Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 4

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 4
4 NORÐURLJÓSIÐ ar og vilja skólastýrunnar. Hennar samþykki þurfti til. Var mér falið að sjá um að fá það. Eg lagði því leið mína á fund fröken Ingibjargar H. Bjarnason og tjáð.i henni beiðni stúlknanna. Nú var henni alveg nóg boðið. Þetta kom ekki til neinna greina. Stúlkurnar vissu svo lítið í dýrafræði, sagði hún, að þær gætu ekki haft nokkurt gagn af því að fara niður í safn. Gat ég engum fortölum komið við, sem nægðu til þess að breyta þessari afstöðu bennar, sem ég var alls ekki samþykkur. En hennar nei var nei, og þar við sat. Tjáði ég stúlkunum mínum þau málalok, og brugðust þær ekki vel við og þó ver en ég bjóst við. Töldu þær, að ég hefði haldið illa á máli þeirra, og væru þessi úrslit mér að kenna. Ég gat þess áður, að námsmeyjarnar í 3. bekk voru mjög misjafnlega þroskaðar. Ein var sú mærin þar, sem mér þótti bera allmjög af hinum á marga lund. Nú veittist hún að mér, þóttaleg nokkuð og stoltleg, og sagði v.ið mig: „Hvað eiginlega getið þér kennt okkur?“ Mér varð þegar Ijóst, að hér var um fullkomna uppreisn að ræða. Hana varð að bæla niður hið bráðasta. Ég fann samt, að þetta var réttmæt spurning. Ég var sjálfur 3.- bekkingur eins og þær. Nú varð að grípa til skjótra ráða. Ég minntist þess, að eitt atriði dýrafræðinnar hafði mér virzt, að skólasystrum mínum geng.i verst að muna. Það var, þegar kennt var um tennur dýranna og hin ólíku hlutverk, sem þær gegna sakir lögunar sinnar. Það er mik- ill munur á hvössum tönnum rándýrsins, sem rífur sundur bráð sína, og jöxlum grasætanna, sem mylja eða mala grasið með þeim. Ég náði mér í skyndi í mynd af tönnum dýranna og hengdi hana upp. Ég kallaði síðan á þennan fagra and- stæðing minn og nú uppreisnarleiðtoga og bauð, að hún skyldi gera grein fyrir ólíkum hlutverkum þeirra. Spurði ég fyrst um hið léttasta og fékk þá greið svör. En er spurn- ingarnar tóku að þyngjast, fann ég, að svörin komu af minna öryggi en fyrr. Loks kom að því, að ég fékk ekki svar við spurningu minni. I stað þess að svara brá hin glæsilega mær höndum fyrir andlit sér og hljóp í sæti sitt. Þar með var úr því skor.ið, að eitthvað gæti ég kennt þeim. Ekki jókst hjá þeim áhuginn og var til lítils að spyrja þær sumar í tímum. Brá ég því á það ráð, að yfirheyrslur urðu skriflegar. Þær komu með krók á móti bragði, höfðu dýrafræðina opna í skólaborðshólfunum og lásu hana þar. Ég lét mér þetta lynda, sagði þó við þær, að það væri gott, að þær læsu einhvern tíma. Svo brá ég einnig á það ráð að láta þær gera stíla um ákveðin dýr. Man ég það, að þær gerðu stíl um úlfaldann. Einhver allrabezta, ef ekki bezta ritgerðin, var frá stúlkunni, sem ég hafði fengist við í „uppreisnar“-tíman- um. A svo sem tveimur stöðum setti ég eitthvað rautt í hana. Er hún hafði litið yfir hana, rétti hún mér stílinn og mælti á þessa leið: „Ég ætla að gefa yður hann til minningar um mig.“ Þetta var alveg óþarfi af henni, blessaðri. Það kom ekki til greina, að ég gleymdi lienni eftir þennan atburð, er hún spurði: „Hvað eiginlega getið þér kennt okkur?“ Ef til vill fyrir þá sök varðveitti ég ekki stílinn svo vel sem skyldi, og hann týndist einhvern veginn. Mér þykir þetta leiðinlegt nú, að ég skyldi glata þessari gjöf frá söngkonunni víðfrægu, henni Maríu Markan. Ásgeiri batnaði, og hann kom heim. Þá beið hans vegg- teppi, sem frú Dóra óf til að gefa honum, er hún heimti hann aftur heim. Ég þekkti lítið til ástarinnar, en ég skildi samt, að þarna var einlæg ást að verki. Ég sá það af svip hennar og heyrði það af málrómi hennar, er hún sýndi mér þetta verk sitt. Á listfengi hennar í meðferð á litum og handbragð bar ég lítið skyn. Þar kom ég ekki minninu að. Asgeir greiddi mér svo fyrir þessar kennslustundir, sem ég kenndi fyrir hann. Þá gat ég farið til úrsmiðsins og goldið honum skuld mína. Ég man ekki, hvort mér varð það þá þegar ljóst, að Guð hafði sent mér þessa kennslu, til þess að ég gæti greitt þessa óvæntu skuld. En mér varð það ljóst samt, og hafi ég ekki þakkað honum þá, geri ég það nú. Ég hefi ekki ritað þessa frásögu til að skemmta lesendum mínum ein- ungis, heldur til að gefa Guði dýrðina fyrir hjálp hans við mjög óverðugt barn sitt. Oftsinnis hefi ég fengið að þreifa á því um dagana, hve gott er að eiga Guð að föður, vegna trúar á frelsar- ann okkar góða, soninn hans Drottin vorn Jesúm Krist. Ég veit líka, að Guði er það þóknanlegt, þegar einhver mannssál vill vera sem lítið barn, sem lætur hann leiða sig og annast. Sá Guð, sem fæðir fuglana, gleymir ekki þeim mönnum, sem fela sig honum á vald og treysta á náð hans og miskunn vegna nafns Drottins Jesú. S. G. J. --------x--------- Hugleiðingar lianda konum I. Olíkt val og örlagaríkt. Ejtir Þóru G. Pálsdóttur. Rutarbók er lærdómsrík, ef við athugum hana. Hún gerðist á dögum dómaranna, á þeim tímum, þegar hver maður gerði það, sem honum líkaði vel, eins og segir annars staðar í biblíunni. Fyrst er sagt frá því, að hallæri var í landinu. Þá seg- ir frá fjölskyldu einni, sem hallærisins vegna tekur sig upp frá ættborg sinni og fer til Móabslands til að dvelj- ast þar sem útlendingar. I Móabslandi bjuggu haiðingj- ar, sem dýrkuðu hjáguði, og með því að flytjast til lands þeirra steypti þessi fjölskylda sér í allmikla hættu. Minn- ir þetta á fólk nú á dögum, sem verður að lifa án sam- félags einangrað innan um fjöldann, sem lítið eða ekk- ert kærir sig um Guð eða hefir aðrar trúarskoðanir en það sjálft. Sá maður eða fjölskylda, sem slíkt gerir, þarf að sýna sérstaka árvekni og einbeitni, eigi hún ekki að dragast með af aldarhætti heimsins í kringum sig. Getum við nokkuð ásakað þessa fjölskyldu? Þekkjum við á íslandi nokkuð til hallæris af eigin raun? Ekki su
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.