem lítt skiljanlcgt nafn í almanaki.
Af 150 heimildamönnum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns, sem
svöruðu spurningalista um hátíðir og merkisdaga árið 1975, minntust
aðeins sex á eldbjargarmessu. Enginn þeirra hefur neina persónulega
reynslu af nokkru tillialdi á þeim degi, en stutt svör þeirra gætu gefið
hugboð um viðleitni manna til að skýra hið torræða. Þau eru þessi í
aldursröð svarenda:
Einar Sigurfinnsson úr Meðallandi, f. 1884:
Eldbjargarmcssa cr 7. jan. Ekki þckki cg mcrkingu þcss dags, en hugsa mætti, að
eftir allan ljósafjöldann um áramót og þrcttánda hafi vcrið mikið um kcrtastubba og
annað, scm vert var að bjarga frá eldshættu.43