Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 33
NORÐURLJÓSIÐ
33
breyttu trúaðir Gyðingar gagnvart Guði sínum, Jahve
eða Jehóva, er sumir kalla hann?
Við skulum líta í Sálma gamla testamentisins: I sálmi
116. 3. standa þessi orð: „Þegar snörur dauðans umkringja
mig, og angist heljar mætir mér, þegar ég mæti nauðum
og harmi, þá ákalla ég nafn Drottins: Æ, Drottinn, bjarga
sál minni!“ Sérhver maður, sem á annað borð trúir á
Guð, viðurkennir í orði og verki, að það er rétt og við-
eigandi að ákalla Guð.
En við sjáum af Matt. 14. 30., þegar hann Pétur er að
ganga á vatninu og fer að sökkva, þá kallar hann ekki:
„Guð, bjargaðu mér,“ og heldur ekki: „Jesús, eða Meist-
ari, bjargaðu mér.“ Hann kallar: „Herra, bjarga þú mér.“
„Herra“ er þýðing á gríska orðinu kurios, en það orð er
notað í nútímamáli um og við Jesúm sem Drottin alveg
eins og það er notað þar og í ritum gamla testamentisins
um Jahve, Guð. I nýja testamentinu, elztu ritum kristinna
manna og æ síðan hafa kristnir menn ávarpað Jesúm frá
Nazaret sem Drottin. Meira að segja er það heilagur Andi,
sem kennir þeim að gera það og gefur þeim viljann og
trúna til að geta það. (I. Kor. 12. 3.).
Páll postuli ritar 1. bréfið til Korintumanna „ásamt öll-
um þeim, sem ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists alls
staðar.“ Orð hans sýna, að það var venja kristinna manna
að ákalla nafn Jesú og kalla hann Drottin.
„í þína hönd fel ég anda minn,“ sagði Davíð við Jahve
Drottinn. (Sálm. 31. 4.). Enginn Gyðingur eða guðstrú-
armaður getur fundið nokkuð athugavert við það.
„Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn,“ kallaði Jes-
ús frá Nazaret á krossinum, áður en hann gaf upp and-
ann. Og enginn guðstrúarmaður gæti fundið nokkuð rangt
við það.
En þegar verið er að grýta Stefán, sem nefndur hefir
verið frumvottur, af því að hann fyrstur manna lét líf sitt
vegna trúar á Jesúm frá Nazaret, ákallaði hann ekki Jahve,
Drottin Gyðinga, og ekki fól hann Föðurnum anda sinn,
eins og Jesús hafði gert, heldur lesum v.ið: hann ákallaði
og sagði: „Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn.“ (Post.
7. 59.).
Þetta atvik sýnir, að fyrsti kristni maðurinn, sem deyr,
felur ekki Jahve anda sinn eins og Davið gerði, ekki held-
ur Föðurnum eins og Jesús gerði. Hann ákallar ekki Jahve,
ekki heldur Föðurinn. Hann ákallar Jesúm sem Drottin.
Honum felur hann anda sinn. Hann skildi það, að Jesús
frá Nazaret var og er Guð, að hann og Faðirinn eru
eitt, svo að það að vera sjá Jesú, er að vera hjá Guði,
og að ákalla Jesúm, er að ákalla Guð. Hjá hverjum hef-
ir hann lært þetta? Postulum Jesú Krists. Frumkristnir
menn héldu sér að kenningu þeirra, ekk.i annarra.
Menn báðu til Jesú.
„Þú, sem heyrir bænir, til þín kemur allt hold.“ (Sálm.
65. 3.). Undir þessi orð Davíðs við Guð getur hver mað-
ur tekið, sem trúir því, að Guð heyri og svari bæn. „Skyn-
lausir eru þeir, sem burðast með trélíkneski sitt og hiðja
til guðs, er eigi getur hjálpað.“ (Jes. 45. 20.). Við erum
öll sammála um það, að það er gagnslaust að biðja til
nokkurs guðs, hjáguðs, falsguðs, heldur ber að biðja til
hins lifandi sanna Guðs.
