Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 24
24
NORÐURLJQSIÐ
Molar frá borði Meistarans.
(Greinir handa lœrisveinum Krists.)
Ofund og mögl
Lesið 4. Mós. 16.1. Kor. 10. 10.
Þegar Israelsmenn komu að Sínaí-fjalli, voru þeir þjóð.
Þegar þeir fóru þaðan, voru þeir orðnir þjóðfélag, sjálf-
stætt ríki, þegnar á leið til landsins, sem Guð hafði heit-
ið þeim.
Konungur þeirra var Jahve, Drottinn, sjálfur. Fulltrúi
hans í þjóðfélaginu var æðsti presturinn. „Þér skuluð
vera mér prestaríki.“ Æðsti presturinn hafði brjóstskjöld-
inn ásamt höklinum, sem hann var festur við. Þar mátti
hann leita úrskurðar Drottins sjálfs, þegar þekking eða
vizka manna var komin í þrot.
ísrael var því eigi lengur safn manna, myndað úr mörg-
um ættkvíslum, heldur skipulegt þjóðfélag. Forustuvald-
ið, leiðtogastarfið, var í höndum Leví-ættkvíslar. Ef til
vill hlaut hún það að launum, að fá að þjóna Drottni öðr-
um ættkvíslum fremur, eftir hina ákveðnu afstöðu, sem
Levítarnir tóku með Drottni, er Drottinn vildi hegna lög-
leysi og uppreisn fólksins, þegar það hafði gert gullkálf-
inn.
Hins vegar fengu ekki allir Levítar jöfn réttindi. Aron
og ættleggur hans hafði þau sérréttindi að mega ganga
fram fyrir Guð og brenna reykelsi.
Ofund er samgróin mannlegu eðli. Hún er ávöxtur synd-
arinnar og leiðir einnig til syndar. Ef til vill var það öf-
und, sem Satan varð að falli, svo að hann gerði uppreisn
gegn Guði. Menn öfunda aðra, sem þeim finnst að beri
betri hlut frá borði en þeir sjálfir. Það getur verið stétt
eða staða, eignir eða peningar, glæsileikur eða gengi
mannsins, sem öfundina kveikir.
Uppreisnin, sem þeir Kóra, Datan og Abíram gerðu,
spratt af öfund. Kóra vildi ná í embætti prestsins. Hinir
öfunduðu Móse af valdi hans og vildu ekki lúta því lengur.
Drottinn tók af skarið með það, hverjum augum hann
leit á uppreisn þeirra félaganna þriggja. Eldur eyddi Kóra
og mönnum hans. Jörðin gleypti Datan og Abíram og
allt, sem þeir áttu.
Öfund er eitt af því, sem ritningin býður lærisveinum
Krists að afleggja. 1. Pét. 2. 1. Hún er eitt af verkum
holdsins. Gal. 5. 21. Þeir, sem lifa í öfund, eru öfund-
sjúkir, mega ekki búast við að erfa guðsríki. Svo mikið
illt getur hún af sér leitt, að í Orðskv. 27. 4 er hún talin
verri en heift og reiði. „Hver fær staðizt öfundina?“
Jósef var elskaður af föður sínum. En bræður hans
öfunduðu hann. Öfundin leiddi þá til að ráðgera að drepa
hann. Barnlaus Rakel öfundaði Leu, þótt hún ætti sjálf
ást Jakobs, af því að Lea ól honum börn.
Öfundin var aflið, sem knúði æðstu menn Gyðinga til
að framselja Drottin Jesúm Pílatusi. „Hann vissi, að
æðstu prestarnir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann.“
Mark. 15. 10.
Kveða iná svo að orði, að öfund sé hálfsystir hrokans
og alsystir eigingirni og sjálfselsku. Öfund knýr mann-
inn, sem elur hana í brjósti sér, til að reyna að verða að
minnsta kosti jafnoki þess, sem hann öfundar, eða þá að
ryðja honum alveg úr vegi. Þetta er hroki, því að ritn-
ingin segir: Metið með lítillæti hver annan meir en sjálf-
an sig. Þetta gerir öfundin ekki. Lítillæti getur hún ekki
sýnt. Hún getur ekki tekið lægri sessinn eða umborið það,
að annar beri úr býtum hnossið, sem hún þráir sjálf.
