Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 37

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 37
NORÐURLJÓSIÐ 37 Það var aðeins hægt með einu móti: með bæn. Ég bað á móti þessu myrkravaldi, sem vildi halda þessari sál, eins og öllum öðrum sálum, frá Kristi, frelsara hennar. Ég bað Guð að ónýta áhrif djöfulsins og „binda“ hann. (Matt. 12. 29.). Þetta gerði ég að sjálfsögðu ekki upphátt. Síð- an hélt samtalið áfram, sem fallið hafði niður þessa stuttu stund. Ég var með nýja testamenti, og nú las ég eða lét hana lesa þessa r.itningargrein: „Því að laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú Drottni vorum.“ (Róm. 6. 23.). Ég spurði svo: „Hvað eru laun?“ „Eitthvað, sem ég vinn fyrir,“ svaraði hún. „Hvað er náðargjöf?“ „Eitthvað, sem mér er gefið, sem ég á ekki skilið.“ „Hvað er þessi náðargjöf?“ „Hún er eilíft líf.“ „I hverjum er þessi náðargjöf?“ „Hún er í Jesú Kristi." „Hver gefur þessa náðargjöf?“ „Guð,“ svaraði hún. „Viljið þér eignast þessa náðargjöf, sem er eilíft líf?“ „Já,“ svaraði hún. „Þá skuluð þér,“ sagði ég, „segja Guði frá því, að þér takið á móti gjöf hans, sem er eilíft líf í Kristi Jesú, og þakka honum fyrir hana.“ „Þarf ég að gera það upphátt?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði ég. Þá spennti hún greipar á brjósti sér og lokaði augun- um. Hvað fór á milli sálar hennar og Guðs, get ég ekki sagt. Hitt veit ég, sem verið hefi viðstaddur fæðingu tveggja dætra minna, að fæðing þeirra inn í þennan heim var ekki greinilegri en sú breyting, sem varð á skilningi Guðrúnar á andlegum efnum við þessa þögulu stund. Við héldum áfram að ræða andleg efni dálítið enn, áður en ég kvaddi hana. Mér varð þá ljóst, að það, sein henni hafði verið óskiljanlegt með öllu, t. d. í sambandi við verk Krists fyrir okkur og afstöðu okkar gagnvart honum, var henni nú eins skýrt og dagsljós.ið. Hún hand- aði til mín hendinni og mælti: „Þér þurfið ekki að útlista þetta, það er hlýðni út í yztu æsar.“ Atti hún þar við af- stöðu lærisveina Krists gagnvart Meistara sínum. Brúður lífsins. Guðrún heitin lifð.i um það bil tvö ár eftir þetta. A tíma- bili hresstist hún heldur og lá ekki alltaf rúmföst. En ekk- ert gat haggað þeirri trú hennar, að hún mundi deyja á vissum degi 1936, því að það hafði hana dreymt. Við skrifuðumst á, og ég reyndi að beina hugsunum hennar að því, að Drottinn gæti læknað hana. En það fann eng- an hljómgrunn. Þó skrifað.i hún eitiu sinni, að fengi hún heilsuna aftur, þá vildi hún helzt verða „líknarsystir“ (diakonissa). Um þessar mundir gerði ríkisstjórnin þær ráðstafanir til sparnaðar á gjaldeyri, að bannaður var innflutningur á ávöxtum. Þetta bann kom illa við Guðrúnu, því að á- vextir voru aðalfæða hennar, sagði hún mér, er ég hitti hana sumarið 1936. Hún lagðist alveg rúmföst, og leið svo að þeim degi, er hún átti að deyja, samkvæmt draumn- um. Hún dó samt ekki þann dag, heldur nokkrum vikum síðar. Móðir hennar sagði mér seinna þannig frá viðskilnaði hennar: Daginn, sem Guðrún kvaddi þennan heim, greip hún spegilinn sinn og sagði: „Skyldi hann nú segja mér satt? Ég held, að hann segi mér satt núna.“ Hún tók sem sé eftir því, að dökkir blettir voru komnir á líkama hennar. Hjúkrunarkona var þarna viðstödd. Hún sagði skömmu síðar við móður sína og hjúkrunar- konuna: „Ég vildi, að þið sæjuð það, sem ég sé. Ó, hvað það er dýrlegt hérna inn.i.“ Hún bað þær síðan að syngja sálma. Þær gerðu það, og tók hún undir með þeim. Að tveimur stundum liðnum, minnir mig, tók hún aftur til máls og mælti hið sama og fyrr: „Ég vildi, að þið sæjuð það, sem ég sé. Ó, hvað það er dýrlegt hérna inni.“ Rétt á eftir reis hún til hálfs upp í rúminu, ljómaði af fögnuði og kallaði: „Jesús Kristur! Hann lifir! Hann lif- ir!“ Þá hallaði hún sér aftur á koddann og gaf upp and- ann. Hjúkrunarkonan sagði þá, að aldrei hefði hún séð nokkra manneskju deyja þannig. Brosið á andliti Guðrúnar, brúðar hins eilífa lífs, megn- aði ekki dauðinn sjálfur að afmá. Móðir hennar skreytti kjólinn hennar með rósum. Síðan fékk hún ljósmynd- ara til að taka mynd af henni. Erú Ragnhildur, móðir Guðrúnar, sýndi mér síðar þessa mynd af dóttur sinni. Þarna lá hún í hvílu sinni. Éagn- aðarbrosið var á andliti hennar. Hún var farin héðan sæl, farin til að vera með Jesú Kristi, af því að „Jesús Kristur, hann lifir, hann lifir.“ Hlutverkinu, sem ég fann, að frú Valgerður Briem fól mér, var lokið. Héðan af þurfti Dúna ekki á trú að halda, því að takmarkinu var náð, skeiðið runnið á enda, skipið komið í höfnina himnesku eftir sævolk á hafi jarðlífsins. Guðs var dýrðin. Hann hafði svarað bænum þeirra, sem beðið höfðu fyrir Guðrúnu. „Eitt sinn skal hver deyja.“ Stundin rennur upp, fyrr eða síðar, að menn standa andspænis dauðanum. Þegar sú stund rennur upp, er gott að hafa þekkt og elskað frels- arann eina, Drottin vorn Jesúm Krist, hann, sem er stoð í lífinu og styrkur í dauðanum. Má ég spyrja þig: Ertu viðbúin(n)? Ertu orðinn stað- fastur eða staðföst í trú þinni? Getur þú sagt með Páli postula: „Ég veit, á hverjum ég hefi fest traust mitt, og ég er sannfærður?“ Vilt þú ekki fara eins að og Guðrún heitin Böðvars- dóttir? Ég bið þig að gera það. I framréttri hönd Guðs,. sem er kærleikur, er náðargjöfin, eilífa lífið í Kristi Jesú. Tak þú á móti þessari gjöf og þakkaðu Guði fyrir hana. Tak þú á móti „náðargjöf Guðs, sem er eilíft líf, í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ Tak á móti honum sjálfum. S. G. ].
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.