Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 92
154 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Svo virðist, sem grafm hafi verið gryfja undir torfvegginn, og sandur settur í hana, og torfið síðan lagt ofan á (teikn. 8). Líklega hefur það verið gert til að veita vatni burt. Ekkert grjót var í torfveggjunum. Að norðan endaði gólfið við kjallaratröppur húss III. Kjallari þess húss var grafmn niður á möl og hafði eyðilagt gólf húss IV að hluta til. í austur náði gólfið að húsinu Tjarnargötu 10. Undir því húsi er djúpur kjallari, grafinn niður á möl. Því er ógerlegt að segja til um, hve langt gólfið hefur náð til norðurs eða austurs. Það sem sást af gólfinu var 6.50 metra langur og 2.50 metra breiður hluti (tcikn. 14). Á lóðskurðarteikningum M-N, O-P, Q-R má sjá þykkt gólfsins. Það reyndist misþykkt. Þykkast var það um 0.30 metrar. Á suður- og vestur-mörkum gólfsins var það örþunnt, 0.01—0.02 metrar, en meðal- þykkt þess var um 0.15 metrar. í gólfinu voru átta stoðaholur (teikn. 14). Var smásteinum, ýmist steinvölum eða þunnum hellubrotum raðað kringum grannar stoðir (mynd 4). Þvermál stoðaholanna var eftirfarandi. Hola A: 0.11 metrar, B: 0.10 metrar, C: 0.14 metrar, D: 0.13 metrar, E: 0.10 metrar, F: 0.15 metrar, G: 0.14 metrar, H: 0.14 metrar. Ógerlegt reyndist að átta sig á dýpt þeirra. Ekki var neina reglu að sjá í legu holanna. í gólfinu voru viðarkol og öskusalli, og eldsprungnar sótugar steinvölur lágu dreifðar um það allt. Um tilgang eða notkun þessa húss er ekkert hægt að segja með öruggri vissu. Aðeins var unnt að rannsaka hluta hússins. Skal þess ekki freistað að vera með neinar fullyrðingar um húsið út frá þeim leifum. Engir hlutir fundust í húsinu né í tengslum við það. Ekkert eldstæði fannst í húsinu. Þó bera aska, ógrynni viðarkola og eldsprungnir steinar þess merki, að eldur ltafi verið kveiktur þar. Það eitt segir lítið um notkun hússins. Dæmi eru um eld í ýmsum bæjar- húsum hérlendis. Til dæmis í smiðju, skála, eldhúsi, stofu, búri og bað- stofu svo nokkur dæmi séu tekin.l‘) Um leifar smiðju er hér varla að ræða, því ekkert gjall var í gólfinu eða neins staðar nálægt húsinu. Aðrar athuganir á lóðinni Grunnur íbúðarhússins Suðurgötu 7 var einnig kannaður. Hann var um 66 m2. Ekki fundust neinar mannvistarleifar undir húsinp. Þar höfðu tveir kjallarar verið grafnir niður á möl (norður- og suður-kjallarar). í steina- lögn í gólfi syðri kjallarans var kvarnarsteinn, sem nú er varðveittur í Árbæjarsafni.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.