Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 77
AÐ REIKNA MEÐ PENINGUM
139
Þörf er á að staldra aðeins við þennan lista, athuga betur nokkur at-
riði. Þó að viðvaranir um að rcikningspeningar væru verðlausir kæmu
fram á sjálfum peningunum af og til, voru þeir samt sem áður oft not-
aðir sem smámynt þegar hörgull var á skiptimynt. Þessi notkun varð
mun algengari cftir 1600 þegar koparmynt var orðin algeng. Mikil stoð
við athugun peninganna er þegar nafn þess sem sló kemur fram á pen-
ingnum. Þegar um þekkta aðila er að ræða, má athuga þróun á
ákveðnum stað eða einstaklingseinkenni á lengra tímabili.
Niirnberg í Þýskalandi var langfrægasti sláttustaður reikningspeninga
í Evrópu á miðöldum. Sú frægð hélt áfram allt fram á 19. öld og jatnvcl
þá 20. Ein af frægum myntsláttuættum borgarinnar voru Lauerarnir.
Þótt notkun og slátta reikningspeninga væri löngu atlögð, héldu Niirn-
borgarar áfram þeirri hefð að vera fremstir allra í gerð mynta. Það voru
því einkaaðilar sem notfærðu sér kunnáttu þeirra við gerð verslunar-
merkja og vörupeninga. Nærtæk dæmi eru verslunarmerki V.T. Tho-
strup á Seyðisfirði, brauðpeningar Þingeyrarbakarís og Frederiksens í
Rcykjavík, svo að eitthvað sé nefnt. En þessir og nokkrir fleiri at
íslensku einkamyntinni voru gerðir hjá Lauer í Níirnberg.
Víkjum aftur að reikningspeningum. Notkun þeirra var afar útbreidd
um alla Evrópu og víðar mestallan tímann frá miðöldum og fram á 18.
öld. Reikningur á línu leggst t.d. af á Englandi rétt t'yrir 1700 og í Hol-
Mynd 2. Reikningsborð, slcndiir í stofu Krisljdns koiiungs fjórða í Rósenborgarhötl í Kaupinanna-
liöfti. Ljásni. Aiilon Holt.