Hún gerir manninn eigingjarnan, sjálfselskufullan, og
drepur í hjarta hans kærleikann til annarra. Hún treður
fótum boð Guðs og vilja. Hún er uppreisn gegn honum
jafnt í dag, sem á dögum þeirra Kóra, Datans og Abírams.
Undarlegt er mannshjartað og ótrúlega blint. Israel
horfði á stórmerki þau, sem Drottinn gerði, þegar hann
lét jörðina opnast og gleypa þá Datan og Abíram. Áður
hafði dýrð Drottins birzt öllum söfnuðinum. Eldur hafði
gengið út frá Drottni og eytt Kóra og flokki hans. Lýðnum
var að sjálfsögðu kunnugt um það.
Eigi að síður möglar allur söfnuður ísraels í gegn þeim
Móse og Aroni og sagði: „Þið hafið myrt lýð Drottins!“
Og fólkið safnaðist saman gegn þeim. Dagar þeirra hefðu
sjálfsagt verið taldir, ef Drottinn hefði eigi afstýrt áformi
fólksins.
Reiði gekk út frá Drottni, plága byrjaði. En Aron hljóp
að boði Móse inn í söfnuðinn, friðþægði fyrir fólkið og
stóð á milli hinna dauðu og hinna lifandi. Þá staðnaði plág-
an. Má af þessu atviki sjá, hve mögl er alvarleg synd.
Þetta atvik er minnzt á í 1. Kor. 10. 10: „Möglið ekki
heldur, eins og nokkurir þeirra mögluðu og fórust fyr-
ir eyðandanum.“ Trúað fólk nú á dögum er því í hættu
fyrir þessari synd. Hún liggur í eðlinu gamla, sem aldrei
vill lúta Guði né gera sér að góðu ráðstafanir hans.
„Gerið allt án mögls,“ er boðað í Fil. 2. 14.
Öfund og mögl eru hræðilegar syndir, þegar þær komast í
söfnuði eða samfélög trúaðra. Skaðinn, sem þær geta
valdið, er óútreikanlegur. Þegar far.ið er að gagnrýna og
setja út á bræður og systur í Kristi eða leiðtoga, hirða
og kennara kristinna manna, rangdæma þá, gera lítið úr
þeim og lítilsvirða þá, er skammt til andlegs ófarnaðar
þeirra, sem slíkt temja sér. Auðvitað geta leiðtogar, hirð-
ar og kennarar kristinna manna brotið af sér, og skýlaus
brot ber að dæma, en ekki samþykkja með þögninni. En
það er þetta nag eða nart, óánægjunöldur, sem setur út á
allt að kalla, sem leiðtogarnir gera, sem er svo hættulegt
andlegu lífi þeirra, sem temja sér það.
Guðs fólk á að vera glatt fólk, ánægt með hlutskiptið,
sem Guð hefir úthlutað því. „Ég hefi lært að vera ánægð-
ur með það, sem ég á við að búa,“ ritaði postulinn Páll.
Það var víðs fjarri honum að mögla yfir kjörum sínum.
Hann sóttist ekki eftir því, að vera talinn fremstur post-
ulanna. Hann ritaði: „Ég er síztur postulanna og er þess
ekki verður að kallast postuli.“
Þetta er að hafa hugarfar Drottins Jesú Krists. Hve
fjarri það var honum að vilja upphefja sjálfan sig. Hann
jafnvel afklæddist Guðs-mynd sinni og gerðist maður, fá-
tækur, fyrirlitinn maður, talinn með lögbrotsmönnum
og deyddur á krossi. Aldrei kenndi nokkurrar öfundar
hjá honum, aldrei mögls, ekki einu sinni þegar hann varð