Norðurljósið - 01.01.1965, Side 1
46. árg.
J anúar-—desember
1,—12.
tbl.
i :s ii i n i \ \ i \ <- \ ic
Snjóbreiðan huldi landið. Kvöldsett var orðið
og dimmt. Ekki skein tunglið, þó að heiður væri
himinn. Ekki var heldur mjög stjörnubjart. Hvað
gat rofið einveldi miðsvetrar myrkursins?
Eg var einn á ferð milli bæja. Ég vissi mæta vel,
að villa beið mín, ef mér skeikaði stefnan.
Allt í einu tók að birta. Skínandi norðurljós
lauguðu himininn. Ljóshafið breiddist óðfluga út.
Birtan varð svo mikil, að dagsljósi var líkast.
I vasa mínum bar ég litla bók, nýja testamentið
á ensku, minnir mig. Letrið var mjög smátt. Eigi að
síður var svo l)jart, að ég gat lesið það. Við birtuna
sá ég, að ég var á réttri leið og skammt að leiðar-
lokum.
„Hvernig stóð á því að þú varst með þessa bók
á ensku í vasanum?“ getur einhver spurt.
Saga er á bak við það. Hún er þessi:
Ég átti senn að fermast. Það var vorið 1913. Ég
var sendur til saumakonu á Hvammstanga, er sauma
skyldi mér föt. Ég þurfti að bíða í stofu hennar um
stund. Þar lá blað, sem hét Norðurljósið. Ég greip
það og las, meðan ég beið. Svo vel féll mér það,
sem ég las, að ég vildi sjá þetta blað aftur.
Þremur árum síðar sá ég aftur Norðurljósið. Þá
las ég grein, sem það flutti. Hún olli þáttaskilum í
ævi minni. Ég komst svo í bréfasamband við rit-
stjóra blaðsins, Arthur Gook á Akureyri, og frá
honum fékk ég nýja testamentið síðar meir.
Ég vissi það ekki daginn þann, er ég sá Norður-
ljósið fyrst, að ég yrði síðar ritstjóri þess.
Nú sendi ég það út, sendi ÞER það, sem heldur
erfið, og stefnan óviss, athugaðu þá, hvort einmitt
Norðurljósið flytji þér ekki þá ljósgeisla, sem þú
þráir. Markmið þess er að boða HANN, sem sagði:
„Ég er ljós heimsins.“ Hann hefir ljósgeisla handa
sérhverri sál, leiðbeining handa vegarvilltu fólki.
Hann hefir von að gefa hinum vonlausu, lækning
hinum sjúku, nýjan styrk handa þróttlausum og
huggun handa sorgbitnum.
Hann hefir fræðslu handa börnunum, köllun
handa æskunni og segir henni til vegar, þegar hún
er stödd á vegamótum lífsins, ef hún leitar hans.
Hann er nálægur sjómanninum, sem hrópar til
hans á háskastund, drykkjumanninum, sem leitar
hans í baráttu sinni við vínið, og hann vill koma
með sátt og frið inn í heimilin, sem eru að sundrast
vegna áfengisnautnar, syndar eða ósamþykkis.
Norðurljósið flytur margar frásagnir, sem sýna
þetta og sanna. Lesið þær. Skiljið, að vandamál
fólksins, sem þær segja frá, eru einnig vandamál
ykkar. Hinn sami ástríki, hjálpsami, frelsari og
læknir, sem hjálpað hefir öðrum, er fullkomlega
fús til að hjálpa þér.
„Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefir
smurt mig, til að flytja fátækum gleðilegan boð-
skap; hann hefir sent mig til að boða bandingjum
lausn og blindum, að þeir skuli aftur fá sýn, til að
láta þjáða lausa, til að boða hið þóknanlega ár
Drottins.“ Þetta heimfærði Kristur til sín.
Þetta var hlutverk Krists þá. Þetta er hlutverk
hans enn, því að „Jesús Kristur er í dag og í gær
hinn sami og um aldir.“ Fúsleiki hans og máttur til
að hjálpa eru hinir sömu enn í dag sem forðum.
Guð blessi þér Norðurljósið. — Ritstj.
því nú í hendi þér.
Ef þér finnst dimmt í kringum þig, lífsbrautin
LAHDfiBÍhASAFN
2C030S .
ÍSI .ANÍiS