Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 2
2
NORÐURLJÓSIÐ
KYNNI MÍN AF MERKU FÓLKI
i.
Þegar ég kenndi í Kvennaskólanum
Saga af léttara tagi.
Saga þessi gerðist árla vetrar 1922.
Eg hafði stundað nám í Kennaraskólanum í Reykjavík
í hálfan annan vetur. Þar var þriggja vetra námstími,
en var mér kleift að vera þar þriðja og síðasta veturinn?
Sumarkaupið var mest farið í það að greiða skuldir,
sem myndast höfðu veturinn á undan. Ég vildi ekki hleypa
mér í skuldir. Leiðsögubók mín, biblían, sagði: „Skuldið
ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan.“
Mér kom helzt til hugar að sleppa námi þennan vetur,
en reyna að afla mér fjár.
Þegar ég gat um þetta við skólastjórann, síra Magnús
Helgason, vildi hann ekki heyra, að ég hætti námi, þótt
ekki vær.i nema um sinn. Bauðst hann til að skrifa upp
á víxil fyrir mig, svo að ég fengi lán, er næmi þeirri upp-
hæð, sem fæði mitt og hið allra nauðsynlegasta mundi
kosta yfir veturinn. Kennarastaða væri mér vís, þegar á
næsta hausti, og gæti ég þá greitt þetta víxillán. Það eitt
var tilskilið af hans hálfu, að ég líftryggði mig, svo að
lánið yrði greitt með tryggingarfénu, ef ég dæi.
Meira þurfti þó en þetta. Húsnæði vantaði. Einn af
kennurum skólans, Asgeir Ásgeirsson að nafni, bauðst
þá til að lána mér herbergi endurgjaldslaust. Hann bjó í
Laufási, efri hæð, ásamt konu sinni, Dóru Þórhallsdóttur,
biskups, og börnum þeirra.
Átti ég að taka þessum boðum? Það var að hleypa mér
í skuld. Hins vegar var ég ekki eignalaus maður. Ég átti
nokkrar kindur, og ég leit svo á, að væru þær allar seld-
ar, mundi nokkuð standast á verð þeirra og skuldin við
bankann.
Ég tók því þessum boðum, sem voru kostakjör á að
líta og hjálpin boðin af góðum hug. Afleiðingarnar urðu
nokkuð margvíslegar, en það eru sögur, sem eigi verða
sagðar hér, nema það, sem hér fer á eftir.
Ófyrirséð atvik gerðist síðla hausts eða snemma vetr-
ar. Urið mitt bilaði, svo að eigi varð við það gert. Ég
átti alls ekki nóg fyrir nýju úri, en úrsmiðurinn, Jón
Sigmundsson, minnir mig, lánaði mér það, sem ekki var
greitt. Ég sá reyndar enga leið til að fá peninga. Þá var
kreppan skollin yfir. Til marks um það, hve lítil aura-
ráð sumir nemendur Kennaraskólans höfðu, skal ég geta
þess, að rætt var um það síðar um veturinn að fella nið-
ur árshátíð skólans, en þátttökugjaldið var 4 kr. Ég var
með þeim, sem vildu sleppa skemmtuninni. En aðrir réðu
og höfðu sitt mál fram. Skuldaskilin komu eftir skemmt-
unina, en þá gekk þeim svo báglega innheimtan, að þeir
komu seinast til mín og báðu mig að taka hana að mér.
Náði ég þessum fáum krónum hjá öllum, nema einum
manni, sem ekki vildi borga, af því að hann var búinn
að neita að gera það. Bitu hvorki brýningar eða fortölur,
bænir eða særingar á hann, og mun hann fara í gröfina
með þessa skuld á baki sér ásamt vöxtum hennar og vaxta-
vöxtum um tugi ára, nema iðrun komi til áður, svo að
skuldin verði goldin.
Ég hafði eigi lengi verið í Laufási, þegar Ásgeir varð
veikur. Læknir var skjótlega fenginn til hans, og kvað
hann upp þann úrskurð, að skarlatssótt gengi að honum
og skyldi hann fluttur í Farsóttahúsið. Það var gert, og
þar varð hann að dvelja í mánuð eða fimm vikur.
Nú er að geta þess, að Ásgeir kenndi einnig við Kvenna-
skólann í Reykjavík. Þótti það mjög bagalegt, sem von
var, að kennslustundir hans féllu niður. Liðu svo nokkrir
dagar, en eigi margir.
Einu sinni bar svo til, að ég mætti frú Dóru í fordyri
og spyr hana eftir líðan manns hennar og hvort nokkur
maður sé fenginn til að kenna fyrir hann í Kvennaskól-
anum. Er hún svaraði þeirri spurningu neitandi og sagði,
að það fengist enginn maður í allri Reykjavík, þá hrutu
mér ógætnisorð af vörum, og ég mælti:
„Það vildi ég, að ég gæti kennt fyrir hann Ásgeir.“
Frú Dóra leit á mig snöggt og hvasst. „Þér getið það,“
sagði hún.
Æ, að það skuli ekki vera unnt að taka aftur töluð orð,
afmá þau með einni hugsun úr heila þess eða þeirra, sem
heyrði þau. Ég hafði ekki fyrr heyrt þessi örlagaorð:
„Þér getið það,“ heldur en ég iðraðist sárlega framhleypni
minnar. Ég reyndi að eyða þessu, sem ég hafði sagt. Frú
Dóra vildi engum sönsum taka, en sagði: „Nú fer ég og
tala við Ásgeir.“ Á meðan beið ég sem boli höggs.
Hún kom aftur með þann úrskurð, að hann hefði sam-
þykkt þetta. Ég skyldi kenna tvær námsgreinar hans: grasa-
fræði og dýrafræði. Við teiknikennslu skyldi ég ekki eiga,
því að ég væri lélegur í teiknun, og vissi ég það allra manna
bezt, að það var sannur dómur.
Ég sá mér ekki annað fært en vera í skárri klæðum en
þeim, sem ég klæddist venjulega, þegar ég færi niður eftir
að kenna. Ég hafði mjög nauman tíma til að skipta, en er
ég kom n.iður í fordyrið, var frú Dóra þar. Kvaðst hún
ætla að sjá, hvort nokkuð væri út á búnað minn að setja.
„Ég man, hvernig við stelpurnar krítiseruðum kennar-
ana okkar, þegar ég var í Kvennaskólanum,“ sagði hún.
Tvær stúlkur mætast á götu. Um leið og þær ganga
framhjá, líta þær andartak, og skemur þó, hvor á aðra.
Á eftir geta þær hvor um sig lýst hinni og búnaði hennar
út í yztu æsar. Er þetta kallað hámark mannlegrar eftir-
tektar.
Slíkri athygli beitti frú Dóra, er hún leit á mig, þegar
ég, sem fulltrúi manns hennar, var að leggja af stað i
þessa v.irðulegu menntastofnun, Kvennaskólann í Reykja-
vík, sem fröken Ingibjörg H. Bjarnason stjórnaði af skör-
ungsskap og myndarbrag.
Hálsbindið var ékki alveg rétt. Það var lagfært. Fata-
burstinn var þrifinn og rykkorn strokin á brott. Svo var
mér leyft að fara.
Þegar ég kom í Kvennaskólann, gekk ég fyrst á fund
skólastýrunnar. Þá voru konur ekki nefndar skólastjórar,
svo að ég muni, þótt svo sé víst oft gert nú. Ég heilsaði
fröken Ingibjörgu með handabandi. Hún leit fyrst í augu
mér. Þar var víst lítið fagurt að sjá, þar sem ég er með