Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 94
156 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS byrðis og þykkt þcirra, bentu til þess, að þarna væru á ferðinni mið- aldalagið (það neðra) og K-1500 (það efra). Niðurstaða rannsókna Gunnars varð sú, að ætla mætti, að mannvist- arleifarnar væru eldri en bæði gjóskulögin. Það er a.m.k. frá því fyrir 1340, og sennilega fyrir 1226. Þó hafði hann þann fyrirvara á niður- stöðum sínum, að efnagrcining á gjóskulögum kynni að leiða annað í Ijós.21 Svo sem fyrr segir, fannst gjóska aðeins í jarðvegssniðunt út við Vonarstræti. Vakti það furðu, að enga gjósku var að finna annars staðar á uppgraftarsvæðinu. Jarðlagaskipanin var mjög mikið röskuð víðast á svæðinu, ,svo vera kann, að K-1500 og ntiðaldalagið, hafi þar blandast moldinni. Um landnámslagið er það að segja, að hugsast gæti, að byggingartorf með landnámslagi í hafi verið rist á lóðinni þar sem Suðurgata 7 var síðar byggð. Skýrði það hugsanlega hvers vegna landnámslagið fannst í og ofan á veggjatorfi húsa, sem grafin voru upp að Suðurgötu 3-5, en hvergi að Suðurgötu 7.22 CÍ4 aldursgreining Þar sem viðarkol voru einu lífrænu leifarnar, sem fundust í húsi IV, voru viðarkolasýni send til C14 aldursgreiningarstofnunarinnar í Kaup- mannahöfn.23 Frjókornarannsóknir í Reykjavík benda til þess, að birkiskógur hafi vaxið í Reykjavík við landnám, en svo eyðst fljótlega eftir landnámið.24 Greining á viðarkolasýnunum, sem send voru til Kaupmannahafnar (K 4271 )25, leiddi í ljós, að um væri að ræða leifar af birki (Betula), sem talið í C14 árum reyndist vera 1100 4-—75BP eða frá um 850 e.Kr. +—75.26 Eftir að talningin hafði verið leiðrétt út frá leiðréttingarkúrvu Stui- vers varð aldursgreiningin: 950-975 e.Kr.27 Viðarkolin reyndust gerð úr grönnum stofnum eða greinum, og taldi Claus Malmros viðarfræðingur hjá C14 aldursgreiningarstofnuninni í Kaupmannahöfn, að um íslenskan við væri að ræða. Hann taldi smæð viðarins benda til þess, og auk þess væri frumugerð viðarins annars konar en í miðevrópsku birki.2x Á undanförnum árum hafa sérfræðingar ekki verið sammála um áreiðanleika niðurstaða C14 aldursgreininga úr íslenskum sýnum. Ing- rid Olsson, sérfræðingur í C14 aldursgreiningu hjá Uppsalaháskóla hefur aldursgreint mörg sýni frá íslandi. Hún telur niðurstöður aldursákvarðana sinna gefa of háan aldur. Hún hefur getið sér þess til,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.