Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 16
16
NORÐURLJÓSIÐ
VERTU MEÐ
Opið bréf til vinar míns.
Heyrðu vinur, eigum við ekki að bregða okkur snöggv-
ast í ferðalag, í huganum, og heimsækja stórkostlegt lista-
safn?
Það er margt að sjá í safninu. Þar eru listaverk, ólýsan-
leg að mikilleika og fegurðin eftir því. Við teygum þann
unað, sem það veitir að virða slíkt fyrir sér. Fjölbreytnin,
hún er ótæmandi.
V.ið fáum meir en að sjá, við fáum líka að heyra, hlusta
á hljóma óumræðilega margbreytilega. Hér megum við
dvelja, hlusta og skoða eins og okkur lystir.
Hvað fer að fylla huga okkar mest? Er það tign og
mikilleiki hins stórfenglega? Er það fegurðin eða marg-
breytnin? Heldur þú ekki, að við munum alveg gleyma
okkur vegna alls, sem við fáum að sjá, heyra og skoða?
Hér megum við skoða allt frá öllum hliðum. En hvað
vekur athygli okkar mest af öllu? Það er lífið, lífið sjálft
í óteljandi myndum sínum.
Við lítum til fjallanna. Við horfum á fuglana fljúga og
á orma og pöddur í felum. Við lítum á hið háa, en einnig
til hins lága.
Við horfum á fossana, tign þeirra og fegurð. Við lítum
yfir túnin, engin og hagana. Alstaðar blasir við lífið. Við
lítum fyrst á það, sem mest ber á. Finnst þér ekki, eins
og mér, yndislegt að virða fyrir þér hjarðir hesta, kúa og
sauða? Við skulum gefa blómunum gaum. Fögur er eyrar-
rósin, fagurt er blágresið og maríuvöndurinn litli, svo að
eitthvað sé nefnt af okkar bernskuvinum.
Við lítum inn í kaktusblómið stóra. Það er dásamlegt
blóm og ógleymanlegt, minnir á hrynjandi foss. Við skoð-
um einnig fegurð og fjölbreytni paradísarblóma og eilífð-
arblóma, og þú verður að gefa þér aðeins tíma til að
beygja þig niður að rósinni þarna og anda að þér ilmi
hennar. Þú lítur rétt á fegurð hennar um leið. Það tillit
borgar sig.
Við nemum staðar við manninn: hjarta hans og heila,
augað og eyrað, taugarnar og meltingarfærin. Þó er stór-
fenglegast við hann, að hann er andi, sál og h'kami,
gerður í mynd hins þríeina Guðs, sem er Fað.ir, Sonur og
heilagur Andi.
Fyllumst við ekki lotningu? Kemur ekki þrá í hjartað
eftir kynnum við höfund lífsins og alls, er tilveru hefir?
Hvílíkur er Hann, óumræðilegur að mikilleik og vizku,
mætti og tign.
Eigum við ekki að staðnæmast og hrópa til hans? „Mun
sá eigi heyra, sem eyrað hefir plantað?“ Getum við hugsað
okkur að setja honum takmörk? Langar okkur virkilega
til þess?
Við skulum íhuga eigin smæð, takmarkanir okkar á
öllum sviðum. Hvenær lærum við fyrst að þekkja okkur
sjálf ? Þegar við sjáum kærleik og vizku, mátt og heilag-
leik Guðs.
Margvíslegar eru þær, hugmyndirnar, sem mennirnir
gera sér um hann, sem er höfundur lífsins, uppspretta
allrar tilveru. Þær hugmyndir sýna og sanna, að „vér fór-
um allir villir vega sem sauðir, hver vor stefndi sína leið.“
Var ekki honum, sem er „konungur konunga og Drottinn
drottna“ frjálst að fara þá einu leið, sem alvizka hans sá
færa, til að framkalla andlegt líf í hjörtum okkar mann-
anna barna? Hann, aðeins hann einn, þekkir okkur til
fulls, og hann vissi, að við gátum aldrei nálgazt hann,
aldrei sameinazt honum í eigin mætti. Þess vegna lét hann
Orð sitt íklæðast mannlegu holdi, eins og ritað er:
„í upphafi var Orðið og orðið var hjá Guði, og orðið
var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru
gerðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er
orðið. I því var líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið
skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.“
(Jóh. 1. 1,—5.).
Þetta var leyndardómur hjá Guði, ráðsályktun hans:
að Orðið varð hold, og hann bjó með oss, fullur náðar
og sannleika. Og um hann vitnaði Jóhannes skírari: „Vér
sáurn dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður.“
(Jóh. 1. 14.). Orð hins eilífa lífs. Jesús Kristur, íklæddist
mannlegu holdi, gekk undir vald freistinga, en með full-
komnum sigri yfir þeim öllum. Seinast tók hann á sig laun
syndar.innar, sem er dauði. Hann stofnaði með blóði sxnu,
dauða sínum, nýjan sáttmála, náðarsáttmála. Þetta er
sáttatilboð Guðs. Er ekki kominn tími til að taka því?
Vér eygjum ótal friðvana hjörtu. Hver höndin er uppi
á móti annarri. Hvers vegna? Mennirnir hafa ekki „veitt
viðtöku kærleikanum til sannleikans.“ Syndir þeirra hlað-
ast upp sem múrveggur milli Guðs og þeirra. Fjölmargir
segja, að enginn Guð sé til, af því að hann heyrist ekki og
sést ekki. Sagt er, að Satan sé ekki til; að Jesús hafi ein-
ungis verið góður maður, reyndar langt á undan sinni
samtíð; margir eru komnir út á breiða veginn. En sá
vegur endar í vegleysu, á helslóðum. Það er skýrt tekið
fram. Við skulum líta á birgðirnar af kjarnorkusprengjun-
um. Lítur ekki út fyrir, að heimurinn rambi á glötunar-
barmi?
Við lítum af þessari myrku mynd og horfum á Lávarð
lífsins, á verk hans og vilja. Hann niðurlægði sjálfan sig
okkar vegna, og hann „getur séð aumur á veikleika vor-
um.“ En á sínum tíma kemur hann hingað aftur, eins og
hann sjálfur sagði, á skýjum hirnins með mætti og mikilli
dýrð, ólýsanlegri dýrð.
En nú, á þessum tíma, býður hann hverjum þeim, sem
orð hans les eða heyrir: „Komið tii mín, allir.“ Hlustaðu
nú. Heyrir þú ekki, að unaðsblíða röddin hans kallar á
þig með nafni? Hann elskar þig, elskaði þig að fyrra-
bragði. Á hann þá ekki skilið, að þú gefir honum kær-
leika þinn? Tak á móti náð hans, á móti honum sjálfum
nú, því að einmitt nú er hentugi tíminn til þess.
Með góðri kveðju til þín og þeirra, er þetta lesa.
Sigríður Sigurbjörnsdóttir,
Keflavík.