Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 13

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 13
NORÐURLJÓSIÐ 13 ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK 1. Amelia Holmquist. Eftir Kathryn Kuhlman. Þeir komu með hana á sjúkrabörum. Líkaminn henn- ar smávaxni var átakanlega horaður, en hún var alklædd! Hún var svo fullviss um, að hún mundi losna af þessum sjúkrabörum —- svo viss um, að Guð mundi lækna hana — svo viss um, að hennar dagur væri í dag, að hún hafði beðið manninn sinn að klæða sig, áður en hún var bor- in út í sjúkravagninn, sem beið hennar. Amelia Holm- quist var þá algerlega ósjálfbjarga af liðagigt; hver taug í líkama hennar var sjúk. Hún var sænsk kona og lúterstrúar, en hún lætur ekki bregðast að segja talsvert hreykin — með svo miklum erlendum málhreim, að það er erfitt að skilja hana: — „Eg er bandarískur borgari.“ Eftir stutta þögn bætir hún brosandi við: „En ég býst við, að þið getið sagt, að fram- ar öllu sé borgararéttur minn hið efra — hjá Drottni.“ Nokkrum árum áður tók Amelia eftir, að liðamótin í líkama hennar virtust stirð og bólgin. Er þrautirnar knúðu hana loks til að leita læknis, kvað hann upp þann úrskurð, að þetta væri ein tegund af liðagigt. Hann fyrirskipaði venjulega meðferð: hita, nudd, lyf og æfingar til að halda liðunum hreyfanlegum, en allt til einskis. Henni gekk verr og verr að hreyfa armana eða lyfta þeim upp. Með mestu erfiðismunum gat hún sezt á stól, en staðið upp aftur gat hún ekki. Rösklegt göngulag hennar breyttist í kvalafullt skjökt. Loks gat hún aðeins gengið með því að nota stafi. Liðamót hennar öll voru orðin aflöguð. Loks varð hún alveg rúmföst. „Þegar hér var komið,“ segir hún, „leit einhver grann- kona mín inn til mín. Hún færði mér litla, rauða bók, sem nefndist: „Læknandi snerting Drottins,“ sem rituð var af einhverri Kathryn Kuhlman. Hún sagði mér, að ung- frú Kuhlman talaði í útvarp daglega, og ég skyldi ekki láta það bregðast að hlusta á hana.“ Amelia las litlu bókina og hlustaði á útvarpið, og nýr heimur tók að opnast fyrir henni, segir hún. „Ég hafði sótt kirkju alla mína ævi,“ segir hún, „en fram að þessu vissi ég ekki, að Guð læknar nú á dögum eins og hann gerði fyrir nálega tvö þúsund árum; og ég vissi ekkert um raunverulega trú, unz ég las þessa litlu bók og fór að hlusta á ungfrú Kuhlman.“ Þegar hér var komið, var Amelia Holmquist orðin al- veg ósjálfbjarga. Hún gat ekki snúið höfð.inu til hið minnsta eða hreyft nokkurn hluta líkamans. Hún leið að heita mátti stöðugar þjáningar. Líkaminn allur var svo aumur, að hún varð ekki lauguð í vatni, heldur varð að strjúka hana varlega með baðmull, vættri með olíu. Ur eðlilegri líkamsþyngd hafði hún létzt um nærri 22 kg., og hún var dauða nær af ofþreytu, en það er ástand um það bil tveggja sjúklinga af hundraði þeirra, sem komnir eru á hennar stig í sjúkdómnum. Þegar hún las og hlustaði á útvarpið, fór trú hennar að vaxa. I fyrsta sinn á mörgum árum fór að vakna í hjarta hennar, sem lengi hafði verið vonlaust, sú sannfær- ing, að hún gæti aftur lifað eðlilegu lífi. Dag nokkurn, er hún hafði hlustað á útvarpið, spurði hún mann sinn, hvort hann vildi næsta sunnudag flytja hana í sjúkravagni til guðsþjónustu, sem haldin yrði í Stambaugh sahium í Youngstown í Ohio. Hann neitaði því. I fyrsta lagi vegna trúarskorts, og í öðru lagi vegna þess, að vegalengdin var of löng. „Þá fór ég,“ segir Amelia, „að biðja Guð, að hann léti ungfrú Kuhlman koma nær Akron, svo að ég gæti komizt til hennar, og hann svaraði bæn minni. Mánuði síðar átti að halda guðsþjónustu í Canton í Ohio, og ég vissi, að þangað gæti ég komizt auðveldlega." Samið var um að fá sjúkravagn, og árla næsta sunnu- dag vakti Amelia mann sinn og bað þess, að hann klæddi hana. Hann varð steinhissa. „Hvers vegna?“ vildi hann vita. „Fólk fer ekki í ferða- lög alklœtt á sjúkrabörum.“ „Af því,“ svaraði kona hans, og andlit hennar ljóm- aði, „að ég veit, að í dag er lækningardagur minn. Ég ætla að rísa upp og ganga frá sjúkrabörunum, og þegar ég geri það, verð ég að vera í einhverju af fötum.“ Ósamþykkur, efablandinn, en til þess að þóknast henni eins og óþægum krakka, fór hann að leita að kjól handa henni, sem hnepptur væri að framanverðu, því að armana gat hún ekki hreyft, livað þá lyft þeim upp yfir höfuð sér. Loksins fann hann kjólinn, klæddi hana og greiddi hár hennar. Hún var ferðbúin rétt um leið og sjúkra- vagninn kom að dyrunum. Þeir lögðu hana varlega á börurnar til þess að valda ekki óþörfum þjáningum. Erfitt var að komast hjá þeim, þar sem það voru aðeins tveir litlir blettir á baki hennar, þar sem mátti snerta hana og lyfta henni án þess að valda miklum sársauka. Þeir báru hana síðan út og komu henni örugglega fyrir í sjúkravagninum og manni hennar við hlið hennar. Vagninn var rétt að renna af stað, þegar hún kallaði til ökumannsins: „Ó, bíddu, farðu ekki strax. Við gleymd- um kápunni minni.“ Maður hennar leit á hana með vantrúarsvip. „Kápunni þinni,“ sagði hann. „Hvað í veröldinni hefir þú að gera með kápu? Það er breitt yfir þig frá hvirfli til ilja.“ „Jú,“ svaraði hún, „en ég get ekki verið í ábreiðum, þegar ég fer heim. GERÐU SVO VEL AÐ SÆKJA KÁP- UNA MÍNA.“ Maður hennar starði á hana andartak, alveg orðlaus. Síðan fór hann inn í húsið og kom aftur með kápuna á handleggnum. Afstaða Ameliu Holmquist við þetta tækifæri sýnir mynd af grundvallarskilyrðum guðdómlegra lækninga: al- ger og skilyrðislaus eftirvænting, að lækning muni eiga sér stað. Amelia Holmquist átti þennan dýrmæta fjársjóð, sem við köllum TRU. Trúin er ekki eitthvað, sem hægt er að handleika og efnagreina. Hún er heldur ekki eitthvað, sem við getum „æst upp“ í okkur sjálf. HÚN ER GJÖF GUÐS. „Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.