Norðurljósið - 01.01.1965, Page 34

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 34
34 NORÐURLJÓSIÐ og veðrið lægð.i, þá tilbáðu þeir hann, sem voru í bátn- um og sögðu: „Sannarlega ert þú sonur Guðs.“ (Matt. 14. 33.). í okkar þýðingu stendur: „veittu honum lotn- ingu,“ en á frummálinu, grískunni, er notað sama orðið í Matt. 4. 10. og 14. 33. En Jesús frá Nazaret hefir ekkert á móti þessari tilbeiðslu. Hann finnur ekki að lærisvein- um sínum né ávítar þá fyrir þetta, þó að hann gerði það stundum við önnur tækifæri. Til samanburðar skal geta þess, að postulinn Pétur leyfði eigi Kornelíusi hundraðshöfðingja að veita sér lotningu, tilbiðja sig (sama orðið á gísku), er hann féll að fótum Péturs. Hann sagði: „Stattu upp, ég er maður sem þú.“ (Post. 10. 25., 26.). Þegar Jesú skildist frá lærisveinum sínum „og varð upp numinn til himins,“ lesum vér: „Og þeir tilbáðu hann.“ Þessi orð eru ekki í öllum handritum nýja testamentisins, satt er það, en þetta er í fullu samræmi við það, sem þeir gerðu þessa nótt, er þeir tilbáðu Jesúm í bátnum. Vitring- arnir frá Austurlöndum tilbáðu hann sem lítið barn. (Matt. 2. 11.), og lærisveinarnir tilbáðu hann á fjallinu í Galíleu eftir upprisu hans (Matt. 28. 17.). Bæði fyrir og eftir upprisu sína var Jesús frá Nazaret tilbeðinn, meðan hann var hér á jörðu, og það af fólki, sem vissi, að tilbeiðsla tilheyrði Guði. Einhver kann að hugsa, að þeir, sem tilbáðu hann, hafi gert það í góðri trú, án þess að það væri rétt, sem þeir gerðu. En þessari mótbáru verður ekki komið við, af því að enginn Gyðingur tilbað mann eða líkneski og heldur ekki hinir fyrstu kristnu menn. Þeir létu heldur kvelja sig og deyða. Þegar Jóhannes postuli hafði séð hinar miklu sýnir, sem Opinberunarbókin geymir, fannst honum svo mikið til um það, sem honum hafði verið sýnt, að hann féll að fótum engilsins til að tilbiðja hann. En engillinn sagði: „Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn og bræðra þinna, sem hafa vitnisburð Jesú; tilbið þú Guð.“ (Opinb. 19. 10.). Eigi að síður er þessi engill einn þeirra engla, sem rit- að er um: „Allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.“ (Hebr. 1. 6.). Hvern eiga þeir að tilbiðja? Soninn, erfingja allra hluta; hann, sem er „orðinn englunum þeim mun meiri, sem hann hefir að erfðum tekið ágætara nafn en þeir.“ Þetta sýnir, að Jesús frá Nazaret var ekki engill í for- tilveru sinni, því að hann erfði þetta ágætara nafn. Hvaða nafn er það? Þetta, sem Guð segir um Soninn: „Hásæti þitt, O Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns.“ (Sjá Hebr. 1. 1.—8.). Lesendur eru beðnir að gá vel að því, að hér er það Guð, Fað.irinn, sem kallar Soninn Guð. Síðan eru þeir beðnir að minnast þess, sem ritað er: „Ef vér tökum manna vitnisburð gildan, þá er Guðs vitnisburður meiri, því að þetta er vitnisburður Guðs, að hann hefir vitnað um son sinn .... Sá, sem ekki trúir Guði, hefir gert hann að lygara, af því að hann hefir ekki trúað á þann vitnis- burð, sem Guð hefir vitnað um son sinn.“ (I. Jóh. 5. 9., 10.). Jesús er tilbeðinn á himni. Ef einhver skyldi óska eftir að sjá enn gleggri vitnis- burð frá Guði um guðdóm Jesú frá Nazaret, þá komi sá hinn sami nú, skoði og heyri í anda þann atburð, sem lýst er í Opinb. 4. og 5. kafla. í fyrri kaflanum er Guð, Skaparinn, tilbeð.inn. Himn- eskar verur falla fram og segja: „Verður ert þú, Drott- inn og Guð vor, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn, því að þú hefir skapað alla hluti, og fyrir þinn vilja urðu þeir til og voru skapaðir.“ f 5. kafla sér Jóhannes bók í hendi hans, sem í hásæt- inu sat. Hún var innsigluð. Enginn á himni eða á jörðu eða undir jörðinni reyndist maklegur að taka við bók- inni og leysa innsigli hennar, nema Jesús frá Nazaret, sem er nefndur í þessum kafla og víða annars staðar í Opinberunarbókinni: lambið, lamhið hið slátraða, af því að hann dó fyrir syndir vor mannanna. Þegar nú Jesús hefir tekið við bókinni, falla himnesku verurnar fram fyrir honum alveg eins og þær höfðu fallið fram fyrir Guði áður. Hann segir ekki neitt v.ið þessu, að vera heiðraður jafnt og Guð, Skaparinn. Guð segir held- ur ekkert við því, þó að Jesús fái þennan heiður. Leitin á himni, jörðu og undir jörðinni hafði leitt í Ijós, að Jesús hafði algera sérstöðu. Hann tilheyrði ekki hinu skapaða. Þetta er samt ekki nógur heiður handa honum. Næst taka englarnir við og segja með hárri raustu: „Maklegt er lambið hið slátraða (Jesús frá Nazaret) að fá máttinn og ríkdóm og vizku og kraft og heiður og dýrð og lof- gjörð.“ Þetta var svo stórkostleg viðurkenning á guð- dómi hans, að óhugsanlegt er, að nokkur sköpuð vera geti hlotið hana. Meira var þó í vændum. Þá heyrir Jóhannes „sérhverja skepnu, sem er á himni og á jörðu og undir jörð.inni og á hafinu og allt, sem í þeim er, segja: „Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu (Jesú frá Nazaret) sé lofgerð- in og heiðurinn og dýrðin og krafturinn um aldir alda. Og verurnar fjórar sögðu: Amen. Og öldungarnir féllu fram og veittu lotningu (tilbáðu).“ Við höfum lesið hér, að með fullu samþykki Guðs, Skaparans, er Jesú frá Nazaret gefin jöfn dýrð og hon- um sjálfum, jöfn tilbeiðsla. Þó hafði hann sagt: „Ég er Jahve (Drottinn), og dýrð mína gef ég eigi öðrum.“ Hann hafði ennfremur sagt: „Ég er hinn fyrsti, og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.“ (Jes. 42. 8.; 44. 6.). Skýringin á þessu er einföld og aðeins ein: Jesús frá Nazaret var og er „hinn mikli Guð og frelsari vor,“ eins og postulinn Páll ritaði. Jahve (Drottinn) er Jesús. Við tökum eftir því, að Jahve (Drottinn) sagði: „Ég er hinn fyrsti og hinn síðasti.“ Þessi orð notar Jesús frá Nazaret um sjálfan sig í Opinb. 1. 18., er hann segir við Jóhannes: „Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og hinn lifandi; og ég var dauður, en sjá, lifandi er ég um aldir alda.“ I 22. kafla, 12. og 13. versi, segir

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.