Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 22

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 22
22 N ORÐURLJ ÓSIÐ sem í yður er, en sá, sem er í heiminum.“ (I. Jóh. 4. 4.). „Ef þannig einhver er í Kristi, er hann ný skepna (ný sköpun), hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt.“ (II. Kor. 5. 17.). Hann gefur þér nýtt eðli, eðlisfar, sem elskar réttlæti og hatar ranglæti. Heilagur Andi er kraft- ur þinn, hann gerir þig frjálsan. Nú getur þú unnið sigur. „Synd skal ekki drottna yfir yður.“ (Róm. 6. 14.). Þitt hlutverk er að velja réttlætið og að hafna syndinni. Snú þú baki v.ið henni. Vísaðu henni á brott. Settu allan þinn nú endurfædda vilja á móti henni. „Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða.“ (Róm. 12. 9.). Ef þú finnur, að einhver sérstök synd loðir við þig, flýðu þá frá henni. Utrýmdu og deyddu hið illa, sem drottnað hefir yfir þér. Eigðu ekkert við syndina. Hugsaðu ekki um syndsamleg efni. „Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki.“ (Sálm. 66. 18.). Þegar þú vilt af öllu hjarta losna undan valdi einhverrar syndar, þá mun Guð leysa þig undan valdi hennar. Bið Guð um lausnina vegna verðleika blóðs Krists og fyrir kraftinn í nafni Jesú. „Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar.“ (Róm. 6. 12.). Skildu þig alveg frá synd- inni. Hættu við hana algerlega. Hlýðnastu ekki freisting- unum. „Látið af að gera illt. Lærið gott að gera.“ (Jes. 1. 16., 17.). í fjórða lagi. — Notaðu mikinn tíma til biblíulesturs og bœnar. Því meir, sem þú lest biblíuna, því meir mun þig langa til að lesa hana. Ef þú vilt vaxa í náð, mættu þá Guði í bæn á hverjum degi. Hafðu þinn ákveðna bænastað og stund til bænar og biblíulesturs. Vertu biblíu-kristinn. Láttu engan dag líða hjá, svo að þú eigir ekki stund með Guði í einrúmi. „Sækizt eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér getið dafnað.“ (I. Pét. 2. 2.). „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.“ (Sálm. 119. 9.). Ef þú vanrækir orð Guðs, muntu falla frá. Ef þú lærir, hvernig á að biðja, muntu stíga stór skref í trúarlífinu. / fimmta lagi. — Vertu önnum kafinn við að þjóna Guði. „Iðjulaust hjarta er vinnustofa djöfulsins.“ Fáðu þér því eitthvað að gera. Gefðu fólki kristileg smárit. Vertu með þar, sem er lifandi kristilegt starf. Farðu þangað, sem fólki er boðið að koma fram og taka á móti Kristi, þar sem sálir frelsast, þar sem prédikað er: „Yður ber að endurfæðast.“ Bíð þú ekki eftir því, að þú sért beðinn að gera eitthvað. Ger þú þetta að bænarefni og tak til starfa. Vertu með í söngflokknum. Hjálpaðu til í æsku- lýðsstarfinu. Vertu með á bænasamkomunum. Talaðu persónulega við fólk. Kenndu flokki í sunnudagaskólan- um. Taktu þátt í útisamkomum. Vitjaðu hinna fátæku, hinna sjúku og þeirra, er sitja í fangelsi. Vitnaðu um Krist. Þetta nægir, v.inur minn. Meira þarf ég ekki að segja. Ef þú ert fullviss um frelsun sálar þinnar, tekur opinbera afstöðu með Kristi, snýr þér frá öllu, sem þú veizt, að er rangt, ef þú notar mikinn tíma til biblíulesturs og bæn- ar, og ef þú ert önnum kafinn við þjónustu fyrir Guð, þá mun þér vegna vel. Þú munt verða skínandi ljós og reyna sælu lífsins með Kristi. Guð mun nota þig í þjón- ustu sinni og þú munt verða mönnum til blessunar, hvar sem leið þín liggur. ---------x--------- Verið ákveðin í bæninni Þýtt úr bókinni „Prayer“ (Bœn) eftir dr. John R. Rice. í Kingham, Texas, talaði ég á biblíu-móti í meira en klukkustund um bæn og hvatti fólkið til að vera ákveðið, að vera alvara, þegar það bæði. Ég sýndi með mörgum ritningargreinum, hvers vegna við megum með djörfung biðja um afturhvarf syndara. Er guðsþjónustan var úti, kom til mín ung hjúkrunarkona, sem hafði verið kristin um það bil eitt ár. Með andlitið uppljómað af ljósi frá himni sagði hún: „Svo að þetta er aðferðin við að biðja, er ekki svo?“ Ég svaraði: „Þetta er aðferðin við að biðja.“ „Jæja, þá ætla ég að fá tvo bræður mína frelsaða í kvöld,“ sagði hún. „Ég hefi verið að biðja fyrir þeim nú í eitt ár, en ég hefi beðið þannig: „Drottinn, frelsaðu bræður mína áður en það er of seint.“ Nú fer ég heim og bið Guð að frelsa þá í kvöld.“ Þar með gekk hún heim. Mér leið ekki vel. Ég. fór að hugsa: „Er hún að treysta á orð mín, eða er hún í raun og veru að treysta Guði?“ En hún fór heim og notaði tímann til bænar og hafði um kvöldið þá unaðslegu fullvissu í hjarta sínu, að Guð ætlaði að frelsa tvíbura-bræður hennar. Um kvöldið kom móðurbróðir hennar 14 mílna (um 20 km.) leið og frelsaðist dásamlega. Þá kom móðir hjúkrun- arkonunnar, er hún sá bróður sinn frelsast svo dásamlega, grátandi fram og játaði, að hún hefði verið fráfallin, hún hefði ekki haft þær áhyggjur út af börnum sínum, sem hún hefði átt að hafa. Þá sá ég koma niður af svölunum tvo unga ágæta menn, seytján ára gamla tvíbura. Með þeim var safnaðarhirðirinn, og þeir komu opinberlega fram til að veita Kristi viðtöku. Það getur verið, að Guð hafi þurft að ná móðurbróðurnum fyrst til að vekja móðurina, og það getur verið, að hann hafi þurft að vekja móðurina áður en hann gat náð til piltanna; en Guð neitaði ekki ein- lægri, ákafri beiðni ungu hjúkrunarkonunnar, sem bað Guð að frelsa bræður sína þá um kvöldið, beiðni hennar, sem reiddi sig á orð Guðs og skýr fyrirheit þess. Ég segi, að íhugun orðs Guðs hjálpi okkur til að verða ákveðin í bænum okkar. Er við hugleiðum Guðs orð, sjá- um við, hve mjög hann þráir að gefa okkur og hve ríku- lega hann hefir boðizt til að svara bænum okkar. Við get- um komizt eftir því, hvað það er, sem samkvæmt er vilja hans, og þannig orðið djarfari til að biðja um ákveðna hluti á ákveðnum tíma. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir Guði áður en maður- inn ljóslega veit, um hvað hann á að biðja. Láttu heilagan Anda tala við þig. Bið þú Guð að sýna þér það, sem rangt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.