Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 91
FOKNLEIFAUANNSÓKN AÐ SUÐURGÖTU 7 í REYKJAVÍK
153
Mynd 4. Gólf liúss IV. Stoðarhola ncðst í vinstra horni myndarinnar +.
í lagi 2 í lóðskurði M-N mátti sjá leifar af torfvegg, sem snúið hafði
því sem næst N-S (teikn 8,13). Þykkt hans var um 0.35 metrar. Erfitt
var að átta sig á hve breiður hann hefur verið, þar sem hann virtist
hruninn. Veggjarbreiddin, sem unnt var að greina í lóðskurðinum, var
3.70 metrar. Efra borð veggjarins var um 1.20 metrum undir yfirborði
lóðarinnar (0.55 mys). Neðra borðið var um 1.50-1.70 metrum undir
yfirborðinu (0.10-0.30 mys).
Sunnarlega í skurði Q-R sáust leifar af torfvegg, sem hefur legið í
vestur-austur, eða því sem næst (teikn. 13,14). Efra borð hans var 1.50
metrum undir yfirborði lóðarinnar (0.35 mys), og neðra borðið var um
1.60 metrum undir yfirborði (0.25 mys).
Hæð veggjarleifanna var 0.10 metrar, en ekki reyndist unnt að átta
sig á breidd þeirra. f jarðvegssniði voru vcggjarleifarnar 1.75 metra
breiðar, en þær héldu áfram lengra en sniðið náði.