Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 74
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
„Konungana þénarar eru hjá þeim eins og reikningspeningar menn
láta þá merkja svo stóra tölu sem menn sjálfír vilja svo konung..."
Þessi texti nægir til að sanna kunnugleika íslendinga á reikningspen-
ingum. Auk þess eru nokkrar gerðir slíkra peninga til í Þjóðminjasafninu.
Hvað voru reikningspeningar? Svar við þessari spurningu er tvíþætt,
annars vegar stærðfræðilegur tilgangur peninganna og hins vegar mynt-
fræðilegur.
Stærðfræðileg notkun reikningspeninga er nokkuð einföld og svipar
til talnastokks (abacus). Peningarnir voru notaðir sem inerki á línu sem
var annað hvort dregin á dúk eða fjöl eða jafnvel heil borðplata notuð
til útreiknings. Peningarnir sjálfir höfðu ekkert sérstakt verðgildi,
heldur markaðist gildið eftir línunum á dúknum. Sjálf stærðfræðin
skýrir sig sjálf og er ekki aðalatriðið hér.
Myntfræðilegi þáttur reikningspeninganna er öllu flóknari og marg-
þættari. Upphaflega höfðu menn alls konar tölur, hnappa og steina til
að reikna með, en með bættum efnahag í Evrópu á 12. öld gerðist æ
meiri þörf fyrir veglegri og varanlegri pjötlur svo sem slegna peninga.
Mynt hvers lands varð fyrir valinu í upphafi, en um 1200 var byrjað
með sérslegna peninga. Eftirlíkingar Rínargyllina, enskra sterlinga og
franskra écu voru langalgengustu gerðirnar í upphafi 13. aldar. Reikn-
ingspeningunum hafa verið gefin ýmis nöfn gegnum aldirnar vegna
útlits og gerðar, m.a. má nefna svarta peninga (kopar- eftirgerðir silfur-
mynta sem urðu afar dökkar), klausturpeninga (nafngiftin er vcgna
algengra nota reikningspeninga í klaustrum til útreiknings á tíund og
öðrum gjöldum í kaþólskum sið) og svona mætti lengi telja. Hér er
almenn þróun peninganna til athugunar, dreifing o.fl. Myndefni og ytri
gerð er skipt í eftirtalda flokka:
1. Trúarlegur texti.
2. Viðvaranir um að rcikningspeningar væru í raun vcrðlausir.
3. Stærðfræðilegar útskýringar á notkun sjálfra peninganna.
4. Viðvaranir um nákvæmni í stærðfræði.
5. Siðfræði og heimspekilegar vangaveltur.
6. Texti tekinn beint af gömlum rómverskum peningum.
7. Minnisverðir samtíma atburðir.
8. Nöfn eða stafir þeirra sem útgáfan er tileinkuð.
9. Textar og slagorð ættuð frá skjaldamerkjafræði.
10. Nafn þess sem sló peninginn eða staðurinn þar sem peningurinn var
sleginn eða hvort tveggja.
11. Ýmislegt þ.ám. heillaóskir, bataóskir, samúðarkveðjur o.fl.