Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 21
N ORÐURLJ ÓSIÐ
21
vann að þessu, bjuggu þau hjónin í garðhúsi hjá E. C.
Murray öldungardeildarþingmanni. Unnu þau ýmislegt
fyrir hann til endurgjalds fyrir húslánið.
Ef til vill hefir það verið stoltasta andartak ævi Spee-
dys, þegar þingmaðurinn sagði um hann: „George er
alltaf heiðursmaður, og hann er ekki einungis áreiðan-
legur, heldur hefir hann talsverða hæfileika til að vinna
hvað sem er. Okkur geðjast mjög vel að honum og konu
hans, og ég vona, að þau sjái leið til þess að halda áfram
að vera hjá okkur enn um sinn.“
Speedy er hreykinn af þessu bréfi, en hann gleymir
aldrei eitt andartak, að Drottni ber allur heiðurinn.
Stærsta kraftaverk í heimi er gerbreyting á manni, þeg-
ar rætist bókstaflega þetta: „Ef þannig einhver er í Kristi,
er hann ný skepna (sköpun), hið gamla varð að engu,
sjá, það er orðið nýtt.“ (2. Kor. 5. 17.).
Efnafræðingar Flóa olíufélagsins tóku svartan, óhrein-
an, saurugan, ólyktarúrgang frá olíuhreinsunarstöðinni og
gerðu hann að hreinni, hvítri, gagnsærri glæolíu (para-
fín). Slík er hugkvæmni manna, tengd krafti vísindanna.
En hvorki menn né vísindi geta tekið mannshjartað,
sem er svart af synd og gert það hreint og flekklaust.
Menn geta ekki tekið manneðlið, óhreinkað og atað af
saurgun Satans, og gert það að máttugu verkfæri réttlæt-
isins. Slíkt krefst guðlegs máttar. Guð sjálfan þarf til
að gera slíka umbreytingu.
Umhverfið, hugsanakraftur, viljakraftur, allt þetta get-
ur afrekað miklu, svo langt sem þau ná, en þau eiga sín
takmörk, sem þau komast ekki yfir.
Enginn mannlegur máttur, enginn ofdrykkjumaður,
hefir nægan viljakraft til að steinhætta að drekka á einu
andartaki, — langa aldrei framar í áfengi — að lausn
hans sé leiftursnögg og varanleg.
Læknisvísindin munu einnig staðfesta þá staðreynd, að
hafi líkami mannsins verið gagnsósa af áfengi árum sam-
an, þá geti líkaminn ekki staðizt það, að vínnautn sé snögg-
lega hætt, það yrði of mikið áfall fyrir hann. Þess vegna
er vínskammturinn smám saman minnkaður, þegar menn
eru að ganga undir „lækningu".
En Guð getur tekið mann og gefið honum andlega lækn-
ingu, svo að hann fái að reyna fullkomna lausn á einu and-
artaki og verði í sannleika „nýr maður í Kristi Jesú.“
Það þarf einhvern, sem er meiri en maður, til að end-
urleysa menn þannig! Reynið að skýra svo dásamlega
gerbreytingu mannlegs eðlis án hins mikla kraftar heil-
ags Anda, reynið að skýra slíka frelsun án kraftaverka-
máttar Jesú Krists, það verður móðgun við mannlega skyn-
semi og svívirðing á nafni og persónu Krists, sem frelsaði
Loforð Drottins
„Akalla mig á degi neyðarinnar; ég mun frelsa þig, og
þú skalt vegsama mig.“ Sálm. 50. 15.
„Þann, sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka.“
Jóh. 6. 37.
„Hver, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast.“ Róm.
10. 13.
Hvernig á að lifa fyrir Guð?
Eftir dr. Oswald J. Smith.
Hefir þú veitt Jesú Kristi viðtöku sem frelsara þínum?
Eru syndir þínar fyrirgefnar? Vitnar Andi Guðs með
þínum anda, að þú sért Guðs barn, að þú hafir stigið yfir
frá dauðanum til lífsins? (Róm. 8. 16.). Hefir þú endur-
fæðzt, vilt þú í raun og veru nota líf þitt fyrir Guð?
Sé það svo, þá eru hér fimm atriði, sem ég bið þig að
gera:
Fyrst af öllu. — Vertu fullviss um sáluhjálp þína.
Hvernig getur þú vitað, að þú sért hólpinn. Af orði
Guðs. Dauði Krists fyrir þig gerir þig óhultan, og Orðið
gefur þér fullvissu. „Þetta hefi ég skrifað yður, til þess
að þér VITIÐ, að þér hafið eilíft líf.“ (I. Jóh. 5. 13.).
Hér stendur ekki: „Til þess að þér megið vona, halda,
gizka,“ heldur: „til þess að þér V-I-T-I-Ð — vitið.“
Það stendur ekki: „Þessar sælu tilfinningar hefi ég
gefið yður,“ heldur: „ Þetta hefi ég skrifað yður.“ Hvað
stendur skrifað? „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls
ekki burt reka.“ (Jóh. 6. 37.). Hefir þú komið? Hvar
ertu þá? Hjá Kristi eða rekinn burt frá honum? Hann
segist ekki reka þig burt. Þess vegna hlýtur hann að hafa
tekið á móti þér. Enn stendur skrifað: „Öllum þeim, sem
tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn.“
(Jóh. 1. 12.). Hefir þú tekið á móti honum? Hvað ertu
þá? Guðs barn, er ekki svo?
Skilur þú það, að fullvissa þín er eingöngu háð orði
Guðs. T.ilfinningar þínar geta breytzt á hverjum degi.
Þér getur „fundizt“ í dag, að þú sért frelsaður. Á morgun
getur þér fundizt, að þú sért glataður. Farðu ekki eftir
tilfinningum þínum. Farðu eftir orði Guðs. Trúðu því,
sem hann segir. Orð Guðs breytast aldrei. „Trúin kemur
af boðuninni, og boðunin byggist á orði Krists." (Róm.
10. 17.). „Trúin kemur af . . . orði Kr.ists.'1 Það er þá.
þegar þú þorir að trúa, að Andinn ber vitni með þínum
anda, að þú ert Guðs barn. Þannig öðlast þú fullvissuna
um sáluhjálp þína.
í öðru lagi. — Taktu opinbera afstöðu með Kristi.
Ég segi: opinbera afstöðu. Reyndu ekki að vera leyni-
legur lærisveinn Krists, því að það fer út um þúfur. Drag
fána þinn að hún, og láttu alla sjá þig. Játaðu trú þína
á Krist við hvert tækifæri. Segðu öðrum frá honum. Fel
þú ekki ljósið þitt. „Hver, sem blygðast sín fyrir mig og
mín orð, fyrir hann mun manns-sonurinn blygðast sín.“
(Mark. 8. 38.). Ef þú vilt, að hann kannist við þig, þá
verður þú að kannast við hann. Ef þú vilt vaxa fljótt and-
lega, viðurkenndu hann opinberlega. Gerðu það nú, þeg-
ar í stað. Bíddu ekki þangað til seinna. Byrjaðu þetta
undir eins. Það er óviðj afnanlegt.
I þriðja lagi. — Snúðu þér frá öllu, sem þú veizt að
er rangt.
Fyrir kraft Heilags Anda, sem dvelur í þér, muntu
öðlast lausn frá valdi synda þinna yfir þér. „Sá er meiri,