Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Síða 93
FORNLEIFARANNSÓKN AÐ SUPURGÖTU 7 t REYKJAVÍK
155
Aldursákvarðanir
Aldur allra byggðalcifa á lóðinni annarra cn húss IV voru kunnar.
Pær voru frá 19. öld, svo sem fram hefur komið.
Hús IV var, svo sem fyrr er nefnt, undir yflrborði lags 3. Efri brún
lags 3 hefur verið talin fornt yfirborð lóðarinnar.
Engir munir fundust í húsinu eða í tengslum við það, sem gætu bent
til aldurs þess.
Til að fá hugmynd um aldur leifanna var einungis um tvennt að
ræða, annars vegar að C14 aldursgreina viðarkol úr gólfi, og hins vegar
með að greina gjósku úr lóðskurðum I-J og K-L.
Gjóskul agagrei n ing
Á Reykjavíkursvæðinu má í jarðvegssniðum finna þrjú gjóskulög frá
sögulegum tíma. Neðst er landnámslagið svonefnda, sem myndaðist
við gos í Vatnaöldum um 900 e.Kr. Pað þekkist í jarðvegssniðum á því
að það er tvílitt. Efri hluti þess er dökkur og neðri hlutinn ljós. Þar fyrir
ofan er svokallað miðaldalag, sent er úr gosi undan Reykjanesi frá 1226/
27, 1231 eða 1340. Efst er svo gjóskulag úr Kötlugosi, K-1500. Bæði
yngri lögin eru dökk.2"
Reynt var að áætla aldur gjóskulaga, sem fundist höfðu út við Von-
arstræti í lóðskurðunt I-J og K-L.
Þessi gjóskulög lágu hvergi í sniðum beint ofan við gólf húss IV, og
var því ekki hægt að sjá afstöðu þeirra til mannvistarlaganna á beinan
og óyggjandi hátt.
Gjóskulögin voru í lagi 4. Neðra gjóskulagið í lóðskurði I-J var um
0.10 metrum ofan við skilin milli lags 3 og lags 4. Það var um 0.30
metra langt og 0.01 metra þykkt og var um 1.40 mys. Það var sundur-
slitið.
Efra gjóskulagið var um 0.20 metrum ofan við skilin. Það var uni
0.50 metra langt, 0.18 metra þykkt. Það var um 1.50 mys.
í lóðskurði K-L var neðra gjóskulagið sundurslitið. Það var um 0.20
mctrum ofan við litaskilin milli lags 3 og 4. Það var um 0.35 metra
langt, 0.01 metra þykkt og um 1.05 mys.
Efra gjóskulagið var um 0.40 mctrum ofan við litaskilin. Það var um
0.60 metra langt, 0.01 metra þykkt og um 1.25 mys. Leifar húss IV
voru aftur á móti talsvert neðan við skilin eða 0.35-0.50 metrum (um
0.25 mys).
Sýni voru tekin úr gjóskulögunum og þau skoðuð í smásjá og ljós-
brot þeirra mælt. Þau voru ekki efnagreind. Gunnar Ólafsson jarðfræð-
ingur, sem rannsakaði gjóskuna, taldi að afstaða gjóskulaganna inn-