Norðurljósið - 01.01.1965, Page 17
NORÐURLJÓSIÐ
17
ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK
Eftir Kathryn Kuhlman.
2. George Speedy
Það var guðsþjónusta á Þakkardegi (Thanksgiving Day,
í Bandaríkjunum), og ég beið eftir að ganga upp á ræðu-
pallinn, þegar sætavörður færði mér orkideu og sagði,
að herramaður hefði beðið hann að færa mér hana til
að bera hana, meðan stæði á guðsþj ónustunni.
Eg opnaði bréfspjaldið, sem fylgdi, og las: „I viður-
kenningarskyni fyrir það, sem þú hefir gert fyrir mig.
— ,Speedy‘ .“
Ég nældi á mig blómið, gekk upp á ræðupallinn og til-
kynnti fyrsta sálminn. Að honum loknum stöðvaði ég guðs-
þjónustuna, las bréfspjaldið fyrir söfnuðinum og bað
þann, er hafði sent það, að koma fram.
Inn ganginn gekk maður um fertugt. Andlit hans ljóm-
aði. Þegar hann nam staðar frammi fyrir mér, sagði ég:
„Speedy, ég þori að segja, að þetta er fyrsta orkidean,
sem þú hefir keypt um dagana.“ Svarið kom skjótt. „Ekki
einungis fyrsta orkidean, heldur fyrsta blómið. En þú
veizt,“ sagði hann með breiðu brosi, „að mánuðum sam-
an héldu eigendur veitingahúsa í Warren, Ohio, að ég
væri blómasali. Sjáðu til, ég vann hjá félagi, sem fram-
leiddi grafhvelfingar, og ég flutti þær í kirkjugarðana.
Þá tók ég fersk blóm, sem lágu á nýjum gröfum. Síðan
fór ég í veitingahúsin og lét þau fá fersk blóm í skiptum
fyrir áfengi.“
George Speedy byrjaði ekki að drekka til þess að verða
áfengissjúklingur. Gerir nokkur það?
Líkt og flestir unglingar drakk hann upp á „sport“ og
vegna þeirrar öryggiskenndar, sem það veitti honum. En
hann byrjaði fyrr en flestir aðrir. „Þegar ég var átta
ára,“ seg.ir hann, „fór ég út í bílskúrinn og sötraði lögg-
ina úr tómum viskíflöskum föður míns eða náði mér í
eplamjöð úr tunnu afa míns.“
Þegar Speedy var fjórtán ára, fluttist fjölskyldan til
Warren í Ohio. Þar eignaðist hann nýja vini. Þeim fannst
eins og honum mikið „sport“ í því að fá sér flösku af
víni eða koníaki, hvenær sem þeir gátu það.
Þegar hann kvæntist, tvítugur að aldri, var hann kom-
■inn vel á veg með að verða ofdrykkjumaður. Hann hrós-
aði sér oft af því, að hann gæti drukkið flesta menn „und-
ir borðið.“ En af því að hann var ungur, hraustur og hafði
góða matarlyst, datt engum í hug, að hann væri á góðri
leið til að tortíma sjálfum sér.
Hann og unga konan hans, Kay, voru mjög ástfangin
hvort af öðru. Hann stundaði vinnuna stöðugt, er þau
voru gift, þó að eins og hún segir: „ég sæi sjaldan
nokkra peninga. Við höfðum aðeins fyrir brýnustu lífs-
nauðsynjum, hitt fór fyrir áfengið.“
Meðan greitt var kaup hálfsmánaðarlega, var þó ástand-
ið ekki of slæmt. En þegar Speedy fékk kaupið greitt
vikulega, þá töpuðust tveir dagar á viku: útborgunar-
dagurinn, þegar hann hélt upp á greiðsludaginn, og dag-
urinn á eftir, þegar var að renna af honum. En þrátt fyrir
drykkjuskap sinn var George Speedy afbragðs verkmað-
ur, alveg sama hvað sem hann vann. Þess vegna lét vinnu-
veitandi hans hann halda vinnunni. Hann var í sjálfu sér
góður maður, sem alltaf var tilbúinn að hjálpa vini, sem
var í erfiðleikum, og honum var blóðilla við, að nokkur
setti út á drykkjuskap hans. Hann stóð fast á því, að hann
gerði engum nema sjálfum sér skaða með honum, og
harðneitaði að sjá, hvað drykkjuskapurinn gerði hjóna-
bandi hans.
Það var eins og konan hans segir: „Heimilislíf okkar
varð helvíti á jörðu, áður en lauk. Speedy kom heim
dauðadrukkinn kvöld eftir kvöld, kvikinzkur og þrætu-
gjarn. Börnin urðu svo hrædd við hann, að þau sögðu
oftar en einu sinni, að þau vildu, að hann kæmi aldrei
heim.“
Peningar hans voru farnir löngu fyrr en greiðsludagur
kom. Hann drakk ekki lengur um helgar, heldur á hverju
kvöldi.
Svo fór hann að koma inn um framdyrnar á verkstöð-
inni, þar sem hann vann, á morgnana, stimplaði tíma-
klukkuna, gekk í gegnum bygginguna og út um bakdyrn-
ar, yfir brautarteinana, inn í veitingahús, til að fá sér
eitt eða tvö staup til að halda sér uppi yfir daginn. Þá
fór hann inn aftur og tók til starfa. Þrátt fyrir drykkju-
skapinn vann hann svo vel og var svo hraðvirkur, að
yfirmaður hans viðurkenndi aldrei þessar morgungöng-
ur hans, ef hann vissi um þær.
Loks kom að því, að hann gat ekki sofið á nóttum,
nema hann vissi, að hann ætti nóg áfengi til að fá sér
vænan sopa næsta morgun. Oft var honum svo óglatt á
morgnana, að vínið tolldi ekki niðri í honum, en með
svo skjálfandi höndum, að hann gat varla hamið lítinn
sopa í stóru glasi, án þess að hella því niður, hélt hann
áfram að reyna, unz hann gat haldið viskíinu niðri í sér.
Afengisþörf hans fór alltaf vaxandi, unz hann þurfti
að fá sér sopa á tveggja stunda fresti.
Speedy lærði hvert verk, sem hann reyndi við, fljótt
og vel. En hið innra með sér var hann óöruggur og sí-
hræddur um, að sér mundi mistakast. Þetta varð svika-
mylla. Hann missti atvinnuna, af því að hann drakk. Og
drykkjuskapur hans óx, af því að sjálfstraust hans þvarr.
Hann var að vinna fyrir mjólkursamlag, þegar fyrstu
einkenni um hnignun sálarkrafta fóru að koma í ljós.
Það kom oft fyrir, er hann lá á legubekk, að hann rétti
út höndina til að klappa hundi, sem ekki var þar. Akstur
hans varð skeikull. Hann minnist þess, að einu sinni fann
hann til nærri óstjórnlegrar löngunar að stökkva út
úr mjólkurvagninum. Hann varð að halda fast um stýris-
hjólið og reka þessa hugsun úr huga sér, svo að hann
tæki ekki stökkið.
Sama kvöldið gekk hann inn í húsið sitt, algerlega alls-
gáður, að því er v.irtist, og heimtaði að fá að sjá móður
sína, en hún hafði dáið fyrir fimmtán árum.
Eðlisfar hans fór að taka gagngerum breytingum. Hann
gerðist mótsnúinn fólki, sem honum hafði fallið vel við
áður, og móðgaði hvern, sem heim til hans kom, unz allir
hættu að koma til hans, jafnvel ættingjar hans.