Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 91
FOKNLEIFAUANNSÓKN AÐ SUÐURGÖTU 7 í REYKJAVÍK 153 Mynd 4. Gólf liúss IV. Stoðarhola ncðst í vinstra horni myndarinnar +. í lagi 2 í lóðskurði M-N mátti sjá leifar af torfvegg, sem snúið hafði því sem næst N-S (teikn 8,13). Þykkt hans var um 0.35 metrar. Erfitt var að átta sig á hve breiður hann hefur verið, þar sem hann virtist hruninn. Veggjarbreiddin, sem unnt var að greina í lóðskurðinum, var 3.70 metrar. Efra borð veggjarins var um 1.20 metrum undir yfirborði lóðarinnar (0.55 mys). Neðra borðið var um 1.50-1.70 metrum undir yfirborðinu (0.10-0.30 mys). Sunnarlega í skurði Q-R sáust leifar af torfvegg, sem hefur legið í vestur-austur, eða því sem næst (teikn. 13,14). Efra borð hans var 1.50 metrum undir yfirborði lóðarinnar (0.35 mys), og neðra borðið var um 1.60 metrum undir yfirborði (0.25 mys). Hæð veggjarleifanna var 0.10 metrar, en ekki reyndist unnt að átta sig á breidd þeirra. f jarðvegssniði voru vcggjarleifarnar 1.75 metra breiðar, en þær héldu áfram lengra en sniðið náði.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.