Við finnum því að sjálfsögðu mörg dæmi, að Páll post-
uli bað til Guðs, er við lesum bréf hans og Postulasöguna.
Eigi að síður lesum við í 2. Kor. 12. kafla, um þá erfið-
leika, sem engill Satans bakaði Páli, en hann segir: „Um
hann hefi ég þrisvar beðið Drottin þess, að hann færi
frá mér.“ Hér verður ekki eytt rúmi til að sanna, að Páll
á hér við Jesúm frá Nazaret. Hann hafði fullt vald yfir
illum öndum, þegar hann var hér á jörðu. Boði hans og
banni urðu þeir að lúta og voguðu ekki að óhlýðnast
honum. En Páll bað til Jesú, eins og næsta dæmi sýnir.
Þegar Jesús frá Nazaret, hafinn upp í dýrð Guðs, birt-
ist Páli, sem þá var nefndur Sál frá Tarsus, í fyrsta sinn,
sagði Sál á augabragði: „Hvað á ég að gera, Drottinn?“
Þessari spurningu, þessari bæn, svaraði Drottinn Jesús
þegar í stað og sagði honum, hvað hann ætti að gera.
(Post. 22. 10.).
Þegar Pétur postuli sá, að hjarta Símonar töframanns
var ekki rétt gagnvart Guði, þá sagði hann Símon.i: „Hjarta
þitt er ekki rétt gagnvart Guði. Snú því huga þínum frá
þessari illsku þinni, og bið Drottin, ef þér kynni að fyrir-
gefast hugsun hjarta þíns.“ Postulinn hefði getað sagt:
„Bið Guð að fyrirgefa þér.“ Hann gerði það ekki, heldur
sagð.i: „Bið Drottin." Þessu svaraði Símon þannig: „Biðj-
ið fyrir mér til Drottins.“ Hví sagði hann ekki: „Biðjið
fyrir mér til Guðs?“ Skýringin getur varla verið önnur
en sú, að postularnir kenndu hinum fyrstu kristnu mönn-
um, að biðja til Jesú og fá fyrirgefningu hjá honum.
Postulinn þokkaði Jesú.
„Þakkið Drottni (Jahve), því að hann er góður, því
að miskunn hans varir að eilífu.........Það mæli þeir,
sem óttast Drottin.“ (Sálm. 118. 1., 4.). Sálmarnir eru
auðugir af þakkargerð til Drottins, og engum sanntrú-
uðum Gyðingi gat komið til hugar að færa nokkrum guði
þakkir, nema hinum eina sanna guði, Jahve.
I svipaðan streng tekur Páll postuli, þegar hann ritar:
„Þakkið jafnan Guði, Föðurnum, fyrir alla hluti í nafni
Drottins vors Jesú Krists.“ (Efes. 5. 20.). Eigi að síður
ritar hann: „Eg þakka honum, sem mig styrkan gerði,
Kristi Jesú, Drottni vorum, að hann áleit mig trúan, er
hann fól mér þjónustu.“ Páll sér ekkert athugavert við
það, þrátt fyrir áðurnefnt boð sitt, að færa Jesú Kristi
þakkir. Vér sjáum af þessu dæmi postulans, að það er
rétt og viðeigandi, að kristnir menn fær.i Jesú Kristi þakk-
argerð, eins og þeir eiga að þakka Föðurnum. Sbr. að
þakka Jesú er að gefa Guði dýrðina. (Lúk. 17. 16.—-18.).
Jesús var tilbeðinn.
Þegar Satan freistaði Jesú og vildi koma honum til að
tilbiðja sig, þá svaraði hann djöflinum með þessum orð-
um: „Drottinn, Guð þinn, átt þú að tilbiðja og þjóna
honum einum.“ (Matt. 4. 10.). Þetta er auðvitað atriði,
sem allir guðstrúarmenn munu vera sammála um, að
Guði einum beri tilbeiðsla.
Eigi að síður gerist það þessa nótt, þegar Jesús kom
gangandi á vatninu, þegar hann var kominn upp í bátinn