Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 30
30
NORÐURLJÓSIÐ
Hver var Jesús frá Nazaret?
Eftir ritstjórann.
(Fólki er bent á aS lesa þcsso mikilvægu grein ALLA, en lesa ekki nema fóa kafla í einu).
Æsfir óheyrendur.
Við hugsum okkur, að við séum stödd í Jerúsalem á
dögum Jesú frá Nazaret. Við hugsum okkur einnig, að
við skiljum málið, sem fólkið talar. V.ið göngum til must-
erisins með öðrum inn um hlið. Þar tekur við stórt svæði,
sem menn kalla forgarð heiðingjanna af því að þangað
koma allir, hvort sem þeir eru Gyðingar eða ekki. Þá er
.innar, nær sjálfu musterinu, annar garður. Þangað mega
allir Gyðingar koma, karlar jafnt sem konur.
í þessum .innri garði er maður að halda ræðu. Gegnum
opið hliðið heyrum við, að hann segir:
„Ég fer burt, og þér munuð leita mín, en — þér munuð
deyja í synd yðar; þangað, sem ég fer, getið þér ekki
komizt.“
Þá verður kliður meðal áheyrendanna, og sumir segja:
„Skyldi hann ætla að fyrirfara sér, úr því að hann segir:
Þangað, sem ég fer, getið þér ekki komizt.“
Ræðumaðurinn, sem er Jesús frá Nazaret, svarar þessu
þannig: „Þér eruð neðan að, ég er ofan að; þér eruð af
þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi. Þess vegna
sagði ég við yður: Þér munuð deyja í syndum yðar. Því
að ef þér trúið ekki, að ég er sá, sem ég er, (á grísku að-
eins: ÉG ER), þá munuð þér deyja í syndum yðar.“
Aheyrendur grípa fram í og spyrja Jesúm: „Hver ert
þú?“ Þessi spurning gleður okkur, því að nú hlýtur hann
að segja, hvað hann átti við með orðunum: „Ég er.“ Hví
sagði hann ekki: „Ég er spámaður,“ eða: „Ég er kon-
ungurinn, Kristur, sem þið hafið vonazt eftir?“
Undrun okkar vex, því að hann svarar ekki beinni spurn-
.ingu. Hann segir: „Til hvers ætti ég yfirleitt að vera að
tala við yður?“ Og eftir nokkur fleiri orð segir hann:
„Þegar þér hefjið upp manns-soninn, þá munuð þér kom-
ast að raun um, að ég er sá, sem ég er, og að ég geri ekk-
ert af sjálfum mér.“
Hann heldur áfram ræðu sinni. En auðheyrt er, að á-
heyrendur eru honum andvígir. Þeir fara að æsast upp,
og æsing þeirra nær hámarki, þegar hann segir:
„Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham
var til, er ég.“
Um leið og hann hefir sagt þetta fara menn að taka
upp steina til að kasta á hann. Þeir ætla að grýta hann.
Skyndilega hverfur hann þeim, svo að þeir koma ekki fram
áformi sínu.
Hvað olli þessari æsingu, sem greip fólkið, þegar Jesús
frá Nazaret sagði: „Aður en Abraham varð til, er ég.“?
Við fáum svarið í 2. bók Móse, 3. kafla 14. og 15. versi:
„Þá sagði Guð við Móse: „Ég er sá, sem ég er.“ Og hann
sagði: Svo skalt þú segja ísraelsmönnum: „Ég er“ sendi
mig til yðar .... þetta er nafn mitt um aldur, og þetta er
nafn mitt frá kyni til kyns.“
Við munum þessa frásögu, þegar Móse vildi fá að vita
nafn Guðs, svo að hann gæti sagt Israelsmönnum það,
þegar þeir spyrðu hann.
Þegar við minnumst þessa, getum við skilið, hvers
vegna Gyðingarnir vildu grýta Jesúm frá Nazaret, þegar
hann tók sér nafn Guðs í munn og þar með kvaðst vera
hann. Menn, sem lastmæltu nafni Guðs, voru dauðasekir
og skyldu deyddir með grjótkasti. (3. Mós. 24.). Gyð-
ingar áttu aðeins um tvennt að velja við þetta tækifærri:
Að trúa því, að Jesús segði satt, eða trúa því ekki. Flestir
þeirra vildu ekki trúa því: að Guð væri meðal þeirra í
persónu Jesú frá Nazaret. Þeir eiga marga skoðanabræð-
ur eða trúbræður í dag. Fjöldi manna og voldugar trúar-
stefnur neita því afdráttarlaust, að Guð haf,i birzt meðal
manna í persónu Jesú frá Nazaret.
Getum við þá fundið sannleikann í þessu máli? Var
Jesús maður aðeins, meðan hann var hér á jörðu? Var
hann Guð og maður, Guð í mannlegum líkama? Hvernig
fáum við áreiðanlega vitneskju um þetta?
Um vitneskjuna verður að leita til samtíðar hans, fólks-
ins, er sá hann og heyrði, mannanna, sem skrifuðu um
hann.
Atvikið, sem sagt er frá hér að framan, er skráð í guð-
spjalli Jóhannesar, 8. kafla. Af því, sem þá gerðist, getum
v.ið séð, að fólkið, sem hlustaði á hann, skildi orð hans
þannig, að hann væri að staðhæfa, að hann væri Guð. Eitt-
hvað svipað hafði áður gerzt.
„Gerði sig Guði jafnan."
í 5. kafla sama guðspjalls segir frá manni, sem Jesús
læknaði. En það var hvíldardagur Gyðinga þennan dag.
Eigi að síður sagði Jesús manninum að taka sæng sína.
Maðurinn hlýddi því. Þetta fannst Gyðingum freklegt brot
á helgi hvíldardagsins. Þá sagði Jesús: „Faðir minn starf-
ar allt til þessa, ég starfa einnig.“
Hvernig skildu Gyðingarnir, samtímamenn Jesú, þessi
orð hans? Þeir skildu þau þannig, að hann ætti við Guð,
þegar hann nefndi föður sinn. Þess vegna lesum við:
„Fyrir því leituðust Gyð.ingarnir nú enn frekar við að
ráða hann af dögum, að hann ekki einungis braut hvíld-
ardagshelgina, heldur einnig kallaði Guð föður sinn og
gerði sjálfan sig að Guði jafnan.“
Við athugum þetta nánar. Gyðingarnir skilja orð Jesú
þannig, að hann staðhæfi tvennt: Að Guð sé faðir hans,
og að hann sé jafn Guði.
Höfum við nokkurn rétt til að skilja orð Jesú á ann-