Norðurljósið - 01.01.1965, Page 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Hér má geta þess, að Davíð þekkti erfiðleika fjárhirða
af eigin raun. Hann hafð.i sjálfur gegnt því starfi hjá
föður sínum. Þeir verða oft næmari að skilningi á ann-
arra kjörum, sem staðið hafa í sporum þeirra áður. Dav-
íð, sem Guð hafði útvalið til að vera leiðtogi þjóðar
sinnar, lét sig ekki muna um að sýna þessum fjárhirðum
hjálpsemi og lét sér ekki til hugar koma að taka nokkra
skepnu frá þeim til lífsviðurværis sér eða mönnum sín-
um, sem sjálfsagt hafa stundum búið við þröngan kost.
Tíminn kom, er Nabal lét taka ull af fé sínu. Þá var
siður, að fjáreigandinn héldi veizlu. Davíð sendi því til
hans og beiddist þess, að hann léti eitthvað af hendi rakna
handa sér á þeim hátíðisdegi. Hefðu þeir, Davíð og menn
hans, vissulega átt slíkt skilið.
Nabal tók þessari beiðni illa, líkti Davíð við þræl, er
strokið hefði frá húsbónda sínum og lézt engin deili á
honum vita, og vildi ekki láta neitt af hendi rakna.
Er Davíð bárust svör hans, reiddist hann mjög, er Nab-
al launaði honum gott með illu, og ákvað að hefna sín
grimmilega. Hóf hann svo för sína í áttina að heimkynn-
um Nabals.
Einn af þjónum Nabals fór og sagði húsmóður sinni
frá, hvað gerzt hafði, og segir við hana: „Hygg nú að
og sjá til, hvað þú skalt gera, því að ógæfa er búin hús-
bónda vorum og öllu húsi hans.“
Abígail reyndist vandanum vaxin. Hún brá við skjótt,
tók 200 brauð, tvo vínlegla, fimm tilreidda sauði, fimm
mæla af bökuðu korni, 100 rúsínukökur og 200 fíkjukök-
ur, klyfjaði asna með þessu og sendi á undan sér. Sjálf
hélt hún á eftir, og á leiðinni ofan fjallið rekst hún á
Davíð og menn hans, 400 að tölu, sem komu þar með al-
væpni til að koma fram hefndum á manni hennar. Heppn-
aðist henni með gjöfinni og orðum sínum að blíðka Dav-
íð. Sést af því, sem hún segir við Davíð, að hún hefir
verið búin að heyra mikið um hann og að Drottinn hafi
heitið honum miklum gæðum og að gera hann að höfð-
ingja yfir lýð sínum, Israel.
Þar sem Abígail vissi svo mikið um Davíð, þá er það
ólíklegt, að maður hennar hafi engin deili vitað á hon-
um. Þess vegna gerð.i hann meira ilit en það, að synja
nauðstöddum mönnum um saðning, þótt hann ætti þeim
gott að launa. I raun og veru var hann að lítilsvirða ráð-
stöfun Guðs, að Davíð skyldi verða konungur yfir Israel.
Hann virðist því ekki eiga það trúartraust til orða Drott-
ins, sem kona hans á. Þótt Davíð væri á flótta, hafði hann
ekkert til saka unnið. Hann hafði verið konungi sínum
trúr. En „allur ísrael og Júda elskaði Davíð, því að hann
gekk jafnan þeirra fremstur.“ (I. Sam. 18. 16.).
Á þessi saga sér nokkra hliðstæðu? Svo mun vera.
Ennþá eru heimili stofnuð af manni og konu, og ennþá
geta valizt saman ólíkar persónur að erfðum og uppeldi.
Ennþá mundi það vera talið til gildis konunni, að hún
væri bæði vitur og fríð eins og Abígail. í hiblíunni stend-
ur: „Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en
sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.“ Eins og fregn-
ir af Davíð bárust þeim Nabal O'g Abígail og boðskapur
hans síðar, þannig kemur boðskapur Guðs um Drottin
Jesúm til heimila okkar: „Þessi er minn elskaði sonur,
sem ég hefi velþóknun á. Hlýðið á hann.“
Við getum sagt, að húsbóndinn beri mesta ábyrgð gagn-
vart þessum boðskap, þar sem forsjá fj ölskyldunnar og
heimilisins hvílir á herðum hans. En setjum svo, að hann
spyrji, með orðum eða breytni, í skyldum tón og Nabal:
„Hver er Jesús, og hver er Guðs sonur, að ég skuii hlýða
honum? Margir eru þeir, trúarbragðahöfundarnir, í heim-
inurn.“
Ætti þá konan að taka sömu afstöðu, til þess að hún
geti verið eitt með manni sínum? Alls ekki. Samhugur
er góður, þegar gott á í hlut, en illur, þegar um illt er
að ræða. Biblían segir: „Framar ber að blýða Guði en
mönnum.“ Sú kona, sem íinnur, að maður hennar heldur
sig ekki á miðjum vegi réttlætisins, bregst stórlega skyldu
sinni, ef hún beygir á krókóttar leiðir ranglætisins með
honum, til þess að þóknast honum. Postulasagan 5. kafli
skýrir frá því, að Pétur postuli afsakaði ekki Saffíru, er
hún gerðist manni sínum samsek í lyginni, heldur furð-
aði sig á því, að þau skyldu geta orðið samþykk um verkn-
aðinn, eins og slíkt næði ekki nokkurri átt.
Abígail taldi sig ábyrga gagnvart orðsendingu Davíðs,
hélt niður fjallið með það offur á undan sér, sem Davíð
átti rétt á og hafði gert manni hennar orð um. Bjargaði
hún þannig lífi manns síns og allra karlmanna, er heyrðu
til heimili þeirra hjóna, undan sverði Davíðs.
Þannig mun enn í dag vitur kona taka á sig þá ábyrgð,
sem á hana leggst í þessu tilfelli, og halda niður af há-
fjalli kæruleysis um Krist og hans boð, þótt maður henn-
ar sé þar allur í sinni arðberandi atvinnu eins og Nabal,
sem var að klippa sína sauði, og geri sér ef til vill góða
veizlu að kvöldi eins og hann. En konan mun falla fram fyr-
ir höfðingja lífsins, eins og Abígail fyrir Davíð, og biðja
hann ásjár um andlegt líf ástvina sinna, því að Hann er
meiri en Davíð.
Mun ekki sú kona verða blessuð um eilífð af þeim
sálum, er hún tók andlega ábyrgð á og flutti mál þeirra
frammi fyrir hástóli himnanna, bað um frelsun þeirra og
fékk bænheyrslu?
Vissulega.
----——-x----------
J JESÚ NAFNI"
„Ég bað um afturhvarf mannsins míns í nálega 15
ár,“ segir kristin starfskona, „og það virtist sem bæn-
ir mínar ætluðu ekki að hrífa. En dag nokkurn las ég
orð Meistarans: „Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni,
mun ég gera það.“ Ég sá, að ég hafði verið að biðja í
mínu eigin nafni, og að ég hafði leitað afturhvarfs manns-
ins míns sjálfri mér til gleði og hamingju. Ég hætti að
biðja af þessum hvötum og fór að biðja einlæglega í
nafni Drottins Jesú Krists og eingöngu vegna dýrðar
hans. Eftir fáeina mánuði var maðurinn minn frelsað-
ur og varð virkur starfsmaður með mér í þjónustu Krists.
— Athuga skal vel, hvort það er vegna dýrðar Guðs eða
okkar eigin þæginda, sem við biðjum um eitthvað.