Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 12

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 12
12 NORÐURLJÓSIÐ Dick með þýðingarstarfið, fór hann að hugsa meir og meir um kröfur Krists. Tveimur árum seinna hafði Siblian og tveir menn aðrir gefið Kristi líf sitt. Dick hafði getað þýtt meira af ritningunni og frætt þá um grundvallarsannindi trú- arinnar, þegar þau Betty fóru heim til að hvíla sig. Er þau komu aftur, taldi hópur hinna trúuðu sjö menn. í fyrra (1964) voru þeir orðnir 46, og Anuy var einn þeirra. A samkomu sumarið 1963 talaði Siblian og las þá úr nýútgefnu guðspjalli Jóhannesar og 1. bréfi hans. Hann skoraði á aðra að horfast í augu við vandamál sín og að leyfa Drottni að leggja til lausnina á þeim. Er ræðu hans lauk, reis faðir dánu stúlkunnar, sem grafin hafði verið upp, á fætur og mælti: „V.iljið þið gera svo vel að biðja fyrir mér, að Drott- inn veiti mér náð til að fylgja sér algerlega og að halda engu eftir.“ (Þýtt úr Translator, málgagni Wycliffe Bible Translators, Purley, Englandi). ---------x-------- Spurning hjúkrunarkonunnar „Jesús svaraði og sagði við hann: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð guðsríki, nema hann end- urfæðist. . . . Yður ber að endurfæðast. (Jóh. 3. 3., 7.). Hjúkrunarkonan spurði: „Trúir þú, að Guð muni senda mig til helvítis vegna smásynda þeirra, sem ég drýgi?“ Frá venjulegu sjónarmiði var það ekki svo mikilvægt, sem hún gat um. Hún notaði tímann mest til lesturs skáld- sagna og tímarita, og að loknum daglegum hjúkrunar- störfum, fór hún í bíó. Hún lifði sem aðlaðandi stúlka, og í augum þeirra, sem voru henni ókunnir, virtist hún vera trúuð. Hún sótti kirkju, starfaði í sunnudagaskóla og í æskulýðsfélaginu, — en hún var ekki fœdd að nýju; og það vissi hún. Þegar ég hafði hugsað litla stund um spurningu henn- ar, svaraði ég: „Afstaða þín gagnvart spurningu þinni er ekki rétt. Ég vil með sem fæstum orðum láta þig vita afstöðu þína gagnvart Guði. Hingað í sjúkrahúsið kemur sjúklingur, sem tekið hefir inn eitur. Læknir.inn býr til móteitur, og þú ferð með það inn til sjúka mannsins, en hann vill ekki taka það inn. Þó að þú biðjir hann að gera það, neitar hann því. Ef maðurinn deyr, hvort er það honum að kenna eða þér?“ „Auðvitað manninum,“ svaraði hún. „Þetta er rétt, og þetta er mynd af afstöðu þinni til Guðs. Syndin hefir eitrað þig. Þú ert fædd í synd. Ef þú fæðist ekki að nýju, þá deyr þú dauða syndarans. Jesús segir, að deyir þú í syndum þínum, getur þú ekki komizt inn í Guðsríki, þar sem hann býr, og þá er enginn annar staður en helvíti að fara til. En Guð hefir framreitt undur- samlegt móteitur gegn syndinni, og á því andartaki, sem þú tekur það, verða augljósar verkanir þess, af því að all- ar syndir þínar verða afmáðar að eilífu, svo að þeirra verður aldrei framar minnzt.“ „Hvaða móteitur er þetta, sem þú talar um?“ „Drottinn Jesús Kristur er hinn eini, sem bjargar frá. syndinni. Hann yfirgaf dýrð himinsins og kom hingað til jarðar til þess að frelsa heiminn frá synd með því að fórna sér í dauðann á krossinum. Ef þú vilt taka á móti honum nú sem frelsara þínum, verða syndir þínar afmáð- ar. „Ég mun vera vægur við misgerðir þeirra, og ég mun alls ekki framar minnast synda þeirra.“ (Hebr. 8. 12.). En neitir þú að taka á móti frelsaranum, sem Guð býður þér, getur þú ekki ásakað Guð fyrir það, að þú ferð héðan glötuð að eilífu. Þú getur ekki afsakað þig með því, að þú sért fædd í synd, en neitir þú að taka á móti hinum undursamlega frelsara, sem Guð vill gefa þér, verður þú ein að bera afleiðingarnar af því, að hafna honum. Skilur þú nú, hvað ég á við?“ „Já, ég skil þetta nú,“ svaraði hjúkrunarkonan af mik- illi alvöru. „Þú sérð nú, að Guð sendir engan í helvíti vegna smá- synda, en þú ert sjálf völd að því, að þú ferð þangað, vegna þess að þú hrindir frá þér því frelsi og þeirri björg- un, sem Jesús vill gefa þér. Þær eru ekki, þessar smásynd- ir, alvarlegar í þínum augum, en ef þær skilja þig frá Guði og loka þig úti frá himninum, verð ég að segja þér, að þær eru mjög alvarlegar og stórar í augum mínum. Vilt þú láta smásyndir skilja þig frá Kristi? Vilt þú ekki eiga hann framar öllu hér í heimi?“ „Jú, ég vil það,“ svaraði hún með hógværð. Heimsk er sú manneskja, sem lætur nokkrar smásyndir loka fyrir sér himninum. Öllum ber saman um, að Júdas Ískaríot gerði slæm kaup, er hann seldi frelsarann fyrir 30 silfurpeninga. En nú á dögum eru þeir margir, sem selja Jesúm fyrir miklu minna en þetta. Tak þú á móti Jesú Kristi í dag. Hugleiddu þessar ritn- ingargreinar: „Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sum- ir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki, að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar.“ (2. Pét. 3. 9.). „Lærið gott að gera, leitið þess, sem rétt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verður, rekið réttar hins munað- arlausa og verjið málefni ekkjunnar. Komið nú og eig- umst lög við, segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.“ (Jesaja 1. 17., 18.). Ég, ég einn, afmái afbrot þín sj álfs mín vegna og minn- ist ekki synda þinna.“ (Jes. 43. 25.). „Og þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hj álp- ræðisins.“ (Jes. 12. 3.). Agúst Gíslason, Siglufirði, þýddi. ---------x---------- Tónskáldið Haydn ræddi við tvo vini sína um hrygga lund. Annar þeirra sagði: „Þegar ég er langt niðri, f* ég mér vín, og það hressir mig upp.“ Hinn sagði: „Eg fer í hljómlistina, og hún huggar mig.“ Þá sagði Haydn: „Þegar ég er hryggur í lund, fer ég að biðja. Enginn get- ur huggað mig líkt því eins vel og Drottinn minn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.